Veitingaumsögn

kjötsúpa í Súpuvagninum
 
  - Réttur:  Íslensk kjötsúpa
  - Veitingastaður:  Súpuvagninn,  Mæðragarði við MR
  - Verð:  900 - 1100 kr.
  - Einkunn: **** (af 5)
 
  Litlir matsöluvagnar með sölulúgu spretta nú upp eins og gorkúlur í Reykjavík.  Þökk sé hlýnandi veðurfari og fjölgun túrhesta. 
  Ennþá betra er að í sumum matsöluvögnunum er boðið upp á bráðholla íslenska kjötsúpu. 
  Í Súpuvagninum er hægt að velja um tvær skammtastærðir.  Minni skálin tekur sennilega um hálfan lítra og kostar 900 kr.  Stærri skálin tekur líklega um 800 ml eða því sem næst.  Hún kostar 1100 kr. 
  Ég fékk mér stærri skálina og borðaði úr henni ofan frá. Það er að segja ég hrærði ekki upp í henni heldur leyfði henni að skilja sig.  Þunn,  glær og bragðgóð súpan flaut á efri helmingi skálarinnar.  Þegar kom að neðri helmingnum tók við þykk súpa með hafragrjónum,  gulrótum,  rófum, kartöflum,  hvítkáli og lauk.  
  Þessi kjötsúpa er í alla staði eins og hefðbundin íslensk kjötsúpa.  Fyrir minn smekk mætti hún vera aðeins matarmeiri.  Kjötið er 140 gr  (jafngildir kjötskammti í hamborgara).  Hlutfall þess mætti vera pínulítið hærra.  Á móti vegur að hægt er fá aukaskammt af kjöti fyrir 250 kr.  Það er sniðugur kostur.  280 gr af kjöti er samt heldur mikið af því góða.
  Eini gallinn við súpuna var að kjötið var magurt og mauksoðið.  Þar með dálítið losaralegt í stað þess að vera þétt.    
 
súpuvagninnkjötsúpa Súpuvagnsins  
-------------------------------------------
Síðustu veitingaumsagnir: 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.