Hulunni svipt af hræðilegu leyndarmáli

  Fréttir af banksterum eru skemmtilegri en afleiðingar bankahrunsins/bankaránsins.  Er þá mikið sagt.  Skemmtilegastar eru fréttir af réttarhöldum yfir klíkunni.  Þær keppa við fréttir af vist hennar á Kvíabryggju:  Átök um rauðvín með matnum,  átök um reiðnámskeið - með og án vændis og svo framvegis.

  Verðbréfamiðlari hjá Glitni upplýsir vinnufélaga og nú alþjóð um að Jón Ásgeir hafi verið og/eða sé á djöflamerg.  Það ku vera betra en að vera á djöflasýru.  Nema það sé það sama.  Rifjast þá upp að korteri fyrir bankahrun kallaði Jón Steinar Gunnlaugsson nafna sinn viðarrenglu.  Um það má lesa hér 

  Í dag er pistill í dagblaði Jóns Ársgeirs (skráð á konu hans),  Fréttablaðinu.  Pistilinn skrifar eiginkona Ólafs Ólafssonar,  hótelgests/vistmanns á Kvíabryggju.  Henni er niðri fyrir.  Eina sinni, einu sinni enn.  Að þessu sinni sakar hún forstjóra Fangelsismálastofnunar um að brjóta á skjólstæðingi sínum,  kallgreyinu,  með því að opinbera persónugreinanlegt einkamál hans.  Það gerði hann með því að kjafta frá vel varðveittu leyndarmáli:  Að "mjög lítill hópur fanga hefði aðgang að mörgum milljónum".  

  


mbl.is Jón Ásgeir á djöflamergnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessir kújónar eru allir meira og minna djöflamergir.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2015 kl. 23:51

2 identicon

Að fólk skulu enn lesa Fréttasnápinn, og hvað þá vitna í hann ! :p

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 09:51

3 identicon

Enn víkingar  verða að bíða,

venjast sem hestar að hlýða´

það er naumast þoldandi,

þeir  nöldra um volandi,

að fá ekki á námskeiði að ....

- hossast! money-mouth

NoNo

NoNo (IP-tala skráð) 21.11.2015 kl. 10:43

4 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  margt bendir til þess.

Jens Guð, 21.11.2015 kl. 17:40

5 Smámynd: Jens Guð

Birgir,  ég les allt lesefni sem mér berst án mikillar fyrirhafnar.  Meira að segja sjónvarpsdagskrá útlendra stöðva sem ég næ ekki.   

Jens Guð, 21.11.2015 kl. 17:43

6 Smámynd: Jens Guð

NoNo,  takk fyrir limruna.  

Jens Guð, 21.11.2015 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband