21.7.2017 | 17:27
Ábúðafullir embættismenn skemmta sér
Það er ekkert gaman að vera embættismaður án þess að fá að þreifa á valdi sínu. Helst sem oftast og rækilegast. Undir þessari færslu er hlekkur yfir á frétt af enskum lögreglumönnum sem sektuðu 5 ára telpu fyrir að selja á götu úti límonaðidrykk sem hún lagaði. Af hennar hálfu átti þetta að vera skemmtilegt innlegg í Lovebox-hátíðina í London. Sektin var 20 þúsund kall.
Seint á síðustu öld fór Gerður í Flónni mikinn í að lífga upp á miðbæ Reykjavíkur. Henni dettur margt í hug og framkvæmir það. Það var hugsjón að lífga upp á bæinn.
Eitt af uppátækjunum var að bjóða upp á nýbakaðar pönnukökur úti á Hljómalindarreitnum. Deigið hrærði hún á efri hæð Hljómalindarhússins. Ekki leið á löngu uns ábúðarfullir starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins mættu á svæðið. Þeir drógu upp tommustokk og mældu lofthæðina á efri hæðinni. Þá hleyptu þeir í brýnnar. Stöðvuðu umsvifalaust starfsemina að viðlögðum þungum sektum. Það vantaði 6 cm upp á að lofthæðin væri næg til að löglegt teldist að hræra pönnukökudeig þarna.
Fyrr á þessari öld voru konur á Egilsstöðum í fjáröflun fyrir góðgerðarfélag. Þær seldu heimabakaðar kleinur og randalínu. Eins og þær höfðu gert í áratugi. Í þetta sinn mætti heilbrigðisfulltrúi í fylgd lögregluþjóna og stöðvaði fjáröflunina. Konunum var tilkynnt að til að mega selja heimasteiktar kleinur verði - lögum samkvæmt - að hafa fyrst samband við embættið. Það þurfi að mæla hvort að lofthæð eldhússins sé lögleg.
5 ára sektuð fyrir límonaðisölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Löggæsla, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt 22.7.2017 kl. 09:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 809
- Frá upphafi: 4111620
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 658
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jens. Allir sem fæðast á jörðinni eru ófullkomnir og gallaðir, en hreinar ljósgeislasálir. Þess vegna eru ljósmæðranna verk svo mikilvæg, og nauðsynlegar í að verja fyrsta lífsljóssins einstaklinganna siðmenntað líf á jörðinni.
Það þarf enginn að fæðast í jarðvistarskólann, sem er fullnuma og fullkomin sál. Fullkomnar sálir eru í þroskaðra sálna tilveruvídd.
Einhverra undarlegra og illra anda jarðarverkstjórnar vegna, þá hafa lögmenn og dómsstólar tekið að sér þá alvarlegu dauðasynd á jörðinni, að verja glæpamenn og dæma fórnarlömb glæpamanna?
Ég kann engin betri ráð en að biðja almættisins góðu andana miklu og góðu, og alla góða vætti og englaverndara um að úthýsa öflum illra andans vætta, og taka við stjórnartaumum embættanna hér á jörðinni.
Enginn er fullkominn á jörðinni og engum mannlegum smágölluðum má refsa, til að verja stórgallaða heimsvillimennskunnar glæpastjóranna verk.
Þetta er nú bara það sem almættið skammtar mér í heilabúið mitt þennan daginn, og engin skoðun er almáttug né alrétt. Siðmenntað samfélag snýst í verki og raunveruleika um að verja þá smáu og varnarlausu fyrir þeim stóru og valdníðandi. Og hjálpa öllum smáum og stórum með sína sjúkdóma af öllu tagi.
Eitt sinn hélt ég að mesta ógnin væri að lenda í villidýragini í villidýraskógi ljónanna og hýenanna. Þá var ég lífreynslulaust og ó-upplýst barn.
Í dag hef ég öðlast þá þekkingu og lífsreynslu að skilja að það er hættulegra að lenda í glæpaheimsveldis gini siðblindusjúkra og geðbilaðra heimsbankastjórnenda og genastjórnenda, heldur en að ferðast um jarðarinnar frumskóga villidýranna.
Möppudýraskógur og hættulegustu villidýr nútímans eru glæpakerfisins stjórnlausu gluggapóstar og ólöglegir laumupóstar frá lögmannarukkunarliði heimsveldisbankanna, sem vinna fyrir aftökudeildarstjóra heimsveldismafíunnar. Og líklega á freistandi háum aura-apa-launum?
Svo segir fólk í dag, að Hitler og Stalín hafi verið eitthvað verri en nútímans stríðsherrar heimsglæpabankanna og dómstólanna?
Maður skilur að villidýrin drepi sér til matar. En maður skilur ekki að svokölluð siðmenntuð valdastýrð mannskepna svartamarkaðsdóps og heimslyfjamafíunnar lyfjasvíkjandi og rænandi, læknayfirvalda-bankaránsdrepi? Í þeim augljósa tilgangi að þróa siðlausan þrælaheim og genaklóna-glæpaveldi á jörðinni.
Almættið algóða og allar góðar vættir veiti öllum misjafnlega mikið þroskuðum jarðarinnar námsmönnum visku, vegferðarleiðbeiningar, og vernd gegn illum andanna kerfisdjöflastýrðum öflum.
Embætti almættisins algóða handan við jarðlífsvíddina getur einungis hjálpað þeim sem þangað leita með sínar bænir. Þannig er það víst bara, hvað sem okkur finnst um það.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2017 kl. 19:56
Youtube:
2017 ENGLAND PEDOPHILE RING EXPOSED!
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2017 kl. 20:02
Eftir allt þetta misjafnlega óvinsæla tuð mitt er líklega gott fyrir sálartetrin að hlusta á Bergþóru Árnadóttur syngja um hvernig farið er með varnarlausa og valdmisbeitingar-mannorðsdrepna.
Lag: Bergþóra Árnadóttir. Ljóð: Páll J. Árdal.
youtube: Ráðið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2017 kl. 20:26
Og kom alls ekkert til greina að þynna pönnukökudeigið svo fyrst að það vantaði þessa 6 cm uppá?
Jósef Smári Ásmundsson, 22.7.2017 kl. 11:50
Ætli Gamli Baukur á Húsavík selji límonaði í glasi ? Tilboð dagsins gæti þá verið eitthvað á þessa leið: Rúnstykki og límonaði, aðeins 1.990 krónur. Samt eru þeir klárlega ekki verstir í okrinu. Ég myndi t.d. vilja vita hvaða bjána veitingastaður á landsbyggðinni verðleggur disk af plokkfisk á 4.500 krónur. Ætli sneið af rúgbrauði með smjöri fylgi með, eða er slíkt selt sér á tilboði, krónur 990 ? Ég keypti nýlega sæta kartöflu á 1000 krónur í ónefndri klukkubúð í Reykjavík. Ókeypis glær plastpoki fylgdi með, eða var hann innifalinn í verðlagningunni ? ... ,, Afsakið á meðan ég æli " kvað meistari Megas forðum. Ps. Var að mæla lofthæðina í eldhúsinu hjá mér og tel mér vera fært að baka pönnukökur á morgun án þess að eiga von á mönnum frá Heilbrigðiseftirlitinu - Annars eru þeir velkomnir í kaffi ef þeir eru ekki þrír metrar á hæð.
Stefán (IP-tala skráð) 22.7.2017 kl. 17:14
Afskaplega hefur Bergþóra Árnadóttir verið merkileg, hæfileikarík og góð sál. Birgitta Jónsdóttir getur svo sannarlega verið stolt af sinni fráföllnu móður. Verst ef að grimmir embættanna úlfar siðleysis-lögmannahersveitanna rífa blessaða dóttur Bergþóru Árnadóttur í tætlur, eins og óverjandi grimmd lögvarnar-dómsstólanna leyfir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.7.2017 kl. 20:55
Á ekki bara að taka tommustokkinn af þessu fólki???
Sigurður I B Guðmundsson, 23.7.2017 kl. 10:52
Anna Sigríður, bestu þakkir fyrir þín skemmtilegu innlegg.
Jens Guð, 23.7.2017 kl. 14:34
Jósef Smári, nei, það fattaði enginn þá snjöllu lausn.
Jens Guð, 23.7.2017 kl. 14:35
Stefán, maður sem ók hringinn taldi upp nokkur verð á mat og drykk sem urðu á vegi hans. Hann nefndi ekki sölustaðina.
Jens Guð, 23.7.2017 kl. 14:44
Anna Sigríður (#6), Bergþóra Árna var afskaplega klár og góð kona. Ég átti því láni að fagna að kynnast henni lítillega. Það var alltaf mjög gaman að spjalla við hana.
Jens Guð, 23.7.2017 kl. 14:48
Sigurður I B, með illu ef ekki vill betur!
Jens Guð, 23.7.2017 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.