Í fangelsi fyrir að spila rokk

  
  Rokktónlist hefur verið til vandræða alla tíð.  Hún varð til í Bandaríkjum Norður-Ameríku á sjötta áratug síðustu alda.  Hörundsbleikir forsprakkar - á borð við Elvis Presley og Jerry Lee Lewis - voru umsvifalaust sakaðir um að vera negrasleikjur,  siðlausir klámhundar og leikbrúður Djöfulsins.  Stórhættulegir og andfélagslegir.
 
  Á sjöunda áratugnum stóðu kristnir í suðurríkjum Bandaríkjanna - með Ku Klux Klan í fararbroddi - fyrir vinsælum og stórfenglegum brennum á plötum enskrar strákahljómsveitar, Bítlunum. Til áhersluauka var þeim hótað lífláti fyrir að spila Satans músík.  
 
  Um síðustu aldamót (eða rúmlega það) stóðu guðhræddir Vestmannaeyingar fyrir vel heppnaðri brennu á rokkplötum með Rolling Stóns,  Black Sabbath og fleirum.  Það var sitthvað djöfullegt á þeim.
 
  Baráttunni gegn djöfulgangi rokktónlistar er hvergi lokið. Tveir liðsmenn írönsku rokksveitarinnar Confess voru handteknir af byltingarvörðum landsins og varpað í fangelsi.  Þeir eru sakaðir um að spila í ólöglegri neðanjarðarhljómsveit og guðlast.  5. febrúar voru þeir leystir úr haldi gegn 4 milljón króna tryggingu.  Þeirra bíður tukthúsvist í hálft ár að lágmarki og sex ár að hámarki.  Verra er að einnig vofir yfir þeim aftaka,  þessum 21. og 23ja ára lífsglöðu guttum.  
 
  Hvað getum við gert?  Eða eigum við að gera eitthvað?  Eitt ráð er að dreifa tíðindunum sem víðast. Ég finn aðeins eitt lag með Confess á youtube. Það getur að heyra hér efst á síðunni.  Eftir því sem lagið fær meiri athygli styrkist staða drengjanna.  Ef margar útvarpsstöðvar taka það inn á "play-lista" gæti myndast öflugur þrýstingur á írönsk yfirvöld.  Það bjargaði stelpunum í Pussy Riot frá því að veslast upp í rússneskum þrælabúðum.
 
Confess                    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man eftir því að hafa heyrt af einhverjum brennum á tónlist Bubba fyrir einhverjum árum.

Stefán (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 13:04

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Held mig bara áfram við Creedece Clerwater!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.2.2016 kl. 14:46

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  var það ekki frekar þannig að einhverjir urðuðu - jarðsungu - plötur Bubba í kjölfar þessað hann var talinn hafa selt sálu sína 365 miðlum (Baugsveldinu)?

Jens Guð, 12.2.2016 kl. 19:30

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, ég líka. 

Jens Guð, 12.2.2016 kl. 19:30

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"The devil's on the loose

Better run through the jungle."

Wilhelm Emilsson, 12.2.2016 kl. 23:25

6 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  Run through the jungle er klassík!

Jens Guð, 13.2.2016 kl. 07:22

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Alger klassík! Frábært grúv og skemmtilega spúkí texti. Er einmitt að hlusta á lagið núna.

Wilhelm Emilsson, 14.2.2016 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.