Sápuóperan endalausa

  Þessa dagana auglýsir Skeljungur grimmt eftir starfsfólki:  Sölumönnum í Reykjavík og einnig umboðsmanni á Austurlandi.  Þetta er athyglisvert.  Ekki síst í ljósi þess að fyrir jól sagði fyrirtækið upp 29 manns (um það bil þriðjungur starfsliðs).  Sennilega eru hinir brottræku enn á launaskrá en var gert að yfirgefa vinnustaðinn samdægurs.

  Hröð starfsmannavelta og óreiða einkenna reksturinn.  Líka tíð eigendaskipti.  Nýir eigendur hafa komið,  ryksugað fyrirtækið innanfrá og farið.  Hver á fætur öðrum.  Einn hirti meira að segja - í skjóli nætur - öll málverk ofan af veggjum.  

  Nýr forstjóri tók til starfa í vetrarbyrjun.  Hann er búsettur í Færeyjum og fjarstýrir Skeljungi þaðan.  Hans fyrsta verk í forstjórastóli var að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu á undirverði og selja þau daginn eftir á fullu verði.  Mismunur/hagnaður skilaði honum yfir 80 milljónum króna í vasa á þessum eina degi.  

  Lífeyrissjóðirnir eru alltaf reiðubúnir að kaupa hlutabréfin á hæsta verði.  Jafnvel á yfirverði - eins og eftir að fyrirtækið sendi út falsfrétt um að það væri að yfirtaka verslunarkeðjuna 10-11.  Það var bara plat til að snuða lífeyrissjóði. 

  Þetta er sápuóperan endalausa.  

  magn.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Innlegg í aðra sápuóperu. :)

https://youtu.be/mYynxVjNHyI

Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2018 kl. 17:37

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo gæti færeyska hljómsveitin Tyr séð um lögin fyrir þessa sápuóperu!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.1.2018 kl. 19:14

3 identicon

Stór flugfélög hafa yfirgefið Skeljung. Viðskiptavinir hafa yfirgefið bensínstöðvar sem áður báru nafn Skeljungs og þar áður Shell merkið og eldsneytisdælur virðast standa auðar langtímum saman. Innandyra klórar starfsfólk 10-11 sér í hausum yfir sveittum pylsum. Margir bestu og reyndustu starfsmenn fyrirtækisins hafa ýmist verið reknir,  yfirgefið fyritækið eða eru á förum. Sumir fyrrum sölumenn og aðrir brottreknir starfsmenn Skeljungs eru komnir eða eru á leið yfir til helstu samkeppnisaðila. Fyrrum knattspyrnumaður frá Akranesi hefur verið fenginn til að skora innanhúss og utan, en ,, það er erfitt að búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít ", svo vísað sé til föðurhúsanna. Leiguhúsnæði undir allt of stórar skrifstofur er dýrt í Borgartúninu. Í Færeyjum situr svo enn einn forstjóri Skeljungs sem náð hefur að fylla vasa af gulli úr olíusulli. Hvernig mun þetta fyrirtæki líta út þegar sá næsti tekur við ?     

Stefán (IP-tala skráð) 18.1.2018 kl. 20:08

4 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar, snilldarskets!

Jens Guð, 19.1.2018 kl. 10:05

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurðir I B,  það hljómar vel!

Jens Guð, 19.1.2018 kl. 10:08

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  uppsagnir á þriðjungi starfsfólks bendir til samdráttar.  Og það ekkert smá. 

Jens Guð, 19.1.2018 kl. 10:17

7 identicon

Þeir eru nú í góðum viðskiftum hjá Cosco.

Einar (IP-tala skráð) 19.1.2018 kl. 13:38

8 Smámynd: Jens Guð

Einar,  Costco fær bensínið á strípuðu innkaupsverði frá Skeljungi.  Fjárhagslegur ávinningur er enginn. Aðeins að halda öðrum olíufélögum frá Costco.   

Jens Guð, 19.1.2018 kl. 18:28

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þegar Jóni í Skalla var mokað út, með skepnuskap af Höfðanum, hófst hnignunartímabil Skeljungs í veitingarekstri, sem enn stendur yfir. "Stöðin" skyldi hún heita, þjóðvegasjoppan sem átti að redda öllu saman, en allir muna hvernig það rugl fór. 

 Meira að segja ein af betri mjólkurkúm fyrirtækisins, sem staðsett var í Borgarnesi, var jöfnuð við jörðu og einhver afkáralegasta sjoppuómynd sem risið hefur á Íslandi leit dagsins ljós. Hundruðir milljóna hurfu út í buskann og engin teikn á lofti um að fyrirtækið fái rönd við reist í veitingarekstri úr þessu. 

 Spái því að ekki líði á löngu að allar eldsneytisstöðvar Skeljungs verði mannlausar með öllu og fyrirtækið eingöngu rekið með sjálfsölum. Mannlega þættinum hafa þeir glatað fyrir löngu og það kann almenningur lítt að meta.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2018 kl. 21:01

10 identicon

Íslandsbankaliðið sem yfirtók Skeljung og henti Jóni Skalla út og ber ábyrgð á þessum kofa í Borgarnesi stoppaði stutt við, en náði þó að ganga út með fulla vasa fjár eftir að hafa selt höfuðstöðvarnar og komið skrifstofum fyrir í dýru leiguhúsnæði í Borgartúni. Haft er fyrir satt, að þar með hafi augljós hnignun fyrirtækisins virkilega hafist og mannlega þættinum fórnað á altari mammons. Síðan var einum forstjóra fórnað og framkvæmdastjórum með, líka reyndustu sölustjórum og öllum útimönnum. Slíkt fyrirtæki getur ekki talist framsækið. Ef ég ætti heima á Íslandi myndi ég leggja blómsveiga á kalda minnisvarðana ... sjálfsalana.    

Stefán (IP-tala skráð) 19.1.2018 kl. 22:00

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Dittó, Stefán.

Halldór Egill Guðnason, 20.1.2018 kl. 02:14

12 Smámynd: Jens Guð

Halldór Egill,  eldsneytisstöðvar Skeljungs eru þegar svo gott sem ómannaðar.  Að vísu eru nokkrar staðsettar á hlaði 10-11 verslana en aðrar bara einar og sér - sjálfssalar fjarri þjónustu.  Þær sem eru staðsettar á plani 10-11 eru líka sjálfssalar því að búðarlokurnar mega ekki aðstoða úti á plani.  Samt laumast þær til þess í neyðartilfellum,  svo sem þegar einhver ræður ekki við dælu vegna fötlunar.  Starfsmenn 10-11 eru ótryggðir úti á plani.   

Jens Guð, 20.1.2018 kl. 16:58

13 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#10), ég hleyp í skarðið og legg blómsveigana í fjarveru þinni á sjálfsalana. 

Jens Guð, 20.1.2018 kl. 17:03

14 identicon

Samkvæmt mínum heimildum hefur Skeljungur hvorki burði né getu til að reka smurstöðvar ... ekki eina og flytja þó inn smurolíur frá Póllandi.

Stefán (IP-tala skráð) 20.1.2018 kl. 23:15

15 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  lífeyrissjóðirnir togast þeim mun fastar um hlutabréf Skeljungs á yfirverði sem samdrátturinn og hrunið er meira.  Þess á milli dæla þeir peningum í United Silicon.   

Jens Guð, 25.1.2018 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband