Hjálpast að

  Ég var á Akureyri um helgina.  Þar er gott að vera.  Á leið minni suður ók ég framhjá lögreglubíl.  Hann var staðsettur í útskoti.  Mig grunaði að þar væri verið að fylgjast með aksturshraða - fremur en að lögreglumennirnir væru aðeins að hvíla sig í amstri dagsins.  Á móti mér kom bílastrolla á - að mér virtist - vafasömum hraða.  Ég fann til ábyrgðar.  Taldi mér skylt að vara bílalestina við.  Það gerði ég með því að blikka ljósum ótt og títt.  

  Skyndilega uppgötvaði ég að bíllinn sem fór fremstur var lögreglubíll.  Hafi ökumaður hans stefnt á hraðakstur er næsta víst að ljósablikk mitt kom að góðum notum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir nokkrum dögum var ég að keyra Hverfisgötuna til austurs og stansaði á rauðu ljósi við Snorrabraut. Til vinstri við mig kom lögreglubíll án forgangsljósa og lét vaða yfir á eldrauðum ljósum á móts við lögreglustöðina, senilega að flýta sér í kaffi blessaðir.

Stefán (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 07:45

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er bara ekki gott þegar lögreglan stoppar þessa ökuníðinga sem aka alltof hratt???

Sigurður I B Guðmundsson, 8.6.2017 kl. 10:36

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er rosalega áhættusamt að bruna yfir gatnamót á rauðu ljósi.  Þarna hafa áhættufíklar verið á ferð og lagt aðra í umferðinni í lífshættu.  

Jens Guð, 8.6.2017 kl. 18:53

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, ennþá betra er að ökuníðingar fari sér hægar.  Það liggur ekkert á.

Jens Guð, 8.6.2017 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.