Útvarp Saga er þjóðarútvarp

   Ég kann vel að meta Útvarp Sögu.  Útvarp Saga er þjóðarútvarp.  Þjóðin talar og þjóðin hlustar.  Frá klukkan 09 að morgni til hádegis fær almenningur að hringja inn og tjá sig í beinni útsendingu.  Ranglega fullyrða sumir að örfáir innhringendur séu ráðandi í þessum símatímum.  Athugun hefur hrakið það.  Jú, jú, inn á milli ná einhverjir inn sem áður hafa látið í sér heyra.  Er eitthvað að því?  Umræðuefnið er af ýmsu tagi.  Þeir sem ná inn og eru alveg jafn góður þverskurður af íslenskum almenningi og þeir sem daglega taka þátt í "lofi og lasti" á Bylgjunni. 

  Símatímar Útvarps Sögu spegla umræðuna á Íslandi dag hvern.  Þar fyrir utan er margt annað áhugavert dagskrá Útvarps Sögu utan þessara 3ja klukkutíma símatíma.  Til að mynda skemmtilegur og fjölbreyttur morgunþáttur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar.  Núna er Jóhann að auki með bókmenntaþátt.  Rúnar Þór er með forvitnilega og fróðlega viðtalsþætti.  Þar rekur hann garnir úr þekktum tónlistarmönnum.  Torfi Geirmundsson og Guðný í Heilsubúðinni eru með þátt um hár og heilsu.  Annar heilsuþáttur heitir Heilsan heim.  Magnús Magnússon spilar gamlar dægurlagaperlum,  talar við tónlistarmenn og gefur hlustendum tertur,  bílabón og fleira.  Arnþrúður er með þátt um mat og matreiðslu.  Pétur Gunnlaugsson og Erlingur Már eru með síðdegisþátt.  Þangað fá þeir iðulega góða gesti í spjall.  Margt fleira áhugavert er á dagskrá Útvarps Sögu.

  Nýlega var hleypt af stokkum nýrri útvarpsstöð,  Jóla-Sögu:  89 á fm.  Nafnið segir sína sögu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sirrý á Rás 2 sagði eitthvað á þá leið að það væri svartnætti að hlusta á Útvarp Sögu, sem er þó bara þjóðarsálin að tjá sig þar. Útsendingartíðnin á nýju rásinni 90,5 er svo skelfilega léleg að hún næst varla í bílum eða öllum svæðum höfuðborgarsvæðisins. Svartnættið sem Sirrý kallar svo vil ég miklu frekar heimfæra á Framsóknarflokkinn sem skoðanakannanir sýna að er nú að hverfa, ekki bara í Reykjavík. Las í gær grein eftir Magnús Júlíusson formann SUS ,, Forsætisráðhera hagar sér mjög undarlega ", þar sem Magnús segir m.a. ,, leið Framsóknarflokksins hraðasta leið fyrir ríkið til að fara í ruslflokk " og ,, hugmyndir framsóknarmanna vera að færa skuldurum peninga á silfurfati ". Magnús kvetur þingmenn Sjálfstæðisflokksins að vera skynsama og samþykkja ekki tillögur Framsóknarflokksins, annars sé ríkisstjórnarsamstarfið í hættu. Tillögur Framsóknarflokksins myndu líka koma eignamesta fólkinu best og t.d. virðist Framsóknarflokkurinn ætla að skauta algjörlega framhjá þriðjungi þjóðarinnar, skuldugum leigjendum eins og ég heyrði komið inn á í síðdegisútvarpi einnar útvarpsstöðvar í gær.

Stefán (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 08:25

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það heyrist lítið í Arnþrúði þessar síðustu vikur. Útvarp Saga er að mínu mati ekkert án hennar. Hún er stórbrotin og aðdáunarverð persóna.

En þegar maður lítur til baka og veltir fyrir sér hvernig hún hefur staðið vaktina eins og klettur, nánast alla daga ársins, í mjög mörg ár, þá er skiljanlegt að hún sé ekki alltaf á vakt.

Það finnast ekki aðrar jafn sjálfstæðar, góðar og klárar konur á Íslandi sem staðið hafa jafn vel né betur í lappirnar, heldur en Arnþrúður Karlsdóttir. Aðdáunarverð kjarnakona, með gríðarlega sterka réttlætiskennd.

Ég óska henni velfarnaðar, ásamt góðu fólki á stöðinni.

Stuðnings og hvatningakveðja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2013 kl. 10:14

3 identicon

Illugi Gunnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Jón Ásgeir ættu öll að sofa sérstaklega vel í nótt - Draumar hafa ræst.

Stefán (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 14:47

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stefán. Það vantar rökstuðning frá þér, fyrir þessum góða svefni sumra. Gætirðu útskýrt þetta fyrir okkur hinum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2013 kl. 17:21

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er merkilegt hvað RUV ÞARF MARGA STARFSMENN ???  #0- til 40 sagt upp- en svo er Ingvi Hrafn- einn að reka INN

   sem eg get velst um af hlátri oft og tíðum við að horfa á og venjulegar stöðvar með fáa starfsmenn- HVAÐ ER AÐ GERA VIÐ STÖÐ MEÐ ALLANN ÞENNANN FJÖLDA STARFSMANNA ??? A KOSTNAÐ RÍKISINS ????

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.11.2013 kl. 20:35

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Líklega er Útvarp Saga sú útvarpsstöð sem nýtur mestrar hlustunar á Íslandi. Ég hlusta mér oft til ánægju fyrir hádegi, en ég verð var við að fólk hlustar út um víðan völl, bæði í strætó og leigubílum t.a.m.

Jónatan Karlsson, 27.11.2013 kl. 22:29

7 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  Framsóknarflokkurinn sér um sína.  Ekki aðra. 

Jens Guð, 27.11.2013 kl. 23:28

8 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  ég tek undir lýsingu þína á Arnþrúði.  Ég held samt að ekkert heyrist minna frá henni en áður.  Ég hlustaði í dag á fróðlegan þátt hennar um mat og matreiðlsu.  Það má líka bæta við að á Útvarpi Sögu er stundum spiluð fjörleg skandinavísk músík sem heyrist ekki í öðrum útvarpsstöðvum. 

Jens Guð, 27.11.2013 kl. 23:31

9 Smámynd: Jens Guð

  Stefán (#3),  við skulum vona að sem flestir sofi vært.  Það er að segja á nóttunni. 

Jens Guð, 27.11.2013 kl. 23:32

10 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður (#4),  ég reikna með að Stefán sé að vísa til uppsagna á Rúv.

Jens Guð, 27.11.2013 kl. 23:33

11 Smámynd: Jens Guð

  Erla Magna,  starfsmannafjöldi Rúv vekur upp spurningar.  Líka kostnaður við svokallaða yfirstjórnendur.  Sá hópur kostar í launagreiðslum hátt í þrjú hundruð milljónir á ári.  Þar munar mestu um laun og launakjör útvarpsstjórans.  Ég man ekki hvað launakostnaður 11 æðstu stjórnendur Rúv slagar hátt á annað hundruð milljóna á ári. 

  Ingvi Hrafn rekur ekki ÍNN einn.  Ég ætla að fastir starfsmenn í fullri vinnu séu lágmark 6 - 7.  Síðan er slatti af dagskrárgerðarmönnum með staka þætti.  Kannski allt í allt hátt í 20 manns.  Annars er nánast aldrei neitt áhugavert fyrir minn smekk á ÍNN.  Þegar ég rúnta um sjónvarpsstöðvar þá finnst mér eins og sömu þættir séu margspilaðir á ÍNN.

  Eitt sinn keypti ég auglýsingapakka á ÍNN.  Svörun var 0%.  Peningurinn minn fór út um gluggann.  Á mínum næstum fjögurra ára ferli í auglýsingum hef ég aldrei uppskorið jafn steindauða 0% svörun.    

Jens Guð, 27.11.2013 kl. 23:45

12 Smámynd: Jens Guð

  Jónatan,  Útvarp Saga,  Rás 2 og Bylgjan eru einu útvarpsstöðvarnar sem ná góðri hlustun.  Þær eru á svipuðu róli.  Skipta á milli sín uppistöðu af heildarhlustun á útvarp. 

Jens Guð, 27.11.2013 kl. 23:47

13 identicon

Anna Sigríður, ætla má að Illugi sé að skera RUV niður undir miklum þrýstingi frá Vigdísi og niðurskurður hjá RUV er plus fyrir 365 miðla þar sem Jón Ásgeir ræður ríkjum. Eins dauði er annars brauð.

Stefán (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 08:13

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þegar ég vízitera háaldraða móður mína, til að fá kaffizopa & zpjall, þá zný ég við í dyrinni, ef að útvarp znákaolíusölumennzka er í gangi.

Steingrímur Helgason, 29.11.2013 kl. 00:01

15 identicon

Sammála Útvarp Saga er algjörlega ómissandi miðill um þessar mundir, eins og  málin hafa þróast í þjóðfélaginu okkar. Arnþrúður og Pétur eiga miklar þakkir skildar fyrir að standa í brúnni og svara símanum, örugglega tekur það mikla orku frá þeim að svara allra handa fólki og oftast því sama dag eftir dag. Gott dæmi viðtalið við einn manninn sem tók þátt í gjörningnum með að setja svíns hausana og lappirnar á lóðina þar sem múslimamoskan á að rísa, aldrei hefði þessu viðtali verið hleypt í gegn hjá RUV kanski hjá 365 og þá með miklum efasemdaspurningum frá þáttarstjórnendum á þeim miðlum. Ruv og 365 tala bara við fólk þar sem allt er í gúddí, ekkert væl frá ellilífeyrisþegum eða öryrkjum tja eða þessum fáu mótmælendum sem enn standa í lappirnar.

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.