Viðbjóðslegt ofbeldi

 

  Í áranna rás hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðu um bardagaíþrótt sem háð er undir merki UFC.  UFC er skammstöfun fyrir Ultimate Fighting Championship.  Það er fjölbragðaglíma sem lýtur ströngum reglum.  

  Í árdaga (á síðustu öld) voru glímurnar iðulega assgoti "brútal" og blóðugar.  Þær eru settlegri í dag.  Engu að síður má sjá á Fésbók upphrópanir og yfirlýsingar um að þessar glímur séu viðbjóðslegt ofbeldi.

  Strákar tuskast.  Það er í þeirra eðli.  Þannig er það líka hjá öðrum í dýraríkinu.  Ung karldýr takast á.  Frá því að ég man fyrst eftir mér þá voru áflog algeng - nánast dagleg góð skemmtun.  Fram eftir barnaskólaaldri og eitthvað fram á unglingsár.  Strákar tuskuðust.  Reyndu sig.  Sjaldan raunverulega í illu.  Oftast í góðu þó að fantabrögð slæddust með.  Eins og gengur.

  Í mörgum íþróttagreinum eru átök hörð.  Menn meiðast og slasast.  Fjöldamargir enda sinn feril í boltaleikjum sem illa farnir öryrkjar og vesalingar.  Allt í klessu:  Liðir ónýtir, hausinn í klessu (eftir að hafa ítrekað skallað bolta),  sinar slitnar,  tær maukaðar og svo framvegis.   

  Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með ferli Gunnars Nelsons.  Það er gaman að vera stoltur af framgöngu hans í UFC.  Hann er skemmtilega "öðruvísi".  Kemur inn í hringinn undir pollrólegum reggítakti hljómsveitarinnar Hjálma.  Kominn inn í hringinn sest hann á hækjur sér og bíður eftir að leikar hefjist.  Þegar flautað er til leiks er hann hinsvegar eldsnöggur í hreyfingum.  En jafnframt yfirvegaður.  Reiknar andstæðinginn út í snatri.  Svo lætur hann til skarar skríða.  Hraðinn er slíkur að það þarf að skoða árásina í "slow motion" til sjá hvernig hún gengur fyrir sig.  

  Í gólfinu er hann á heimavelli.  Og áfram rólegur og yfirvegaður.  Þegar hann stendur uppi sem sigurvegari þá hleypur hann ekki um búrið eins og aðrir sigurvegarar veifandi upp höndum sigurvegarans.  Hann röltir rólegur um og setur hendur á mjaðmir.  

  Það er meiriháttar góð skemmtun að fylgjast með bardagakappanum Gunnari Nelson.  Í bardaganum í nótt var keppinauturinn töluvert hærri,  með lengri arma og með góða ferilsskrá sem snöggur rotari.  Spörk langra fótleggja hans urðu aðeins fálm í átt að snöggri  undankomu Gunnars.  Gaurinn átti ekki möguleika.  Gunnar lék sér að honum eins köttur að mús. Veðbankar spáðu öðru.  En við vissum betur.

 


mbl.is Gunnar sigraði á þremur mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef heimilt er að drepa andstæðinginn þá kalla ég það ekki íþrótt.

Davíð12 (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 21:08

2 Smámynd: Jens Guð

Davíð,  það má ekki drepa í UFC.  Kannski ætti að leyfa það til hátíðisbrigða um jól og páska?

Jens Guð, 12.7.2015 kl. 21:41

3 identicon

Undarlegt að Gunnar skuli ekki fá viðurnefnið "krókódíllinn".

Ef hann nær þeim "ofan í vatnið" þá eru þeir búnir að vera.

Annars voru þessi högg aftan á hnakkann ekki heilsusamleg. Trúlega minna um þau í venjulegu boxi.

Fróðlegt að vita hvað læknar segja um slík högg.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 22:03

4 identicon

svakalega mikið hype í kringum Gunnar og þessa "bardaga" hans. Hvað ef þetta væri nú kallað leikur, svona eins og í öðrum íþróttum, viðureign eða álíka. Þetta eru ekki bardagar, enda fara slíkir atburðir fram með þátttöku fjölda þátttakenda, ekki þegar tveir keppa. Það er ákaflega mikið um mannalæti og skrúð í kringum þetta dæmi. Og hvað þetta eiga að vera "stórir" viðburðir er hlægilegt. Það er látið eins og Gunnar hafi unnið brons á OL. Viðbrögðin við þessum glímum hans er ekki í neinu samræmi við tilefnið. Fólk að vaka langt fram eftir nóttu, hellandi sig fullt og garga og styðja Gunna....plebbalegt mjög svo.

jon (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 22:17

5 identicon

...svo er þessi Gunnar Dofri varla skrifandi á íslensku. MErkilegt að svona gaurar séu látnir skrifa í daglbað.. 

jon (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 22:21

6 identicon

"..uppáhaldsuppgjafartak" Vel orðað mister blaðamaður haha. Ætlaðirðu að segja bara uppáhaldsbragð? Það dugar nefnilega.

"..rothöggsvél" aha. Þarna ætlaðirðu að segja t.d. rotari. Þetta véladæmi nota fákunnandi textahöfundar þegar þeir ætla að sýnast betri en þeir eru. Mundu það. Æfðu stíl, lestu bækur góði.

"..tók hann niður" er líka gott. Maður tekur niður myndir og málverk, fellir andstæðinga eða slær þá í gólfið. Eitthvað úr ensku take him down er að stríða þér þarna. 

"..ná bakinu" finnst mér best. Maður nær sér í bakinu eftir tognun eða brjósklos, en að nota svona samsetningu í íþróttalýsingu er því miður falleinkunn í blaðamannaskóla barnanna.

Æfðu stíl, lestu bækur, vandaðu þig. Þú ert að skrifa fyrir borgandi kúnna manstu.

jon (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 22:58

7 identicon

..en þetta á auðvitað fréttastjórinn þinn að segja þér. Biddu hann um að leiðbeina þér. Það gerir þig að betri textahöfundi. Það er það sem þú vilt verða - er það ekki?

jon (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 23:02

8 identicon

Það má drepa í UFC, og hefur skeð nokkrum sinnum. Það er ekki ætlast til þess, en það er ekki bannað og ekki refsivert.

Davíð12 (IP-tala skráð) 13.7.2015 kl. 00:41

9 identicon

Gunnar Nelson er snillingur, en eki ofbeldismaður. Hins vegar eru stjórnendur Landsbankans ekkert annað en ofbeldismenn og ræningjar. Að þessi eini banki í eigu þjóðarinnar skuli voga sér að ætla að byggja yfir sig fyrir milljarða án þess að skammast sín. Sniðgöngum öll viðskipti við Landsbankann í mótmælaskini.  

Stefán (IP-tala skráð) 13.7.2015 kl. 09:02

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég tek það fram að ég er mikill áðdáandi Gunnars Nelssonar og hef margoft horft á áhugaverðar viðureignir á UFC. Á móti kemur er ég sem læknir og sérfræðingur í mati á líkamstjóni og örorku o.fl. er hræddur um að áhorfendur og jafnvel keppendur séu ekki alltaf vel upplýsitir um þá skaða, sem menn geta hlotið af höfuhöggum. Það er almennt talið og reynslan segir okkur að þegar höðuðáverki leiðir til heilahristings, að ekki sé talað um meðvitundarleysis þá hafi sá áverki í lang flestum tilvikum leitt til varanlegs skaða. Vægari höfuðhögg og högg á mænu geta einnig leitt til varanlegs skaða og slíkir áverkar gata "safnast upp" og gerst skunda síðar. Þess ber þó að geta að keppnisdrengirnir ganast undir atið af fúsum og frjálsum vilja öfugt við marga sem slegnir eru óvænt í rot á börum landins og/eða þá sem lenda í slysum.   

Júlíus Valsson, 13.7.2015 kl. 09:48

11 Smámynd: Júlíus Valsson

 Stafsetningin mín hér að ofan skrifast á gamlan heilahristing he he

Júlíus Valsson, 13.7.2015 kl. 09:50

12 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gunnar flottur!!

Sigurður I B Guðmundsson, 13.7.2015 kl. 20:36

13 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  ég ætla að það sé rétt hjá þér að högg í hnakkann séu frekar óholl.  Ég held að þau séu bönnuð í hefðbundnum hnefaleikum.  

Jens Guð, 13.7.2015 kl. 20:47

14 Smámynd: Jens Guð

Jon,  bardagi er ekki bundinn við fleiri en tvo að eigast við.  Flestir bardagar heims eru háðir af tveimur.  

Jens Guð, 13.7.2015 kl. 23:25

15 identicon

jens, einhver misskilningur  hjá þér. Viðureign tveggja er einvígi, keppni, leikur osfrv.

Bardagi; lið eigast við. Og auðvitað ekki í íþróttum heldur þar sem vopnum er beitt. þannig að taka um bardaga í íþróttum er hugsanavilla, sérstaklega þegar tveir keppa. Þetta er auðvitað einhver þýðingarvitleysa sem hefur fest rætur meðal þeirra blaðamann sem ekki vita betur. Þeir eru að reyna þýða úr ensku fight. Þeim þykir líklega einhver kröftugur blær yfir bardaga-orðinu en það afsakar ekki að þeir eigi að hvíla heilann um of þegar þeir setja orð á blað. 

jon (IP-tala skráð) 14.7.2015 kl. 12:51

16 Smámynd: Jens Guð

Davíð12,  það hafa orðið dauðsföll í UFC,  eins og í boltaleikjum og í umferðinni.  

Jens Guð, 14.7.2015 kl. 17:21

17 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég tek undir það.

Jens Guð, 14.7.2015 kl. 17:22

18 Smámynd: Jens Guð

Júlíus,  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 14.7.2015 kl. 17:22

19 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  svo sannarlega!

Jens Guð, 14.7.2015 kl. 17:23

20 Smámynd: Jens Guð

Jón (#15),  í hinni vönduðu og ítarlegu Íslensku orðabók Menningarsjóðs segir þetta um orðið bardagi:  "orrusta, áflog, viðureign tveggja eða fleiri aðila (eða hópa), oft upp á líf og dauða."

Í almennri skilgreiningu heyra glíma, hnefaleikar og júdó undir samheitið bardagaíþróttir.   

Jens Guð, 14.7.2015 kl. 17:33

21 identicon

Áhugavert, þú kýst að styðjast við þrönga skilgreiningu á bardaga, en mjög víða á bardagaíþróttum.

Er það til að hafa betur í rökræðu?

Bentu mér á eitt einasta dæmi um það í Íslendingasögum að viðureign tveggja andstæðinga sé nefnd bardagi. Það er nóg af bardögum í Ísl.sögum milli fylkinga. Þegar tveir berjast, þá nefnist það eitthvað allt annað, hólmganga eða þvíumlíkt. Og taktu eftir; bardagi er orrusta fyrst og fremst. Það þarf þátttöku fleiri en tveggja til að það kallist orrusta, stríð eða bardagi, sem er allt sami hluturinn.

jon (IP-tala skráð) 14.7.2015 kl. 23:57

22 identicon

Til að vera sjálfum sér samkvæmur ætti þá að kalla viðureign júdómanna bardaga, og að sjálfsögðu ætti að lýsa bardaga tveggja glímumanna beint í sjónvarpi.

"..Mikil spenna er fyrir bardaga Jóns Sigurðssonar, Ármanni,  og Kjartans Kjartanssonar, Gerplu, sem hefst stundvíslega klukkan blabla..."

haha

jon (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 00:00

23 identicon

Í boltaleikjum og í umferðinni er sakamálarannsókn og ákært verði "leikmaður" öðrum að bana, ekki í UFC það má drepa í UFC.

Davíð12 (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 01:25

24 identicon

Það er rangt að menn hafi dáið í UFC. Það hafa 4 dáið eftir viðurkenndar MMA keppnir enginn þeirra í UFC

Vignir (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 15:24

25 Smámynd: Jens Guð

Jon,  núna á 21. öld er vænlegast að sem flestir Íslendingar tali það mál sem allflestir skilja á sama hátt.  Fyrir 700 - 800 árum var tungutak annað.  Orð hafa breytt um merkingu.

  Dæmi:  Þú hittir foreldra með ungan krakka sinn.  Hann er ljós yfirlitum.  Þú segir:  "Afskaplega er þetta ljótur krakki."  Foreldrarnir skilja þetta sem svo að þér þyki barnið vera ófrítt.  En þú heldur þig við skilning Íslendingasagna á orðinu ljótur (bjartur).

  Orðabók Menningarsjóðs er hjálpartæki flestra sem vilja skrifa rétta og góða íslensku.  Hún kom fyrst út 1963.  Núna - 52 árum síðar - veit ég ekki til þess að neinn hafi hafnað þeirri túlkun sem þar kemur fram;  að bardagi sé viðureign tveggja eða fleiri.

  Þú ert fyrstur til að hafna þessum skilningi.  Það er ekkert nema gaman að vera fyrstur.  

Jens Guð, 15.7.2015 kl. 19:27

26 Smámynd: Jens Guð

Davíð12,  ég held að það sé ekki allskostar rétt orðalag að í UFC megi drepa.  

Jens Guð, 15.7.2015 kl. 19:29

27 Smámynd: Jens Guð

Vignir,  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 15.7.2015 kl. 19:29

28 identicon

Hvernig færðu það út Jón, að Gunnar Dofri skrifi fyrir "borgandi kúnnahóp"? Af vef mbl.is sé ég ekki betur en hann starfi bara þar á vefnum, sem ég hef allavega aldrei þurft að borga fyrir? Þín borgun hlýtur þá að felast í einhverjum frjálsum framlögum.

-Árni

Árni Pétur (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband