22.2.2014 | 22:37
Lulla frænka og stöðumælar
Lulla frænka tók lítið mark á umferðarreglum. Fyrir bragðið var hún stundum án ökuréttinda. Það breytti engu hjá henni. Hún keyrði eftir sem áður. Frændi minn var lögregluþjónn til skamms tíma. Á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu fann hann heila möppu smekkfulla af umferðarsektum af öllu tagi á Lullu. Allar ógreiddar.
Þetta var löngu fyrir daga tölvunnar. Sektir voru handskrifaðar og innheimta í molum. Umferðalagabrot voru ekki neitt meiriháttar mál. Áreiðanlega var eitthvað umburðarlyndi gagnvart því að Lulla var andlega vanheil og eignalaus að frátalinni bíldruslunni, dældaðri á öllum hliðum.
Þegar Lullu var bent á að varasamt væri að keyra án ökuréttinda svaraði hún: "Það getur enginn ætlast til þess að ég labbi út í búð, eins slæm og ég er til fótanna. Ég þarf auðvitað að kaupa sígarettur eins og allir aðrir."
Og: "Það skilja nú allir að ég þurfi að keyra niður í SÍBS til að endurnýja happdrættismiðann minn. Ekki endurnýjar miðinn sig sjálfur."
Lulla bjó í Reykjavík alveg frá unglingsárum. Hún þekkti Reykjavík eins og lófann á sér. Samt fór hún iðulega einkennilegar leiðir án nokkurra vandræða að komast á réttan stað. Um tíma bjó ég á Kleppsvegi við hliðina á Laugárásbíói. Lulla kom í heimsókn síðdegis á sunnudegi. Um kvöldmatarleytið hugði hún að heimferð. Okkur hjónakornum datt í hug að skreppa í Gamla bíó og fá að sitja í hjá Lullu þangað (hún var með ökuréttindi þann daginn). Lulla bjó á Skúlagötu, skammt frá bíóinu. Leiðin frá Kleppsvegi meðfram sjónum og niður á Skúlagötu var einföld, þægileg og fljótfarin.
Lulla fór ekki þá leið. Hún brunaði austur að Elliðaám. Í undrun minni sagði ég að Gamla bíó væri á Hverfisgötu. Lulla svaraði: "Heldurðu að ég viti ekki hvar Gamla bíó er? Ég veit hvar allir staðir eru í Reykjavík. Þess vegna get ég alltaf ekið stystu leið hvert sem er. Ég keyri aldrei krókaleiðir."
Síðan brunaði hún vestur að Tjörninni, ók Lækjargötuna og skilaði okkur af sér við hornið á Gamla bíói. Þessi leið var að minnsta kosti tvöfalt lengri en hefði hún ekið vestur Kleppsveginn.
Bróðir minn var unglingur og farþegi í bíl hjá Lullu niður Skólavörðustíg. Eins og ekkert væri sjálfsagðra þá ók hún eftir gangstéttinni. Komst reyndar ekki langt því að stöðumælar voru fyrir. Lulla ók tvo niður. Það var ekki þrautalaust. Þeir voru vel skorðaðir í gangstéttina og bíll Lullu í hægagangi. Lögregluþjónn kom aðvífandi og skrifaði skýrslu á staðnum. Lulla hellti sér yfir hann með skömmum og formælingum. "Hvað á það eiginlega að þýða að planta stöðumælum niður þvert fyrir umferðina? Þetta eru stórhættulegir stöðumælar? Þú skalt ekki láta hvarfla að þér að ég fari ekki lengra með þetta!"
Til að byrja með reyndi lögreglumaðurinn að benda Lullu á að gangstéttin væri fyrir gangandi vegfarendur en ekki bíla. Það var eins og að skvetta vatni á gæs. Lulla herti á reiðilestrinum. Lögreglumaðurinn lenti í vörn, muldraði eitthvað, flýtti sér að ljúka skýrslugerð og forðaði sér. Lulla kallaði á eftir honum að hann ætti að skammast sín og allt hans hyski.
Lullu tókst að bakka bílnum af stöðumælinum, komast út á götuna og halda áfram för niður Skólavörðustíginn. En hún var hvergi hætt að hneykslast á þessum fíflagangi að setja stöðumæla þar sem fólk þurfi að keyra.
-----------------------------------------
Fleiri sögur af Lullu frænku: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1353811/
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Ferðalög, Heilbrigðismál, Spaugilegt | Breytt 23.2.2014 kl. 18:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
Nýjustu athugasemdir
- Aldeilis furðulegt nudd: Jósef, takk fyrir fróðleiksmolann. jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Eftir því sem ég hef heyrt er ráðið við bólgum sem verða vegna ... jósef Ásmundsson 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Helga, heldur betur! jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Það kostar að láta lappa upp á sig vinur. diva73 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Í framhaldi af nuddara sem nuddar ekki og dýralæknum sem búa ti... Stefán 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: ´Bjarni, svo sannarlega! jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Buddy, you got screwed. Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Bjarni, nei. Það beið kannski næsta nuddtíma. jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Og no happy ending? Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Stefán, góður! jensgud 19.2.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 3
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1128
- Frá upphafi: 4126494
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 926
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.