Íslandsvinur hannar neyđarhjálpardróna

  Á fyrri hluta aldarinnar var breski olympíuskylmingameistarinn og rokksöngvarinn Bruce Dickinson međ annan fótinn á Íslandi.  Hann var flugmađur hjá Iceland Express og söng - og syngur enn - međ ţungarokkshljómsveitinni Iron Maiden.

  Heimsathygli vakti um áriđ ţegar Iron Maiden var ađalnúmer á Hróarskeldurokkhátíđinni í Danmörku.  Ađdáendur Iron Maiden frá Ameríku og víđar tóku framhaldsflug frá Keflavík.  Andlitiđ datt af ţeim viđ flugtak ţegar flugmađurinn kynnti sig í hátalarakerfi:  Bruce Dickinson.   

  Brúsi er um margt ólíkur rokkstjörnuímyndinni.  Hann hefur aldrei notađ vímuefni.  Ţess í stađ lćrđi hann sagnfrćđi; hefur skrifađ sagnfrćđibćkur.  Söngtextar hans bera merki áhuga hans á sögunni.  A sviđi er hann engu ađ síđur rokkstjarnan sem gefur allt í botn.  Hann segist vera rosalega ofvirkur.  Sú er ástćđan fyrir ţví ađ hann sniđgengur vímuefni - vitandi ađ annađ hvort er í ökkla eđa eyra.  Aldrei neitt ţar á milli.

  Ađ undanförnu hefur Brúsi unniđ ađ hönnun neyđarhjálpardróna;  flygildis sem getur boriđ hjálpargögn til fólks á hamfarasvćđum ţar sem öđrum leiđum verđur illa viđ komiđ.  Uppskrift hans gengur út á ađ koma hjálpargögnum til 50 manns á einu bretti.  Ţar á međal vatni, mat og sjúkravörum.  

  Útgangspunkturinn og sérstađa í hönnun Brúsa er ađ flygildiđ sé kolefnafrítt.  Jafnframt svo ódýrt í innkaupum og ódýrt í rekstri ađ hjálparsveitum muni ekki um ađ bćta ţví í búnađ sinn.  

  Brúsi er 60 ára og hefur selt yfir 100 milljónir platna. 

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bruce Dickinson er séní á svo mörgum sviđum. Minnir mig svolítiđ á David Bowie ađ ţví leiti. Einhverntíma las ég ađ Bruce hafi reynt ađ vera ekki mjög gáfulegur í viđtölum á fyrstu árum Iron Maiden. Kanski vegna ţess ađ ţađ var svo rosalega villt líferni hjá flytjendum ţeirrar frábćru tónlistar sem ţungarokkiđ er. Hins vegar eru textar hans gáfulegri en flestir ađrir textar ţungarokksins og sagnfrćđi kunnáttan leynir sér ekki. Og já, aldeilis frábćr söngvari líka hann Bruce Dickinson.

Stefán (IP-tala skráđ) 25.1.2018 kl. 19:44

2 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ég man ekki eftir gömlum viđtölum viđ Brúsa en í síđari tíma viđtölum ţá leynir sér ekki ađ hann er bráđgáfađur og fjölfróđur. 

Jens Guđ, 29.1.2018 kl. 00:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband