4.1.2019 | 00:02
Gleðilegt nýtt ár!
Ég var í útlandinu. Eins og jafnan áður þá fagna ég sigri ljóssins yfir myrkrinu í útlöndum. Að þessu sinni hélt ég upp á hátíð ljóss og friðar í Toronto í Kanada. Toronto er alvöru stórborg, sú fjórða fjölmennasta í Norður-Ameríku. Telur 6 milljónir íbúa. Nokkuð vænn hópur. Íbúar Kanada eru 37 milljónir.
Toronto er friðsamasta og öruggasta borg í Ameríku. Sem er merkilegt vegna þess að hún liggur upp við New York. Þar kalla menn ekki allt ömmu sína þegar kemur að glæpatíðni.
Þetta var mín fyrsta heimsókn til Kanada. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað bresk áhrif eru mikil þarna. Munar þar einhverju um að æðsti þjóðhöfðingi Kanada er breska drottningin. Mynd af henni "prýðir" 20 dollara seðilinn. Fleiri Breta má finna á öðrum dollaraseðlum.
26 desember er stór dagur í Bretlandi. Hann heitir "Boxing Day". Þá ganga Bretar af göflunum. Breskar verslanir losa sig við afgangslager; kýla niður verð til að geta byrjað með hreint borð á nýju ári. Viðskiptavinir slást um girnilegustu kaup. Þaðan dregur dagurinn nafn sitt.
Í Kanada heitir 26. desember líka "Boxing Day". Í Toronto er hamagangurinn ekki eins svakalegur og í Bretlandi. Í og með vegna þess að fjöldi kanadískra verslana auglýsir og eru merktar stórum stöfum "Boxing Week". Lagerhreinsunin varir til og með 1. janúar.
Margir veitingastaðir bjóða upp á enskan morgunverð. Það er svo sem ekki bundið við Kanada. Hérlendis og víða erlendis má finna veitingastaði sem bjóða upp á enskan morgunverð. En það er bresk stemmning að snæða í Kanada enskan morgunverð og fletta í leiðinni dagblaðinu Toronto Sun. Það er ómerkilegt dagblað sem tekur mið af ennþá ómerkilegra dagblaði, breska The Sun. Þetta eru óvönduð falsfrétta slúðurblöð. Kanadíska Sun reynir pínulítið að fela stælinguna á breska Sun. Breska Sun er þekkt fyrir "blaðsíðu 3". Þar er ljósmynd og kynning á léttklæddum stelpum. Oft bara á G-streng einum fata. Í Toronto Sun er léttklædda stelpan kynnt í öftustu opnu.
Meira og mjög áhugavert varðandi kanadísk dagblöð í bloggi helgarinnar.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
Nýjustu athugasemdir
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Stefán, takk fyrir þennan fróðleiksmola. jensgud 1.2.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: ... og smá framhaldssaga hér um hættulega illa þjálfaða hunda .... Stefán 31.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: L, ég veit ekki hvort parið sé saman í dag. jensgud 31.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Þau hõguðu sér allstaðar vel nema heima hjá sér. Viss um hávær ... L 31.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Sigurður I B, snilld! jensgud 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Þetta minnir mig á.... Hjónin eyddu um efni fram og maðurinn sa... sigurdurig 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Jóhann, ég veit ekki hvar þau kynntust. Þín ágiskun er alveg ... jensgud 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Stefán, góður! jensgud 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Getur verið að þetta unga par hafi kynnst í "KLÚBBNUM" og skem... johanneliasson 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Þetta minnir mig á átök innan stjórnmálaflokka þar sem hatur og... Stefán 29.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 5
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 1444
- Frá upphafi: 4123449
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1182
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Gleðilegt ár höfðingi. Geri ráð fyrir að þú hafir skotið þér upp með lyftunni í Nálina? Gengið eða skriðið, eftir lofthræðslustaðli þínum, á glergólfinu. Toronto er einhver skemmtilegasta borg sem hægt er að hugsa sér að heimsækja í Norður-Ameríku. Örstutt niður að Niagara og jafnvel hægt að virða fyrir sér glæpalýðinn hinum megin við ána, án þess að vera rændur eða skotinn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.1.2019 kl. 00:41
Glepilegt ár allir nema þingmenn Miðflokksins ! Margt merkilegra hljómsveita og tónlistarmanna hefur komið frá Toronto s.s. Neil Young, Glenn Could, Jeff Healey, Pat Travers, The Band, Rush og Anvil, svo einhverjir séu nefndir.
Stefán (IP-tala skráð) 4.1.2019 kl. 07:26
Velkominn heim og gleðilegt ár sjálfur.
Held reyndar að þú farir ekki rétt með hugtakið "Boxing day". Sá dagur á sér mun lengri sögu frá því að þjónustufólk í UK vænti þess að fá gjafir frá húsbændum fyrir vel unnin störf. En kannski er ég að misskilja kímnigáfu þína. Og að öðru: Hver er þjóðarréttur Kanadamanna? (Þá meina ég matarhefð).
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 4.1.2019 kl. 08:41
Gleðilegt ár allir nema þingmenn Þjóðvaka, Kvennalistans, Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, ISIS í Mið-Austurlöndum og Sóíaldemókrata í Svíþjóð.
Margt merkilegra söngvara hefur komið frá Toronto, svo sem söngkonan okkar góða hún Emilíana Toronto og ekki má gleyma stórsöngvaranum Geir Ólafs, en hann kom frá Toronto í fyrradag eftir viku dvöl.
Sverrir Stormsker, 4.1.2019 kl. 18:21
Fékkstu þér "canada dry"??
Sigurður I B Guðmundsson, 4.1.2019 kl. 18:22
Jens, það gleður mig að þú skulir fagna fæðingu frelsarans Jesú Krists, hvort sem þú fagnar erlendis eða heima á Íslandi. Fleiri trúleysingjar mættu taka þig til fyrirmyndar og snúa sér líka frá myrkri til ljóss.
Theódór Norðkvist, 4.1.2019 kl. 21:10
Það er þó gott til þess að vita að Torontobúar virðast hafa sloppið blessunarlega við skrækróma og smeðjulega rödd Stormskers, sem ekkert hefur spurst til í áratug eða meira. Gott samt að vita að Stormsker lifir, gleymdur, en hefur kanski fullorðnast aðeins og fundið frið í hjarta ?
Stefán (IP-tala skráð) 5.1.2019 kl. 11:36
Halldór Egill, gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir samskiptin á síðustu árum. Ég hætti við að fara upp í útsýnisturninn þegar biðröðin spannaði hálfan annan tíma.
Jens Guð, 6.1.2019 kl. 18:51
Stefán (#2), við höfum líka fengið vondar sendingar frá Kanada á borð við Justin Bieber og Celene Dion.
Jens Guð, 6.1.2019 kl. 18:54
Sigurður Bjarklind, öll mín skrif eru galgoplegt gaspur. Engin heimildavinna. Bara bullað og vaðið á súðum.
Jens Guð, 6.1.2019 kl. 18:58
Sverrir, ég næ gleðilegri afmæliskveðju frá þér. Tilheyri engum þeim sem þú undanskilur í upptalningunni.
Jens Guð, 6.1.2019 kl. 19:15
Sigurður I B, ég er svo heppinn að þykja allir gosdrykkir vondir. Eða kannski öllu heldur ekkert góðir.
Jens Guð, 6.1.2019 kl. 19:16
Theódór, , ég segi amen eftir efninu.
Jens Guð, 7.1.2019 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.