Sįpuóperan endalausa

  Žessa dagana auglżsir Skeljungur grimmt eftir starfsfólki:  Sölumönnum ķ Reykjavķk og einnig umbošsmanni į Austurlandi.  Žetta er athyglisvert.  Ekki sķst ķ ljósi žess aš fyrir jól sagši fyrirtękiš upp 29 manns (um žaš bil žrišjungur starfslišs).  Sennilega eru hinir brottręku enn į launaskrį en var gert aš yfirgefa vinnustašinn samdęgurs.

  Hröš starfsmannavelta og óreiša einkenna reksturinn.  Lķka tķš eigendaskipti.  Nżir eigendur hafa komiš,  ryksugaš fyrirtękiš innanfrį og fariš.  Hver į fętur öšrum.  Einn hirti meira aš segja - ķ skjóli nętur - öll mįlverk ofan af veggjum.  

  Nżr forstjóri tók til starfa ķ vetrarbyrjun.  Hann er bśsettur ķ Fęreyjum og fjarstżrir Skeljungi žašan.  Hans fyrsta verk ķ forstjórastóli var aš kaupa hlutabréf ķ fyrirtękinu į undirverši og selja žau daginn eftir į fullu verši.  Mismunur/hagnašur skilaši honum yfir 80 milljónum króna ķ vasa į žessum eina degi.  

  Lķfeyrissjóširnir eru alltaf reišubśnir aš kaupa hlutabréfin į hęsta verši.  Jafnvel į yfirverši - eins og eftir aš fyrirtękiš sendi śt falsfrétt um aš žaš vęri aš yfirtaka verslunarkešjuna 10-11.  Žaš var bara plat til aš snuša lķfeyrissjóši. 

  Žetta er sįpuóperan endalausa.  

  magn.jpg


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jón Steinar Ragnarsson

Innlegg ķ ašra sįpuóperu. :)

https://youtu.be/mYynxVjNHyI

Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2018 kl. 17:37

2 Smįmynd: Siguršur I B Gušmundsson

Svo gęti fęreyska hljómsveitin Tyr séš um lögin fyrir žessa sįpuóperu!!!

Siguršur I B Gušmundsson, 18.1.2018 kl. 19:14

3 identicon

Stór flugfélög hafa yfirgefiš Skeljung. Višskiptavinir hafa yfirgefiš bensķnstöšvar sem įšur bįru nafn Skeljungs og žar įšur Shell merkiš og eldsneytisdęlur viršast standa aušar langtķmum saman. Innandyra klórar starfsfólk 10-11 sér ķ hausum yfir sveittum pylsum. Margir bestu og reyndustu starfsmenn fyrirtękisins hafa żmist veriš reknir,  yfirgefiš fyritękiš eša eru į förum. Sumir fyrrum sölumenn og ašrir brottreknir starfsmenn Skeljungs eru komnir eša eru į leiš yfir til helstu samkeppnisašila. Fyrrum knattspyrnumašur frį Akranesi hefur veriš fenginn til aš skora innanhśss og utan, en ,, žaš er erfitt aš bśa til kjśklingasalat śr kjśklingaskķt ", svo vķsaš sé til föšurhśsanna. Leiguhśsnęši undir allt of stórar skrifstofur er dżrt ķ Borgartśninu. Ķ Fęreyjum situr svo enn einn forstjóri Skeljungs sem nįš hefur aš fylla vasa af gulli śr olķusulli. Hvernig mun žetta fyrirtęki lķta śt žegar sį nęsti tekur viš ?     

Stefįn (IP-tala skrįš) 18.1.2018 kl. 20:08

4 Smįmynd: Jens Guš

Jón Steinar, snilldarskets!

Jens Guš, 19.1.2018 kl. 10:05

5 Smįmynd: Jens Guš

Siguršir I B,  žaš hljómar vel!

Jens Guš, 19.1.2018 kl. 10:08

6 Smįmynd: Jens Guš

Stefįn,  uppsagnir į žrišjungi starfsfólks bendir til samdrįttar.  Og žaš ekkert smį. 

Jens Guš, 19.1.2018 kl. 10:17

7 identicon

Žeir eru nś ķ góšum višskiftum hjį Cosco.

Einar (IP-tala skrįš) 19.1.2018 kl. 13:38

8 Smįmynd: Jens Guš

Einar,  Costco fęr bensķniš į strķpušu innkaupsverši frį Skeljungi.  Fjįrhagslegur įvinningur er enginn. Ašeins aš halda öšrum olķufélögum frį Costco.   

Jens Guš, 19.1.2018 kl. 18:28

9 Smįmynd: Halldór Egill Gušnason

 Žegar Jóni ķ Skalla var mokaš śt, meš skepnuskap af Höfšanum, hófst hnignunartķmabil Skeljungs ķ veitingarekstri, sem enn stendur yfir. "Stöšin" skyldi hśn heita, žjóšvegasjoppan sem įtti aš redda öllu saman, en allir muna hvernig žaš rugl fór. 

 Meira aš segja ein af betri mjólkurkśm fyrirtękisins, sem stašsett var ķ Borgarnesi, var jöfnuš viš jöršu og einhver afkįralegasta sjoppuómynd sem risiš hefur į Ķslandi leit dagsins ljós. Hundrušir milljóna hurfu śt ķ buskann og engin teikn į lofti um aš fyrirtękiš fįi rönd viš reist ķ veitingarekstri śr žessu. 

 Spįi žvķ aš ekki lķši į löngu aš allar eldsneytisstöšvar Skeljungs verši mannlausar meš öllu og fyrirtękiš eingöngu rekiš meš sjįlfsölum. Mannlega žęttinum hafa žeir glataš fyrir löngu og žaš kann almenningur lķtt aš meta.

 Góšar stundir, meš kvešju aš sunnan.

Halldór Egill Gušnason, 19.1.2018 kl. 21:01

10 identicon

Ķslandsbankališiš sem yfirtók Skeljung og henti Jóni Skalla śt og ber įbyrgš į žessum kofa ķ Borgarnesi stoppaši stutt viš, en nįši žó aš ganga śt meš fulla vasa fjįr eftir aš hafa selt höfušstöšvarnar og komiš skrifstofum fyrir ķ dżru leiguhśsnęši ķ Borgartśni. Haft er fyrir satt, aš žar meš hafi augljós hnignun fyrirtękisins virkilega hafist og mannlega žęttinum fórnaš į altari mammons. Sķšan var einum forstjóra fórnaš og framkvęmdastjórum meš, lķka reyndustu sölustjórum og öllum śtimönnum. Slķkt fyrirtęki getur ekki talist framsękiš. Ef ég ętti heima į Ķslandi myndi ég leggja blómsveiga į kalda minnisvaršana ... sjįlfsalana.    

Stefįn (IP-tala skrįš) 19.1.2018 kl. 22:00

11 Smįmynd: Halldór Egill Gušnason

Dittó, Stefįn.

Halldór Egill Gušnason, 20.1.2018 kl. 02:14

12 Smįmynd: Jens Guš

Halldór Egill,  eldsneytisstöšvar Skeljungs eru žegar svo gott sem ómannašar.  Aš vķsu eru nokkrar stašsettar į hlaši 10-11 verslana en ašrar bara einar og sér - sjįlfssalar fjarri žjónustu.  Žęr sem eru stašsettar į plani 10-11 eru lķka sjįlfssalar žvķ aš bśšarlokurnar mega ekki ašstoša śti į plani.  Samt laumast žęr til žess ķ neyšartilfellum,  svo sem žegar einhver ręšur ekki viš dęlu vegna fötlunar.  Starfsmenn 10-11 eru ótryggšir śti į plani.   

Jens Guš, 20.1.2018 kl. 16:58

13 Smįmynd: Jens Guš

Stefįn (#10), ég hleyp ķ skaršiš og legg blómsveigana ķ fjarveru žinni į sjįlfsalana. 

Jens Guš, 20.1.2018 kl. 17:03

14 identicon

Samkvęmt mķnum heimildum hefur Skeljungur hvorki burši né getu til aš reka smurstöšvar ... ekki eina og flytja žó inn smurolķur frį Póllandi.

Stefįn (IP-tala skrįš) 20.1.2018 kl. 23:15

15 Smįmynd: Jens Guš

Stefįn,  lķfeyrissjóširnir togast žeim mun fastar um hlutabréf Skeljungs į yfirverši sem samdrįtturinn og hruniš er meira.  Žess į milli dęla žeir peningum ķ United Silicon.   

Jens Guš, 25.1.2018 kl. 01:38

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband