Hvers vegna þessi feluleikur?

  Á níunda áratugnum vann ég á auglýsingastofu.  Einn daginn kom Ingvar Helgason á stofuna.  Hann rak samnefnda bílasölu.  Hann sagðist vera að gera eitthvað vitlaust.  Hann væri búinn að kaupa fjölda heilsíðuauglýsinga í dagblöðunum um tiltekinn bíl án viðbragða.  

  Þegar ég skoðaði auglýsingarnar blasti vandamálið við.  Í þeim var bíllinn lofsunginn í bak og fyrir.  Hinsvegar vantaði í auglýsingarnar hver væri að auglýsa;  hver væri að selja bílinn.  Lesandinn gat ekki sýnt nein viðbrögð.

  Ég á fleiri sögur af fyrirtækjum sem auglýsa hitt og þetta án upplýsinga um það hver er að auglýsa og hvar hægt er að kaupa auglýstu vöruna.  

  Í vikunni birtist í Fréttablaðinu heilsíðuauglýsing undir fyrirsögninni "Combo-tilboð".  Þar voru myndir af mat og drykk,  brauðmeti og allskonar á tilboðsverði.  Það er að segja lækkuðu verði - að því er má skiljast.

  Undir auglýsinguna er kvittað "netgíró Kvikk".  Ekkert heimilisfang.  Engin vísbending um hvort um er að ræða sjoppu á Reyðarfirði eða í Keflavík,  Stokkseyri eða Hofsósi.

Ég sló inn netgíró.is. Fyrirbærið reyndist vera einhverskonar peningaplottsdæmi.  Lánar pening,  gefur út greiðslukort og hengir fólk eða eitthvað.

  Ég sló inn "kvikk.is".  Þar reyndist vera bifreiðaverkstæði.  Eftir stendur að ég hef ekki hugmynd um hver er að selja pylsu og gos á 549 kall.  Þangað til ég kemst að því kaupi ég pylsu og gos í Ikea á 245 kall.  Spara 304 krónur í leiðinni.    

pylsa og gos

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver vill pylsur og gos? Ég ætla að elda saltkjöt og baunir í kvöld enda er skítaveður í vændum. Þá þarf maður að fá eitthvað bitastætt.tongue-out

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 2.11.2018 kl. 08:20

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo eru auglýsingar líka birtar um vörur, þar sem nafn og vörumerki koma fram, hvar hægt er að fá hana og jafnvel hvar hún er framleidd, en engar upplýsingar um hvað þessi vara er eða hvers vegna maður ætti að kaupa hana.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2018 kl. 16:16

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég spyr þess sama þegar ég sé 50 manna biðröðina fyrir utan Bæjarins bestu:  "Hver vill pylsu og gos?"

Jens Guð, 3.11.2018 kl. 11:41

4 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar,  þetta er annar flötur leyndarhyggjunnar.

Jens Guð, 3.11.2018 kl. 11:42

5 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það eru mjög margar auglúsingar mjög kjánalegar. Jafnvel útvarpsauglýsingar sem segja eina setningu eins og "Vilt þú smakk? eða "Kveikir það í þér?" Svo ekkert meira. Þetta er líka mjög algengt í prenmiðlum, þar sem maður á að fara í einhvern leik til að finna seljanda vörunnar. Oft notað fyrir bíósýningar eða leikrit. Mjög pirrandi og virkilega fráhrindandi aðferðir...

Siggi Lee Lewis, 3.11.2018 kl. 16:57

6 Smámynd: Jens Guð

Siggi Lee,  ég kannast við þetta.  Líka þegar auglýsendur vita ekki hvað þeir eiga að auglýsa og auglýsa þá eitthvað almennt.  Til dæmis:  "Nú styttist í jólin!".  Eða:  "Það er kominn vetur!"

Jens Guð, 3.11.2018 kl. 18:01

7 identicon

Alveg stórfurðulegt þetta Kvikk dæmi og rándýrt að auki, dæmi: Pylsa og gos 550 krónur - Samloka og gos 700 krónur - Nei takk. 

Stefán (IP-tala skráð) 4.11.2018 kl. 13:08

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta eru einkennilega dýr tilboð.

Jens Guð, 4.11.2018 kl. 16:06

9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo er líka feluleikur hjá sumum "bloggurum" sem vilja alls ekki að fólk viti hver þeir eru!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.11.2018 kl. 20:34

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég hef rekist á það!

Jens Guð, 7.11.2018 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband