Vísnasöngvar og þungarokk

 

  Í vikunni var bandaríska vísnasöngkonan Joan Baez vígð - við hátíðlega athöfn - inn í "Safn rokktónlistarleiðtoganna". Á ensku heitir safnið "Hall of fame".  Oftast ranglega beinþýtt í íslenskum fjölmiðlum sem "Frægðarhöll rokksins".

  Jóhanna frá Bægisá (eins og Halldór Laxness kallaði hana) á glæsilegan feril.  Framan af sjöunda áratugnum titluð drottning vísnasöngs (Queen of folk music).  Hæst skoraði hún þó á vinsældalistum á áttunda áratugnum.  

  Svo einkennilega vill til að hennar frægasta lag,  "Diamonds and Rust",  er sívinsælt þungarokkslag.  Ekki þó í flutningi hennar.  Það er þekktast í þungarokksdeildinni í flutningi bresku hljómsveitarinnar Judas Priest.  Líka í flutningi Thunderstone, svo og gítarleikara Deep Purple, Ritchie Blackmore.  Já, og hljómleikaskrá Nazareth og ýmissa fleiri.

 

  Hér er orginalinn með Joan Baez sjálfri.  Textinn fjallar um gamlan kærasta hennar,  Bob Dylan.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.