Gríðarmikill uppgangur í færeyskri ferðaþjónustu

  Lengst af aflaði sjávarútvegur um 97-99% af gjaldeyristekjum Færeyinga.  Svo bar til tíðinda að sumarið 2015 og aftur 2016 stóð 500 manna hópur hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd vakt í Færeyjum til að hindra marsvínadráp.  Aðgerðir þeirra voru afar klaufalegar.  Skiluðu engum árangri nema síður væri.  Varð þeim til háðungar.  

  500 manna hópur SS-liðanna klaufaðist til að auglýsa og kynna á samfélagsmiðlum út um allan heim fagra náttúru Færeyja.  Með þeim árangri að ferðamannaiðnaður tekið risakipp.  Í dag aflar ferðamannaiðnaðurinn 6,4% af gjaldeyristekjum Færeyinga.  Vöxturinn er svo brattur að gistirými anna ekki eftirspurn.  Þegar (ekki ef) þú ferð til Færeyja er nauðsynlegt að byrja á því að bóka gistingu.  Annars verða vandræði.

  Inn í dæmið spilar að samtímis hafa færeyskir tónlistarmenn náð sterkri stöðu á alþjóðamarkaði.  Mestu munar um álfadrottninguna Eivöru,  þungarokkshljómsveitina Tý,  trúbadúrana Teit,  Lenu Anderssen og Högna,  pönksveitina 200,  kántrý-kónginn Hall Jóensen,  heimstónlistarhljómsveitina (world music) Yggdrasil og marga fleiri.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vonandi eyðileggja þeir ekki landið sitt í græðgisvæðingu eins og hrægammarnir á Íslandi!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.5.2018 kl. 13:01

2 identicon

Ef þeir verða fyrir því sama og við þá verða þeir að setja kvóta, eins og við hefðum átt að gera fyrir löngu. Græðgisvæðinging hér, Sigurður, er tilkominn vegna þess að mörgum Íslendingum finnst all í góðu að ræna landa sína og aðra m.ö.o. Þjófar og rumpulýður.

Sigthor Hrafnsson (IP-tala skráð) 5.5.2018 kl. 16:46

3 identicon

Færeyingar vinna örugglega betur saman á flestum sviðum sem þjóð en Íslendingar, sem eru nánast með hverja aðra í einskonar gíslingu. Bankar, verðbréfafyrirtæki, lífeyrissjóðir, útgerðarmenn og ferðaþjónustustuaðilar (okrarar) eru t.d. með íslenska þjóð í nokkurskonar gíslingu. Og búktalarar virðast hafa ljáð núverandi forsætisráðherra Íslands rödd sína og skoðanir, svo að limirnir dansa ekki lengur eftir höfðinu. Og hvernig er svo komið fyrir þjóð sem hefur klárari krimma en fangelsidsmálastjóra ? Ég held að íslendingar geti lært sitthvað af færeyingum í sambandi við stjórnunarmál, nema auðvitað í sambandi við rekstur á olíufélagi eins og sannast hefur.    

Stefán (IP-tala skráð) 5.5.2018 kl. 22:17

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ísland ,Færeyjar og norður Noregur eru öll með aukinn túrisma.. Tilvitnun"Northern Norway has experienced a strong increase in guests from the US, Asia and southern Europe. Numbers are also up slightly among British and German tourists". Aukningin á Íslandi er fordæmalaus en túrisminn blómgast hjá nágrönnum okkar líka.

Hörður Halldórsson, 6.5.2018 kl. 14:57

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég tel litlar líkur á því.  Færeyingar taka lífinu með ró.  Gott dæmi er að Norræna leggst að bryggju í miðbæ Þórshafnar klukkan 7 að morgni.  Verslanir og kaffihús opna ekki fyrr en klukkan 10.  Farþegarnir geta ekkert gert sér til dundurs í þessa 3 klukkutíma nema rölta framhjá lokuðum verslunum og kaffihúsum.  Ferðamálaráð og fleiri hafa til fjölda ára hvatt þjónustuaðila í miðbænum til að opna miklu fyrr þá daga sem Norræna leggst að bryggju.  Enginn hlýðir kallinu.  Þeir eru ekkert að stressa sig á túristum.

Jens Guð, 7.5.2018 kl. 16:02

6 Smámynd: Jens Guð

Sigthór,  það er eiginlega óbeinn kvóti.  Hann felst í skorti á gistirými.  Bæði ég og kunningar mínir hafa ítrekað þurft að fresta heimsóknum til Færeyja vegna þessa.

Jens Guð, 7.5.2018 kl. 16:06

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég tek undir þetta.

Jens Guð, 7.5.2018 kl. 16:07

8 Smámynd: Jens Guð

Hörður,  mér skilst að þetta eigi við um flest lönd í Evrópu.  Ferðamönnum í heiminum fjölgar sem aldrei fyrr.  Mikið framboð á ódýrum flugmiðum hjálpar.  Líka hversu auðvelt er að bóka flug og gistingu á netinu.  Bandaríkjamenn og Kínverjar eru orðnir duglegir við að viðra sig utanlands. 

Jens Guð, 7.5.2018 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband