9.11.2017 | 06:21
Íslendingur vínylvæðir Dani
Á seinni hluta níunda áratugarins blasti við að vinylplatan væri að hverfa af markaðnum. Þetta gerðist hratt. Geisladiskurinn tók yfir. Þremur áratugum síðar snéri vínyllinn aftur tvíefldur. Nú hefur hann rutt geisladisknum af stalli.
Ástæðan er margþætt. Mestu munar um hljómgæðin. Hljómur vinylsins er hlýrri, dýpri, þéttari, blæbrigðaríkari og notalegri. Að auki er uppröðun laga betri og markvissari á vinylnum að öllu jöfnu. Báðar plötuhliðar þurfa að hefjast á öflugum grípandi lögum. Báðar þurfa að enda á sterkum og eftirminnilegum lögum.
Spilunarlengd hvorrar hliðar er rösklega 20 mín. Hún heldur athyglinni á tónlistinni vakandi. Þar með tengist hlustandinn henni betur. Hann meðtekur hana í hæfilegum skömmtum.
Geisladiskurinn - með sinn harða, kantaða og grunna hljóm - var farinn að innihalda of mikla langloku. Allt upp í 80 mín eða meir. Athygli er ekki vakandi í svo langan tíma. Hugurinn fer að reika eftir um það bil 40 mín að meðaltali. Hugsun beinist í aðra átt og músíkin verður bakgrunnshljóð. Auk þessa vilja flæða með of mörg óspennandi uppfyllingarlög þegar meira en nægilegt pláss er á disknum.
Stærð vinylsins og umbúðir eru notendavænni. Letur og myndefni fjórfalt stærra. Ólíkt glæsilegri pakki. Fyrstu kynni af plötu er jafnan við að handleika og horfa á umslagið. Sú skynjun hefur áhrif á væntingar til innihaldsins og hvernig það er meðtekið. Setur hlustandann í stellingr. Þetta spilar saman.
Í bandaríska netmiðlinum Discogs.com er stórt og áhugavert viðtal við vinylkóng Danmerkur, Guðmund Örn Ísfeld. Eins og nafnið gefur til kynna er hann Íslendingur í húð og hár. Fæddur og uppalinn á Íslandi af skagfirskum foreldrum. Sprenglærður kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður. Hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög.
Með puttann á púlsinum varð hann var við bratt vaxandi þörf á vinylpressu. Hann keypti í snatri eina slíka. Stofnaði - ásamt 2 vinum - fyrirtækið Vinyltryk. Eftirspurn varð slík að afgreiðsla tók allt upp í 6 mánuði. Það er ekki ásættanlegt í hröðum tónlistarheimi.
Nú hefur alvara hlaupið í dæmið. 1000 fm húsnæði verið tekið í gagnið og innréttað fyrir fyrstu alvöru risastóru vinylpressu í Danmörku í 60 ár. Nafni fyrirtækisins er jafnframt breytt í hið alþjóðlega RPM Records.
Nýja pressan er alsjálfvirk, afkastamikil en orkunett. Hún spýtir út úr sér plötum 24 tíma á sólarhring í hæstu gæðum. Afreiðslutíminn er kominn niður í 10 daga.
Netsíðan er ennþá www.vinyltryk.dk (en mun væntanlega breytast til samræmis við nafnabreytinguna, ætla ég). Verð eru góð. Ekki síst fyrir Íslendinga - á meðan gengi íslensku krónunnar er svona sterkt.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjármál, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Breytt 11.11.2017 kl. 10:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 13
- Sl. sólarhring: 320
- Sl. viku: 1388
- Frá upphafi: 4118915
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 1064
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Íslendingur og Danir = Getur ekki klikkað!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 9.11.2017 kl. 17:13
Sigurður I B, pottþétt blanda!
Jens Guð, 9.11.2017 kl. 18:01
Þarna er greinilega um kláran og velættaðan íslenskan athafnamann, sannan nútíma útrásarvíking að ræða. Gömlu útrásarvíkingarnir reyndust hinsvegar bara vera innihaldslaust drasl þegar upp var staðið. Skildu ekkert annað eftir sig en skuldir.
Stefán (IP-tala skráð) 9.11.2017 kl. 21:42
Geisladiskurinn og síðar tölvutækt form á tónlist (MP3, WAV, FLAC o.s.frv) er bara svo mikið þægilegra að meðhöndla, til að setja upp í spilunarlista til dæmis. Annars hlusta ég mikið á tónlist í gegnum YouTube. Þá þarf ég varla að hafa fyrir því að velja lögin, þau koma bara fram og ég smelli á viðkomandi lag.
Hinsvegar gæti ég hugsað mér að afrita af plötum yfir á tölvutækt form, til að fá þennan hlýrri tón vinylsins. Það er samt gríðarlega mikil vinna við það, sem felst í að hreinsa út truflanir og aukahljóð úr upptökunum, normalísera, hækka bassa og diskant o.s.frv., svo ég hef ekki lagt í það ennþá.
Theódór Norðkvist, 9.11.2017 kl. 23:11
Lumarðu á fróðleik um fjölda vinylspilara hér á landi, hvort þeir eru til sölu og þá hvar?
Ómar Ragnarsson, 9.11.2017 kl. 23:51
Stefán, ég tek undir það.
Jens Guð, 10.11.2017 kl. 08:07
Theódór, möguleikarnir eru margir. Um tíma var talið að Spotify, youtube og álíka fyrirbæri myndu slátra stóru plötunni (Lp). Ungt fólk veldi sér einungis stök lög til að hlusta á - og þar með fyrst og fremst grípandi og auðmelt léttmeti. Seinteknari lög sem þurfa ítrekaða hlustun myndu hverfa af markaðnum.
Kröftug endurkoma vinylsins blæs hrakspána út af borðinu. Tónlistarunnendur sækja í blandaðan pakka. Það er heilbrigðara og skiljanlegt. Fólk lifir ekki á skyndibita í öll mál. Hamborgari og pizza geta verið ágæt endrum og eins. Jafnvel oft. Manneskjan leitar alltaf aftur í sinn fisk, lambalæri og grænar baunir.
Jens Guð, 10.11.2017 kl. 08:27
Ómar, úrvalið af vinylspilurum eykst hratt þessa dagana. Ég ætla að bestu spilarana sé að finna í Hljómsýn í Ármúla 38. Þar eru nokkrar gerðir. Flestar - ef ekki allar - raftækjaverslanir selja vinylspilara í dag, svo sem Heimilistæki, Ormsson og Rafland. Elko er með hátt í tug vinylspilara. Hljóðfærahúsið er með einhverja. Líka Costco.
Þess má geta að verð á vinylspilurum er töluvert lægra en við áttum að venjast á síðustu öld. Þeir eru eiginlega hlægilega ódýrir.
Jens Guð, 10.11.2017 kl. 08:36
Er þessi umræddi maður nokkuð Hallgrímsson að auki?
Árni Gunnarsson, 11.11.2017 kl. 07:53
Árni, jú, rétt til getið. Fyrirsögnin hefði kannski frekar átt að vera: "Skagfirðingur vinylvæðir Dani".
Jens Guð, 11.11.2017 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.