Dularfulla bílhvarfið

  Þjófnaður á bíl er sjaldgæfur í Færeyjum.  Samt eru bílar þar iðulega ólæstir.  Jafnvel með lykilinn í svissinum.  Þess vegna vakti mikla athygli núna um helgina þegar færeyska lögreglan auglýsti eftir stolnum bíl.  Þann eina sinnar tegundar í eyjunum,  glæsilegan Suzuki S-Cross.  

  Lögreglan og almenningur hjálpuðust að við leit að bílnum.  Gerð var dauðaleit að honum.  Hún bar árangur.  Bíllinn fannst seint og síðar meir.  Hann var á bílasölu sem hann hafði verið á í meira en viku.  Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni leiddi rannsókn í ljós að bílnum hafði aldrei verið stolið.  Um yfirsjón var að ræða.  

stolni bíllinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér á höfuðborgarsvæðinu er meira verið að brjótast inn í bíla og jafnvel hafa heilu mælaborðin horfið í innbrotum að undanförnu. Talið er að slíkir hlutir fari í gáma og úr landi með öðru þýfi úr innbrotum.

Stefán (IP-tala skráð) 23.5.2017 kl. 09:59

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kannski er eigandinn færeyskur útrásarvíkingur með minnisleysi eins og sumir íslenskir...!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 23.5.2017 kl. 16:30

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  mér skilst að einungis sé stolið mælaborði úr tiltekinni týpu af BMV.  Ósennilegt er að markaður sé fyrir það hérlendis.  Nema eigandi bílsins þurfi að kaupa nýtt mælaborð?

Jens Guð, 25.5.2017 kl. 09:11

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég sé í hendi mér að kenning þín er rétt!

Jens Guð, 25.5.2017 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.