Ennþá fleiri gullmolar úr "Ekki misskilja mig vitlaust!"

  "Þrír skór á verði tveggja."  Útvarpsauglýsing frá íþróttavöruversluninni Under Armour vorið 2018.

  "Komið þið sæl - ég verð því miður að afboða forföll á sambandsþingið - óska ykkur góðs gengis.  Kv. Vigdís."  Vigdís Hauksdóttir.

  "Það er hver höndin upp á móti annarri við að hjálpa hinni."  Þórarinn Kristjánsson frá Hólum í Geiradal að lýsa hjálpsemi sveitunga sinna.

  "Hann var frændi minn til fjölda ára,  flutti svo háaldraður til Reykjavíkur og lést þar á besta aldri."  Langi-Sveinn (Sveinn Sveinsson) vörubílstjóri á Selfossi.

  "Ég er í vandræðum með að fá föt á stelpuna því hún er svo ermalöng."  Ína frá Víðidalsá í Steingrímsfirði (Þorsteinsína Guðrún Gestsdóttir) að kaupa peysu á dóttur sína.

  "Þetta voru ekki góð mistök hjá Herði."  Bjarnólfur Lárusson í knattspyrnulýsingu á Stöð 2.

ekki misskilja mig vitlaust 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hjér ein sem keypti sér skósíðar gardínur.

Annar keypti sér lottómiða til að frysta kæfuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2018 kl. 05:32

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli fráskildir séu misskildir?!!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.10.2018 kl. 15:56

3 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar,  góður!

Jens Guð, 12.10.2018 kl. 20:31

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  heldur betur!

Jens Guð, 12.10.2018 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.