Dónaskapur

  Ef fuglar kynnu sig og væru "dannaðir" þá myndu þeir grjóthalda goggi til klukkan sjö eða átta að morgni.  Því er ekki að heilsa.  Þessir skrattakollar byrja að góla og kvaka af ákafa um - eða jafnvel fyrir - klukkan sex.  Engin tillitssemi gagnvart vinnandi fólki.  Sveittan!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hér í Mosó er hreinlætið svo mikið að fuglar sem fljúga hér yfir fljúga á bakinu!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.8.2017 kl. 09:08

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ekki er að spyrja að kurteisi manna og dýra í Mosó!

Jens Guð, 10.8.2017 kl. 09:03

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Enda stórafmæli og mikið grín og gaman í Mosfellsbæ. 

Sigurður I B Guðmundsson, 10.8.2017 kl. 10:14

4 identicon

Jens, það var einhver country - páfagaukur að hrekkja færeyinga með dósamat frá Kaliforniu.

Stefán (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 12:18

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  til hamingju með afmælið!

Jens Guð, 10.8.2017 kl. 15:10

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  á færeyskum spjallþráðum taka Færeyingar afstöðu með Kris.  Hann er Færeyingavinur.  Hefur sungið inn á plötu með færeyska kántrý-kóngnum,  Halli Joensen.  Hefur gefið peninga til færeyska barnaspílans og talað vel um Færeyjar og Færeyinga í bandarískum fjölmiðlum.  

  Það á vissulega ekki að gefa mönnum grænt ljós á að smygla eiturlyfjum til eyjanna.  Þetta er samt á gráu svæði.  Kallinn er á níræðisaldri og slitinn eftir gríðarlega áfengisdrykkju fyrri ára.  Að læknisráði slær hann á bakverki með hassi.  Hann framvísaði læknisvottorði þar um og kvittun um að hafa keypt efnið löglega í Californíu.  

  Málinu er ekki lokið.  Honum er gert að mæta í réttarsal í Færeyjum eftir 4 daga.

Jens Guð, 10.8.2017 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.