Forsetaframbjóðendur greindir

  Fjórir af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands fengu að kynna sig í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 núna síðdegis.  Gagnrýnisvert er að 365 miðlar hafa tekið afar hlutdræga stöðu í kosningabaráttunni.  Hlutdrægnin felst í því að skilja fimm frambjóðendur út undan.  Láta eins og þeir séu ekki til.    

  Það var notalegt að sjá hvað ungu frambjóðendurnir - sem fengu að kynna sig - voru jákvæðir,  bjartsýnir,  glaðværir og kurteisir.  DOddsson skar sig rækilega frá.  Hann er að spila taktískt úr stöðunni.  Hans möguleiki á að skapa sér ímynd landsföðurlegs sameiningartákns felst í því að ráðast af hörku og með öllum brögðum á Guðna.  Eldri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins kunna vel að meta þann stíl.  

  Andri Snær þarf að lagfæra tvo hluti.  Annarsvegar er honum laus hönd.  Hún virkar eins og hann sé að útskýra sitt mál með táknmáli fyrir heyrnarlausa.  Hinsvegar þarf hann að fá sér rauðlitt hálsbindi.  Bæði DOddsson og Guðni hafa verið að skerpa á rauða litnum í sínum hálsbindum.  Alveg eins og þeir eiga að gera.  Blásvartur jakki,  rauðlitt hálsbindi og hvít-ljósblá skyrta er sá klæðnaður karlkyns forsetaframbjóðanda sem virkar best. Þetta hefur verið marg rannsakað.

  Hvítur klæðnaður Höllu Tómasdóttur er ekki besti kostur.  Að vísu laðar hvíti liturinn fram tilfinningu fyrir sakleysi.  Hann hjálpar til við að hreinsa af henni orðróm um tengsl við útrásarstemmninguna í aðdraganda bankahrunsins. Dökkur jakki virkar samt betur.  Og ennþá betur ef hún setur á sig hálsfesti með stórum hvítum perlum.  Hún kemur afskaplega vel fyrir í alla staði og býður af sér góðan þokka.

  Í næstu skoðanakönnun dalar DOddsson. Með lagni getur hann hæst náð 25% á kjördag.  Fylgi við Guðna lækkar hægt og bítandi.  Það endar nær 40% á kjördegi.  Halla bætir eitthvað smávegis við sig.  Andri Snær verður á svipuðu róli og í síðustu skoðanakönnunum.      

guðni thDOddssonAndri-Snær-Magnasonhalla-tomasdottirsturla-jonsson   

   


mbl.is Hart tekist á í forsetakappræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verandi fjölmiðill í einkaeigu þá verð ég að viðurkenna að fyrir mínar sakir er þetta víst undir 365 komið hvernig þau gera þetta.

Aftur á móti ætti að kvarta vel og vandlega yfir rúv fyrir að vera spila fram frambjóðanda, þetta er fjölmiðill sem á samvkæmt lögum að vera hlutlaus, sorglegasta við það allt saman að rúv er hlutdrægasti fjölmiðillinn af þeim öllum, það er ömurlegt að sjá hversu mikið rúv er notað í pólitískum tilgangi þeirra sem þar vinna.

Halldór (IP-tala skráð) 30.5.2016 kl. 18:25

2 Smámynd: Jens Guð

Fjölmiðlarisinn 365 - stundum kenndur við Baug - hefur svigrúm til að beita tiltekna forsetaframbjóðendur þöggun og plægja akur fyrir aðra.  Það er heillandi.

Verra er ef RÚV hleður undir tiltekna frambjóðendur,  til að mynda Guðrúnu Margréti,  en níðir skóinn af öðrum,  svo sem Hildi Þórardóttur. Það er ömurlegt.   

Jens Guð, 30.5.2016 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband