Veiddur fyrir framan nefið á Sea Shepherd-liðum

ss gónir út á haf 

 Eins og allir vita þá hefur hópur á vegum bandarísku hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd staðið vakt í Færeyjum í allt sumar.  Hópurinn kom í byrjun júní og ætlar að standa vaktina út september.  Fátt hefur borið til tíðinda annað en sitthvað sem hefur gert SS að aðhlátursefni í Færeyjum og víðar.

  Á dögunum sást til SS-liða aka í átt að fjörunni í Hvannasundi.  Skyndilega var bílnum bremsað harkalega.  Út stukku nokkrir vígalegir menn.  Þeir höfðu komið auga á fýlsunga sem kjagaði stutt frá veginum.  

  Hinir herskáu SS-liðar virtust ekki þekkja til fuglsins.  Þeir nálguðust hann ofurhægt og hikandi.  Fuglinn gaf lítið fyrir SS fremur en aðrir í Færeyjum.  Eftir langan tíma og vandræðagang tókst bjargvættunum að koma fuglinum á skrið niður í fjöru og út á sjó.  Um leið og fuglinn synti frá fjöruborðinu stukku SS-liðarnir fagnandi og hrópandi upp í loftið og gáfu hver öðrum "háa fimmu".  

  Í sömu andrá kom Hvannasundsmaður á mótorbát siglandi.  Hann stefndi að unganum og veiddi hann með vönum handtökum hið snarasta.  Svo veifaði veiðimaðurinn til SS-liðanna í þakklætisskyni fyrir að hafa komið fengnum út á sjó til sín.  

  Síðan seldi hann fuglakjötið á 70 krónur (1400 ísl. kr.) í Þórshöfn.  

-------------------------------------

Hér er fleiri brosleg dæmi um ruglið á SS: 

 http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1436008/

 http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1434794/

  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1420693/

------------------------------------

    

      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/09/11/thungud_nektardansmaer_i_endatharmsleit_2/

bugur (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 20:52

2 Smámynd: Jens Guð

Bugur, það vantar inn í fréttina á mbl.is að fíkniefnahundur færeyska tolleftirlitsins tók brjálæðiskast í návist stripparans. Það hefur hundurinn aldrei áður gert nema í þeim tilfellum þegar fíkniefni finnast á dönskum ferðamanni til Færeyja. Lætin í hundinum voru slík að tollurinn leitaði af sér grun með mjög grófri endaþarmsleit. En ekkert dóp fannst. Niðurstaðan er sú að dóp hafi áður verið í klæðnaði dömunnar. En vegna þess að hún var nýbúin að uppgötva óléttu þá hefur hún lagt dópneyslu á hilluna. Líklega. Kannski líka vegna þess að hún hafi frétt af Því að tollverðir í Færeyjum séu með hund í leit að dópi. Það tekst engum að smygla dópi til Færeyja í gegnum flugstöðina í Vogum.

Jens Guð, 11.9.2014 kl. 22:14

3 identicon

Þú ert nú meira fíflið...

bugur (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 23:08

4 Smámynd: Jens Guð

Bugur, útskýrðu hvað þú átt við.

Jens Guð, 11.9.2014 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.