Styttur af Björk

  Hérlendis vantar fleiri styttur af körlum.  Undan því hefur verið kvartað áratugum saman.  Einnig hefur verið brugðist vel við því af og til.  Enda enginn skortur á uppástungum.  Kröfur eru háværar um styttu af Gvendi Jaka (helst tvær til að túlka tungur tvær),  steraboltanum Jóni Páli,  Hemma Gunn og svo framvegis. 

  "Styttur bæjarins sem enginn nennir að horfa á," söng Spilverk þjóðanna á sínum tíma.

  Nú er komið annað hljóð í strokkinn.  Í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur er komin fram tillaga um styttu af konu.  Einkum er sjónum beint að styttu af Björk.  Hugmyndin er frumleg og djörf.  En ekki alveg út í hött.

  Enginn Íslendingur hefur borið hróður Íslands víðar og betur en Björk.  Án hennar væri ferðamannaiðnaðurinn ekki stærsta tekjulind Íslands.  Spurning hvernig henni sjálfri lýst á uppátækið.  Upplagt er að reisa eina styttu af henni við Hörpu.  Aðra við Leifsstöð.  Í leiðinni má breyta nafni flugstöðvarinnar.  Að kenna hana við Leif the Lucky (Lukku-Láka) er hallærislegt.  Í Liverpool er flugstöðin kennd við John Lennon.  Í Varsjá er flugstöðin kennd við Chopin.  Flustöðin í Sandgerði ætti að vera kennd við Björk.

 


mbl.is Vill reisa styttu af Björk við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég vil sjá Bjarkar safn og líka Vigdísar safn eða jafnvel að sameina í eitt Vigdísar og Bjarkar safn. Yrði örugglega mjög vinsællt og ferðamann vænt. 

Sigurður I B Guðmundsson, 8.12.2017 kl. 09:03

2 identicon

Björk á svo sannarlega skilið í það minsta styttu eða byggingu eins og Vigdísarhús.  Björk jók hróður Íslands á alþjóðavettvangi á meðan útrásarvíkingar urðu þjóðinni til skammar, ( en hafa auðvitað aldrei kunnað að skammast sín fyrir ). Einstakir tónlistarhæfileikar Bjarkar eru besta gjöf íslendinga til alþjóðasamfélagsins.

Stefán (IP-tala skráð) 8.12.2017 kl. 20:26

3 identicon

Mikið vildi ég að það væri fleiri styttur af kvenfólki.

Þessi skoðun kallar kannski á rannsókn sé þörf á mér, hvort einhver perri leynist í mér?

Hvað ég hafði og hef enn.

Þá trú á kvenþjóðinni að hún sjái í gegnum þann sýndarveruleika sem vestrænt lýðræðið er.

Að framkvæmdavaldið er það sem ræður ríkjum og rikjabandalögum (ESB)

Þrískipting valdsins er einungis blekking.

Það er kvartað um gamla stjórnarskrá, en hin nýja krefst að framkvæmdavaldið haldi völdum aldrei sem fyrr og í raun að það haldist í aldir alda.

Konur verða að taka sig á!

L. (IP-tala skráð) 8.12.2017 kl. 22:19

4 identicon

Konur koma svo!

Lýðræðið snýst um okkur öll!

L. (IP-tala skráð) 9.12.2017 kl. 00:02

5 identicon

Fyrir það fyrsta hafa engar kröfur komið fram um að fjölga styttum af körlum, pistlahöfundur er lygalaupur hvað þessa fullyrðingu varðar.

Annað er að styttur eru minnisvarðar um lãtið fõlk, að reisa styttu af lifandi fólki er því fáránleg hugmynd.

Í þriðja lagi er Björk einhver leiðinlegasti tónlistamaður íslandssögunnar ãsamt því að vera bæði leiðinlegur og fráhrindandi persónuleiki.

Vigdís ã að fã sína styttu, en ekki á meðan hún er ã lífi.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.12.2017 kl. 09:29

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, ég tek undir það.

Jens Guð, 10.12.2017 kl. 18:03

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég er 100% sammála.

Jens Guð, 10.12.2017 kl. 18:04

8 Smámynd: Jens Guð

L,  það er margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 10.12.2017 kl. 18:05

9 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  svo sannarlega hefur verið hrópað aftur og aftur eftir fleiri styttum af köllum. Prófaðu að gúgla "Guðmundur Jaki stytta".  Upp kemur á sjötta hundrað pistla.  Prófaðu að gúgla "stytta af Jóni Páli".  Upp koma 32.400 pistlar.  Áfram gæti ég upp talið.  Þess í stað spyr ég hvernig umræðan hefur farið svona framhjá þér. 

Jens Guð, 10.12.2017 kl. 18:13

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er eitthvað hálf asnalegt við að setja upp styttu af Björk. Hún er ekki styttutýpan.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.12.2017 kl. 20:44

11 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  sennilega er það rétt hjá þér.  Kannski samt spurning hvernig styttan væri hönnuð í Bjarkarstíl.

Jens Guð, 11.12.2017 kl. 04:56

12 identicon

Þá er fyrsti jólasveinnin kominn til byggða og hann kallar sig Guð.  Prófaðu að googla "aliens" og þú færð milljõnir niðurstaðna.  Það er þó engin sönnun fyrir því að geimverur séu til.

Þú almáttugur Guð leiðréttir mig ef ég hef rangt fyrir mér en enginn íslendingur fæddur eftir árið 1900 hefur fengið styttu af sér á almannasvæði.

Sennilega er séra Friðrik yngstur íslendinga til að fá styttu af sér, þó gæti Einar Ben verið yngri.  Að velja svo Björk sem fyrsta íslendinginn í tæpar tvær aldir tli að fá styttu af sér, og það ennþã sprelllifandi er auðvitað heimskulegra en jafnvel heimskustu heimskingjum getur dottið í hug.

Björk átti sína tíma en hún hefur ekki komist á vinsældarlista í u.þ.b. 20 ár og verður leiðinlegri og leiðinlegri með nýju afreki í tónlistarsögunni.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.12.2017 kl. 23:20

13 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  fyrir nokkrum árum átti ég sæti í nokkrum nefndum á vegum Reykjavíkurborgar. Því fylgdu heimsóknir í Ráðhúsið.  Þar blöstu við veglegar styttur af fyrrum borgarstjórum. Mig minnir frá og til Doddssonar.  Frá höfði og niður á brjóst.  Ég reikna þó með að þú sért að vísa til útistyttna í fullri stærð.  Jafnvel ýktri stærð eins og algengt er. 

Björk er ekki smella-maskína - þó hún hafi átt lög ofarlega á vinsældalistum.  Plötur hennar seljast til lengri tíma.  Eitt árið átti Madonna lag sem fór hátt á vinsældalista á plötu sem seldist í 2 millj. eint.  Sama ár kom út plata með Björk sem seldist í 6 millj. eintaka - án þess að fara með himinskautum á vinsældalista.

  Þessa dagana eru öll helstu poppmúsíktímarit undirlögð umfjöllun um nýja plötu Bjarkar,  "Utopia".  Hún kemur - einhverra hluta vegna - út á versta tíma ársins (út frá markaðssetningu).  Of seint til að ná inn í áramótauppgjör fjölmiðla (kemur út á sama tíma og þeir birta sína lista).  Verður gleymd að ári þegar næstu áramótauppgjör verða birt).  

  Vinsældalistar eru vondur mælikvarði á gæði tónlistar.  Fyrsta smásskífulag Bítlanna (eftir að þeir slógu í gegn) sem náði ekki toppsæti breska vinsældalistans var "Strawberry Fields Forever. Allar götur síðan hefur verið samdóma niðurstaða að það sé eitt besta og merkilegasta lag Bítlanna.  Hafi valdið straumhvörfum í dægurtónlist sjöunda áratugarins.   

Jens Guð, 12.12.2017 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband