Girnilegasti áfangastaðurinn 2015

  Fyrir mánuði síðan skýrði ég samviskusamlega á þessum vettvangi frá niðurstöðu tímaritsins National Geographic yfir mest spennandi áfangastaði ferðamanna næsta árs,  2015.  Ritið er gefið út á 40 tungumálum í næstum 7 milljónum eintaka.  Í stuttu máli er niðurstaða sú National Geographic að Færeyjar séu mest spennandi áfangastaðurinn 2015.  Nánar má lesa um þetta HÉR .  Það er alveg klárt að þetta skilar ferðamannasprengju til Færeyja á komandi ári.

  Nú var bandaríska sjónvarpsstöðin CNN að birta lista sinn yfir 10 girnilegustu áfangastaði 2015. Einn af þeim er Færeyjar.  Meðal þess sem CNN færir máli sínu til rökstuðnings er að 20. mars verði fullkominn sólarmyrkvi í Færeyjum.  

  Það er ekkert smá auglýsing fyrir Færeyjar að fá þessi meðmæli í þessum þungavigtarfjölmiðlum á heimsvísu.  Í fyrra vissi heimsbyggðin varla af tilvist Færeyja.  Svo dró misheppnað áróðursátak bandarísku hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd,  Grindstop 2014,  athygli heimsbyggðarinnar að Færeyjum.  Með þessum árangri. Nú eru Færeyjar heldur betur í sviðsljósi alþjóðasamfélagsins.    

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband