31.5.2017 | 03:10
Burt með próf úr skólakerfinu!
Stöðluð próf, tekin í einangrun og tímaþröng, eru stórgölluð aðferð til að meta árangur nemenda í skóla. Þau eru til skammar. Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, færir góð rök fyrir þessu í spjalli í útvarpsþættinum frábæra Harmageddon á X-inu. Á það má og á að hlusta á með því að smella HÉR. Ég vil bæta því við að svona próf eiga stóran þátt í því að mörg ungmenni þróa með sér þunglyndi sem háir þeim alla ævi. Prófkvíðinn hellist yfir þau mörgum dögum fyrir próf. Veldur þeim andvökunóttum heilu og hálfu vikurnar, lystarleysi, magakveisu og höfuðverki. Þau fá ljótuna og ofskynjanir. Hakka í sig örvandi efnum til að geta lesið sem mest undir pressunni.
Prófin bera að stórum hluta ábyrgð á fjölda fíkniefnaneytenda sem hefðu aldrei byrjað að neyta þessara efna án prófpressu. Prófin bera einnig að stórum hluta ábyrgð á fjölda fólks sem bilast undir prófpressunni og geggjast. Geðdeildir eru fullar af nemendum sem "lásu yfir sig".
Prófin neyða grandvaralaus og fram að því heiðarleg ungmenni til óheiðarleika. Ég tala af reynslu. Í grunnskóla kom ég mér upp ýmsum aðferðum til að svindla á prófi. Á skömmum tíma varð það vani. Sparaði tíma.
Uppáhaldsaðferðin var að velja sæti við hlið góðs og hrekklauss námsmanns. Þegar hann var nánast búinn að skrifa upp sín svör þá beið ég eftir að umsjónarkennarinn liti í átt frá mér. Þá skaut ég með löngutöng af þumli litlu broti af töflukrít á töfluna fyrir aftan kennarann. Ósjálfráð viðbrögð hans voru að líta á töfluna. Á því sek-broti skipti ég um prófblað við sessunautinn - sem ætíð varð undrandi. Eftir að hafa punktað niður hjá mér svör hans endurtók ég krítartrixið til að skipta aftur á blöðum.
Nokkrar aðrar aðferðir notaði ég til hátíðarbrigða. Ein var að brjótast inn í kennarastofu nóttina fyrir próf og taka ljósrit af prófinu. Systursonur minn notaði síðar sömu aðferð en gleymdi frumritinu í ljósritunarvélinni. Allt komst upp.
Að öðru leyti hafa prófsvindl sjaldnast háð nokkurri manneskju. Þvert á móti. Þau örva hugmyndaflug og útsjónarsemi. Utan þeirra eru próf bölvaldur í skólastarfi.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 04:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Svo eru auðvitað til það lélegir kennarar að þeir eiga ekki að geta framkvæmt próf á nemendum sínum. Ég get t.d. ekki séð að Gunnar Waage geti verið góður trommukennari miðað við hvað hann er lélegur trommuleikari sjálfur.
Stefán (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 08:06
Stöðluð próf, tekin í einangrun og tímaþröng, eru ein besta aðferð til að meta árangur nemenda í skóla og hæfni við einangrun og tímaþröng. Prófin eru hluti af náminu en ekki bara mæliaðferð. Mestu og mikilvægustu þekkinguna sem við öðlumst í skólum þurfum við að geta komið frá okkur og notað undir einangrun og tímaþröng. Það gagnast til dæmis bílstjóra lítið að kunna allar umferðarreglurnar ef hann fer á taugum í hvert sinn sem hann sest upp í bíl. Hver vill bókara sem getur lagt saman tvo og tvo nema þegar hann ert spurður? Og trésmiður sem getur smíðað stól í huganum en stressast og lemur stöðugt á puttana í raunheimum er gagnslaus.
Gústi (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 11:03
Stefán, hann er með mörg ljómandi góð kennslumyndbönd á youtube, svo sem: https://www.youtube.com/watch?v=TYvVMIVCFsQ
Jens Guð, 31.5.2017 kl. 17:44
Gústi, það er margt til í þessu hjá þér. Ég kannast við að hafa þurft í vinnu að leggja saman tölurnar 1200 + 700 í tímaþröng og einangrun. Þá kom sér vel að hafa í prófstofu áður lent í hliðstæðu dæmi. Í annað sinn þurfti ég að syngja "Nú er frost á fróni" í tímaþröng. Þá varð mér til bjargar að hafa lært kvæðið undir próf í barnaskóla. Að auki lenti ég í því að vera í tímaþröng og einangrun ávarpaður af Dana. Mér til happs var að hafa tekið dönskupróf í tímaþröng og einangrun hálfri öld áður. Mér tókst þess vegna að svara í snatri: Hold kæft!
Jens Guð, 31.5.2017 kl. 17:56
Það er undarlegur skóli sem undirbýr börnin undir lífið með því að búa þeim streitulaust umhverfi án áskoranna. Umhverfi þar sem engar kröfur eru gerðar og allir eiga bara að hafa gaman. Frábært fyrir fólk sem að eilífu er 8 ára á stofnunum, verra fyrir þá sem þurfa að sjá um sig sjálfir á einhverjum tímapunkti.
Espolin (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 20:30
Espolin, af tvennu illu er betra að barnið fari í gegnum skólaárin í áfallastreitu, kvíða og þunglyndi og syndi í gegnum fullorðinsárin í læknadópi. Heimilislæknar, geðlæknar, sálfræðingar og afeitrunarstofnanir verða að hafa eitthvað að gera.
Jens Guð, 1.6.2017 kl. 09:29
Fyrst áskoranir menntakerfisins fóru þannig með þig að þú þjáist af áfallastreitu, kvíða og þunglyndi og syndir í gegnum fullorðinsárin í læknadópi þá hefði sennilega verið betra að láta þig leika þér áfram í sandkassanum.
Espolin (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 10:31
Fyrst áskoranir menntakerfisins fóru þannig með þig að þú þjáist af áfallastreitu, kvíða og þunglyndi og syndir í gegnum fullorðinsárin í læknadópi þá hefði sennilega verið betra að láta þig leika þér áfram í sandkassanum.
Espolin (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 10:31
Espolin, ég kom því lipurlega að í pistlinum að ég sniðgekk álag og áföll prófa með því að svindla. Það var góð skemmtun. Samt skaddaðist ég áreiðanlega. Og hafði gott af því.
Jens Guð, 1.6.2017 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.