8.5.2017 | 17:19
Lóðrétt reglugerð
Æðsta ósk margra er að verða embættismaður. Fá vald til að ráðskast með annað fólk. Gefa fyrirmæli um að fólk megi haga sér svona en ekki hinsegin. Tukta fólk til. Fátt er skemmtilegra en að þreifa á valdinu.
Margir fá ósk sína uppfyllta. Þeir verða embættismenn. Fá vald. Þá eru jól. Þá er hægt að gera eitthvað sem eftir verður tekið. Reisa sér minnisvarða um röggsamt tiltæki.
Nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent frá sér stórkostlegt dæmi um svona. Það er í formi reglugerðar um strikamerki á drykkjarumbúðum. Hún tekur gildi eftir örfáa daga. Þaðan í frá verður óheimilt að selja umbúðir með láréttu strikamerki. Þau skulu vera lóðrétt. Þau mega halla pínulítið. En mega ekki vera lárétt.
Hvers vegna? Jú, það er ruglingslegt að hafa sum strikamerki lárétt en önnur lóðrétt. Það er fallegra að hafa þetta samræmt. Sömuleiðis er þægilegra að láta drykkjarvörur renna lárétt framhjá skanna á afgreiðsluborði. Margar drykkjarvörur eru í háum flöskum sem geta ruggað á færibandi og dottið. Það er ekkert gaman að drekka gosdrykki sem eru flatir eftir að hafa dottið og rúllað á færibandi.
Vandamálið við þessa þörfu reglugerð er að engir aðrir í öllum heiminum hafa áttað sig á þessu. Þess vegna eru strikamerki á drykkjarvörum ýmist lárétt eða lóðrétt. Það verður heilmikið mál fyrir erlenda framleiðendur að breyta staðsetningu strikamerkja. Líka fyrir innlenda framleiðendur. Heilmikill aukakostnaður. Neytendur borga brúsann þegar upp er staðið. Þökk sé umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Annað vandamál er að á sumum drykkjarubúðum er strikamerkingin á botninum. Nefnd háttlaunaðra flokksgæðinga verður skipuð til að finna lausn. Þeir fá 2 - 9 milljónir á ári fyrir að kíkja á kaffifund með smurbrauði allt upp í þrisvar á ári.
Stundum er sumum embættismönnum lýst sem ferköntuðum. Nú höfum við einnig lóðrétta embættismenn.
Strikamerkin lóðrétt en ekki lárétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Löggæsla, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.5.2017 kl. 07:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 31
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 1049
- Frá upphafi: 4111534
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 879
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Björt Ólafsdóttir er ráðherra þessara mála og vill sennilega standa alveg lóðrétt í embætti, fremur en ferköntuð eða flatneskja.
Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 18:19
Hvenær kemur eitthavað af viti frá kvenkyns ráskurum sem komast í ráðherrastólum, aðrar en Golda, Indria, Magga og kanski May.
Name me one and I will eat my hat.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 8.5.2017 kl. 21:47
Botna hvorki lóðrétt né lárétt í þessu!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 8.5.2017 kl. 22:11
Já þau eru þörf verkin í ráðaneytinu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.5.2017 kl. 23:38
Skannar geta lesið öll strikamerki, líka þau sem eru á hvolfi.
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 09:22
Reyndar virðist ekki björt framtíð hjá Bjartri Framtíð núna, t.d. kallar Kári Stefánsson eftir afsögn Óttars Proppe heilbrigðisráðherra og þjóðin tekur jú mikið mark á Kára, samanber hina fjölmennu undirskriftasöfnun endurreisn.is.
Stefán (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 12:54
Ég er á hvolfi.
Gunnar Helgi Gylfason (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 15:59
Til njóta mjöðsins þá er flaskan opnuð og þá er hægt að setja strútinn að munni og drekka og njóta.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 10.5.2017 kl. 01:50
Stefán, ráðherrann segist hafa skilning á áhyggjum þeirra sem þetta bitnar á. Það er huggun harmi gegn.
Jens Guð, 10.5.2017 kl. 08:04
Jóhann, þegar stórt er spurt verður fátt um svör.
Jens Guð, 10.5.2017 kl. 08:04
Sigurður I B, það er helst hægt að botna í þessu beint á ská.
Jens Guð, 10.5.2017 kl. 08:05
Guðrún Þóra, þegar starfsmenn eru verkefnalausir er upplagt að finna upp á einhverju svona.
Jens Guð, 10.5.2017 kl. 08:07
Guðmundur, ég hélt það. Hinsvegar hefur sú vitneskja ekki borist til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Jens Guð, 10.5.2017 kl. 08:09
Stefán (#6), Kára dettur margt í hug og er góður stílisti. Verra er að hann hefur ekki uppgötvað nauðsyn millifyrirsagna þegar pistill er langur.
Jens Guð, 10.5.2017 kl. 08:11
Gunnar Helgi, við erum það flest.
Jens Guð, 10.5.2017 kl. 08:12
Jóhann (#8), takk fyrir góða ábendingu.
Jens Guð, 10.5.2017 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.