Skegg og jólasveinninn

jólasveinn

  Í kvöld hitti ég gamlan félaga.  Ţađ eru nokkuđ mörg ár síđan viđ hittumst síđast.  Kannski aldarfjórđungur eđa svo.  Svo vill til ađ í millitíđinni höfum viđ báđir leyft skeggi ađ vaxa ađ mestu óáreitt.  Ég hef ađ vísu alltaf skoriđ skegg viđ yfirvör. Hann hinsvegar leyfir skegginu ađ vaxa yfir munn sér.  Kallar ţađ "ađ samkjafta".  

  Á dögunum gekk hann framhjá leikskóla í nágrenni sínu. Krakkar ţar kölluđu til hans:  "Hć,  manni!"  Hann svarađi ţví engu.  Ţađ espađi krakkana upp. Ţeim fjölgađi sem kölluđu til hans:  "Hć, manni!"  Hann hélt sínu striki framhjá leikskólanum án ţess ađ virđa krakkana viđlits. Ţá heyrir hann einn krakkann kalla yfir hópinn:  "Kallinn getur ekki talađ.  Hann er međ skegg í munninum!"   

--------------------------

  Ég kíkti inn á bókasafniđ í Kringlunni í dag. Ţar sem sat og las breska Q-músíkblađiđ gekk fast upp ađ mér lítill drengur.  Kannski 3ja eđa 4ra ára.  Hann horfđi rannsakandi á mig. Ég sagđi lágt:  "Hó, hó, hó!".  Stráksa lét sér hvergi bregđa heldur horfđi ennţá alvarlegri á mig.  Alveg ţétt upp viđ mig.  Mamma hans kom og dró hann burt. Hann hélt ţó áfram ađ stara á mig og ţráađist viđ ađ fylgja mömmunni.  Já,  ég er dálítiđ líkur jólasveininum međ mitt síđa hvíta skegg.  Ţetta er í annađ skiptiđ sem svona gerist međ nokkurra daga millibili.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Og ert auđvitađ ekki búin ađ kaupa húfuna góđu til ađ fullkomna verkiđ foot-in-mouth

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 13.12.2014 kl. 15:39

2 Smámynd: Jens Guđ

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir ađ minna mig á húfuna.  Ég kaupi hana á morgun.  

Jens Guđ, 13.12.2014 kl. 23:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Love you strákurinn ţinn hehehe

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 14.12.2014 kl. 01:16

4 Smámynd: Jens Guđ

laughing

Jens Guđ, 14.12.2014 kl. 23:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband