Hvað er í gangi?

  Ikea er fyrirmyndarfyrirtæki.  Þar fæst allskonar á þokkalegu verði.  Meðal annars sitthvað til að narta í.   Líka ýmsir drykkir til að sötra.  Í kæliskáp er úrval af ungbarnamauki.  Ég er hugsi yfir viðvörunarskilti á skápnum.  Þar stendur skrifað að ungbanamaukið sé einungis ætlað ungbörnum.  Ekki öðrum.

  Brýnt hefur þótt að koma þessum skilaboðum á framfæri að gefnu tilefni.  Hvað gerðist?  Var gamalt tannlaust fólk að hamstra ungbarnamaukið?  Hvert er vandamálið?  Ekki naga tannlausir grísarif eða kjúklingavængi.

tannlausungbarnamauk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo er það erlendir ferðamenn sem kaupa hunda-kattamat fyrir sig sjálft!!

Sigurður I B Guðmundsson, 8.5.2018 kl. 09:37

2 identicon

Þetta er svipað og að auglýsa að verslanir 10/11 séu eingöngu ætlaðar hinum efnameiri ( sem væri þá reyndar líklega satt ).

Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2018 kl. 19:51

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það er ein leiðin til að spara.

Jens Guð, 11.5.2018 kl. 17:03

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þeir eru ríkir þegar þegar þeir ganga inn í búðina en fátækir þegar þeir koma út með innkaupapoka.

Jens Guð, 11.5.2018 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband