7.5.2015 | 21:24
Á misjöfnu þrífast börnin best
Mörgum myndi bregða í brún ef þeir vissu hvernig hreinlætismálum er háttað í eldhúsi sumra veitingahúsa. Kona er vann sem unglingur á pizza-stað er bólusett gegn pizzum til frambúðar. Lúkur pizza-gerðarfólks voru ekki alltaf hreinar í upphafi vinnudags. En urðu hægt og bítandi tandurhreinar eftir að hafa hnoðað nokkur pizza-deig. Það þótti sport að þeyta deiginu með snúningi hátt á loft þannig að í smástund festist það við óhreint loft eldhússins.
Breski sjónvarpskokkurinn Ramsey Gordon hefur sýnt okkur inn í eldhús margra bandarískra veitingastaða. Þar er iðulega pottur brotinn hvað varðar hreinlæti. Á einum stað var kjúklingaréttur afgreiddur á tréprjóni. Viðskiptavinir nöguðu kjötið af prjónunum. Þeir voru notaðir aftur handa næstu viðskiptavinum. Jafnvel með kjötleifum frá fyrri viðskiptavinum.
Konu sem vann á Hressingarskálanum á síðustu öld var brugðið er hún uppgötvaði að þeyttur rjómi var margnýttur. Með tertusneið og heitu súkkulaði fylgdi skál með þeyttum rjóma. Fæstir átu allan rjómann. Leifarnar voru seldar næsta kúnna. Vandræðalegt atvik kom upp þegar kúnni drap í sígarettustubbi í rjómanum. Hann gerði það svo snyrtilega að það sást ekki. Næsti kúnni hrökk í kút er hann mokaði sígarettustubbi út á tertusneiðina sína.
Fyrir nokkru las ég í bandarísku dagblaði viðtal við starfsfólk veitingastaða. Umræðan snérist um þjórfé. Fleiri en einn upplýsti að nískum fastakúnnum væri refsað með því að skyrpa í matinn þeirra.
Eftir tilkomu internetsins hafa ófá myndbönd birst af starfsmönnum veitingastaða hreykja sér sóðaskap. Meðal annars með því að troða frönskum kartöflum upp í nefið á sér áður en þær eru bornar fram handa kúnnanum.
Stóra skeiðarmálið á Akureyri skilur eftir eina áleitna spurningu. Sleikt skeið er ekki stóra málið. Það er að segja ef hún var snyrtilega sleikt. Þá er hún næstum því hrein. Spurningin snýr að fullyrðingu eiganda veitingastaðarins um að diskar með sósu slettri á þá úr sleiktri skeið hafi aldrei farið út úr eldhúsinu.
Staðurinn var undirmannaður. Fjögurra manna starfslið sat uppi með vinnu átta manna. Það er dáldið skrítið að undir þeim kringumstæðum hafi vinna verið lögð í að útbúa fjölda veisludiska sem aldrei fóru út úr eldhúsinu.
Til varnar einu og öðru í veitingum á matsölustöðum er ráð að skola þeim niður með góðu hvítvíni. Ennþá betra er að taka eitt eða tvö vodka-skot með. Eða þrjú. Þau eru sótthreinsandi. Og gera máltíðina skemmtilega þegar upp er staðið.
Yfirmaður kokksins sem sleikti skeiðina miður sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt 8.5.2015 kl. 10:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
Nýjustu athugasemdir
- Lífseig jólagjöf: Jóhann, sömuleiðis! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B (#4), snilld! Þetta mættu fleiri taka upp! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Stefán, góður! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á "jólagjöfum". Það er sagt að hugurinn á bakvið... johanneliasson 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Þetta minnir mig á vinina tvo sem gáfu hvorum öðrum alltaf fimm... sigurdurig 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Ég hef fengið jólagjöf sem ég sjálfur gaf jólin áður og var nok... Stefán 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B, allra bestu jólakveðjur! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á jólagjöf og gleðilega jól minn kæri. sigurdurig 24.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 335
- Sl. sólarhring: 357
- Sl. viku: 964
- Frá upphafi: 4116021
Annað
- Innlit í dag: 256
- Innlit sl. viku: 709
- Gestir í dag: 250
- IP-tölur í dag: 246
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Héðan í frá borða ég heima hjá mér og sleiki mínar eigin skeiðar
Marta Gunnarsdóttir, 7.5.2015 kl. 22:15
Marta, það er alltaf skemmtileg stemmning að snæða á matsölustað. Reikna má með að sóðarnir í eldhúsinu séu í minnihluta.
Jens Guð, 7.5.2015 kl. 22:50
Fólk sem er að fara með vörur inn á veitingahús hefur sagt mér margar ljótar sögur og að ekki séu alltaf eldhúsin snyrtilegust á flottustu veitingahúsunum. Kennitöluflakk hjá eigendum veitingahúsa hér á landi hefur verið mjög áberandi á undanförnum árum, sem segir manni auðvitað fyrst og fremst að það er mikið af óábyrgum aðiæum í veitingahúsarekstri hér á landi. Svo eru auðvitað til veitingahús sem eru til fyrirmyndar í alla staði, s.s. Þrír Frakkar, Veitingahúsið Hornið og Askur svo einhverjir slíkir séu nefndir.
Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2015 kl. 08:14
Nefnið eitt veitingahús sem hefur bara tvisvar skipt um kennitölu ? Þessi atvinnugrein er einhverra hluta vegna mesti kennitöluflakkari landsins .
Segir það okkur eitthvað um hreinlæti í eldhúsinu ? Hvers vegna eru eldhús veitingajúsa ekki opin fyrir viðskiptavinum ?
JR (IP-tala skráð) 8.5.2015 kl. 12:40
Einhver skinkubrúnn Egill Einarsson er sagður vera kennitöluflakkari í veitingabransanum, ásamt margdæmdum félögum ...
Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2015 kl. 15:14
Stefán, einhvertíma heyrði ég því haldið fram að kennitöluflakkið hafi verið fundið upp í veitingahúsabransanum.
Jens Guð, 10.5.2015 kl. 11:10
JR, eldri veitingahús hafa sennilega mörg hver verið rekin á ýmsum kennitölum.
Í Grillmarkaðinum er kokkað í opnu eldhúsi fyrir framan gestina. Það er til fyrirmyndar. Og gaman að fylgjast með eldamennskunni að auki. Frábær staður.
Jens Guð, 10.5.2015 kl. 11:19
Nú verð ég að verja meistaraveitingastað frænda okkar, þau bentu á að tæknimaðurinn hefði sagt þeim frá skeiðinni sleiktu þá hefði verið hætt við að senda matinn fram, og ég hef unnið i allmörgum eldhúsum veitingahúsa og alltaf verið hreinlæti i fyrirrúmi en eins og heima hjá manni getur öllum orðið á , sleikt skeið eða ekki, það þarf meira til aðs toppa mig af hehehe og i dag eru pizzugerðamenn með einnota hanska
sæunn guðm (IP-tala skráð) 12.5.2015 kl. 09:35
Sæunn, hvaða frændi okkar rekur þennan veitingastað?
Jens Guð, 12.5.2015 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.