Lóđrétt reglugerđ

  Ćđsta ósk margra er ađ verđa embćttismađur.  Fá vald til ađ ráđskast međ annađ fólk.  Gefa fyrirmćli um ađ fólk megi haga sér svona en ekki hinsegin.  Tukta fólk til.  Fátt er skemmtilegra en ađ ţreifa á valdinu.  

  Margir fá ósk sína uppfyllta.  Ţeir verđa embćttismenn.  Fá vald.  Ţá eru jól.  Ţá er hćgt ađ gera eitthvađ sem eftir verđur tekiđ.  Reisa sér minnisvarđa um röggsamt tiltćki.

  Nú hefur umhverfis- og auđlindaráđuneytiđ sent frá sér stórkostlegt dćmi um svona.  Ţađ er í formi reglugerđar um strikamerki á drykkjarumbúđum.  Hún tekur gildi eftir örfáa daga.  Ţađan í frá verđur óheimilt ađ selja umbúđir međ láréttu strikamerki.  Ţau skulu vera lóđrétt.  Ţau mega halla pínulítiđ.  En mega ekki vera lárétt.

  Hvers vegna?  Jú,  ţađ er ruglingslegt ađ hafa sum strikamerki lárétt en önnur lóđrétt.  Ţađ er fallegra ađ hafa ţetta samrćmt.  Sömuleiđis er ţćgilegra ađ láta drykkjarvörur renna lárétt framhjá skanna á afgreiđsluborđi.  Margar drykkjarvörur eru í háum flöskum sem geta ruggađ á fćribandi og dottiđ.  Ţađ er ekkert gaman ađ drekka gosdrykki sem eru flatir eftir ađ hafa dottiđ og rúllađ á fćribandi.  

  Vandamáliđ viđ ţessa ţörfu reglugerđ er ađ engir ađrir í öllum heiminum hafa áttađ sig á ţessu.  Ţess vegna eru strikamerki á drykkjarvörum ýmist lárétt eđa lóđrétt.  Ţađ verđur heilmikiđ mál fyrir erlenda framleiđendur ađ breyta stađsetningu strikamerkja.  Líka fyrir innlenda framleiđendur.  Heilmikill aukakostnađur.  Neytendur borga brúsann ţegar upp er stađiđ.  Ţökk sé umhverfis- og auđlindaráđuneytinu.

  Annađ vandamál er ađ á sumum drykkjarubúđum er strikamerkingin á botninum.  Nefnd háttlaunađra flokksgćđinga verđur skipuđ til ađ finna lausn.  Ţeir fá 2 - 9 milljónir á ári fyrir ađ kíkja á kaffifund međ smurbrauđi allt upp í ţrisvar á ári.          

  Stundum er sumum embćttismönnum lýst sem ferköntuđum.  Nú höfum viđ einnig lóđrétta embćttismenn.

strikamerki astrikamerki  


mbl.is Strikamerkin lóđrétt en ekki lárétt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björt Ólafsdóttir er ráđherra ţessara mála og vill sennilega standa alveg lóđrétt í embćtti, fremur en ferköntuđ eđa flatneskja.

Stefán (IP-tala skráđ) 8.5.2017 kl. 18:19

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvenćr kemur eitthavađ af viti frá kvenkyns ráskurum sem komast í ráđherrastólum, ađrar en Golda, Indria, Magga og kanski May.

Name me one and I will eat my hat.

Kveđja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 8.5.2017 kl. 21:47

3 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Botna hvorki lóđrétt né lárétt í ţessu!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 8.5.2017 kl. 22:11

4 Smámynd: Guđrún Ţóra Hjaltadóttir

Já ţau eru ţörf verkin í ráđaneytinu.

Guđrún Ţóra Hjaltadóttir, 8.5.2017 kl. 23:38

5 identicon

Skannar geta lesiđ öll strikamerki, líka ţau sem eru á hvolfi.

Guđmundur Bjarnason (IP-tala skráđ) 9.5.2017 kl. 09:22

6 identicon

Reyndar virđist ekki björt framtíđ hjá Bjartri Framtíđ núna, t.d. kallar Kári Stefánsson eftir afsögn Óttars Proppe heilbrigđisráđherra og ţjóđin tekur jú mikiđ mark á Kára, samanber hina fjölmennu undirskriftasöfnun endurreisn.is.

Stefán (IP-tala skráđ) 9.5.2017 kl. 12:54

7 identicon

Ég er á hvolfi.

Gunnar Helgi Gylfason (IP-tala skráđ) 9.5.2017 kl. 15:59

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Til njóta mjöđsins ţá er flaskan opnuđ og ţá er hćgt ađ setja strútinn ađ munni og drekka og njóta.

Kveđja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 10.5.2017 kl. 01:50

9 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ráđherrann segist hafa skilning á áhyggjum ţeirra sem ţetta bitnar á.  Ţađ er huggun harmi gegn.

Jens Guđ, 10.5.2017 kl. 08:04

10 Smámynd: Jens Guđ

Jóhann,  ţegar stórt er spurt verđur fátt um svör.

Jens Guđ, 10.5.2017 kl. 08:04

11 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  ţađ er helst hćgt ađ botna í ţessu beint á ská.

Jens Guđ, 10.5.2017 kl. 08:05

12 Smámynd: Jens Guđ

Guđrún Ţóra,  ţegar starfsmenn eru verkefnalausir er upplagt ađ finna upp á einhverju svona.  

Jens Guđ, 10.5.2017 kl. 08:07

13 Smámynd: Jens Guđ

Guđmundur,  ég hélt ţađ.  Hinsvegar hefur sú vitneskja ekki borist til umhverfis- og auđlindaráđuneytisins. 

Jens Guđ, 10.5.2017 kl. 08:09

14 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (#6),  Kára dettur margt í hug og er góđur stílisti.  Verra er ađ hann hefur ekki uppgötvađ nauđsyn millifyrirsagna ţegar pistill er langur. 

Jens Guđ, 10.5.2017 kl. 08:11

15 Smámynd: Jens Guđ

Gunnar Helgi,  viđ erum ţađ flest.

Jens Guđ, 10.5.2017 kl. 08:12

16 Smámynd: Jens Guđ

Jóhann (#8),  takk fyrir góđa ábendingu.  

Jens Guđ, 10.5.2017 kl. 08:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.