Fátæklegt jólaskraut

  Gistiheimili sem ég dvaldi á í Toronto yfir jólin er staðsett í 2ja kílómetra fjarlægð frá miðborginni.  Engu að síður gat ég ekki þverfótað fyrir spennandi veitingastöðum og óspennandi verslunum af öllu tagi.  Ég tel mig lánsaman að hafa engan áhuga á verslunum - ef frá eru taldar matvöruverslanir sem selja vatn og dagblöð,  svo og búðir sem selja bjór.  

  Í Toronto er bjór seldur í the Beer Store.  Viðskiptavinurinn fær ekki að sjá neinn bjór þegar mætt er á svæðið.  Hann gengur að afgreiðsluborði og tilkynnir afgreiðslumanneskju hátt og skýrt hvaða bjór hann vill kaupa.  Afgreiðslumanneskjan bregður sér þá bak við luktar dyr.  Nokkru síðar birtist hún aftur með bjórkippur í gráum plastpoka. 

  Mér skilst að aðrar verslanir selji annarsvegar léttvín og hinsvegar sterkt vín.  Ég átti ekki erindi í þær.  Sannreyndi ekki dæmið.

  Í miðbæ Toronto var mikill og stórfenglegur jólamarkaður.  Yfirgengilegar jólaskreytingar í ýktasta stíl.  Þeim mun merkilegra er að þar fyrir utan fór lítið fyrir jólaskreytingum.  Á gistiheimilinu sem ég dvaldi á var í setustofu plastjólatré.  Um 1,5 metri á hæð.  Um 30 cm þar sem það var breiðast.  Ekkert skraut.   

  Á rölti mínu um nágrennið sá ég inn um glugga að sami stíll var í öðrum gistiheimilum og hótelum.  Óskreytt jólatré og engar aðrar jólaskreytingar.  Gengt gistiheimili mínu er vegleg verslunarmiðstöð (mall) með tilheyrandi matsölustöðum og verslunum.  Hvergi örlaði á jólaskreytingum.   

  Í Toronto máttu íbúar henda jólatrénu út á stétt 7. janúar.  Um leið máttu þeir henda út á stétt allskonar húsgögnum og tölvum.  Sorphirðan er til fyrirmyndar.

jólatré


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sæll Jens, hér þarf ég að leiðrétta þig örlitið.  The Beer Store (keðjan) er ekki í opinberri eigu.  Að mestu leyti eru hún í eigu þriggja bjórrísa.  Molson-Coors, Anheuser-Busch og Sapporo.  Eignarhlutur þeirra er þó í gegnum "innlenda" bjórframeleiðendur. Einnig eiga ca 30 smáir innlendir framleiðendur prósentubrot.

LCBO, er hins vegar "ríkið" í Toronto og Ontario og er í eigu Fylkisins.

Það er síðan stuttur tími síðan slakað var á áfengislögum í Ontario og nú mega sumar matvöruverslanir selja bjór, cider og einstaka jafnvel léttvín einnig.

Síðan mega framleiðendur reka verslanir með sínar eigin vörur, sem mjög margir þeirra smærri gera á framleiðslustöðum sínum (einstaka vínframleiðandi á nokkrum stöðum).

Það síðastnefnda er nokkuð sem ég held að Íslendingar ættu að velta fyrir sér, jafnvel þó að þeir þrjóskist við að auka frelsi almennt í áfengissölu.

G. Tómas Gunnarsson, 10.1.2019 kl. 07:36

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli "afmælisbarninu" sé ekki skítt sama um þetta (ekki) jólaskraut!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.1.2019 kl. 11:57

3 Smámynd: Jens Guð

G. Tómas,  bestu þakkir fyrir leiðréttinguna.

Jens Guð, 11.1.2019 kl. 11:48

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég reikna með því.

Jens Guð, 11.1.2019 kl. 11:49

5 Smámynd: Jens Guð

Til gamans má geta að Biblían fordæmir jólatré og jólaskreytingar.  Þar segir:  Hagið ykkur ekki eins og heiðingjar sem bera lifandi tré inn í hús og skreyta með gulli.

Jens Guð, 12.1.2019 kl. 18:04

6 identicon

Hvar stendur þetta í Biblíunni?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 13.1.2019 kl. 16:53

7 Smámynd: Jens Guð

Þorvaldur,  þetta er í Jeremia 10.  Nákvæmt orðalag er mismunandi eftir þýðingum.  Mín tilvitnun var skrifuð eftir lauslegu minni - og þess vegna ekki innan gæslappa.  En boðskapurinn stendur.

Jens Guð, 14.1.2019 kl. 01:40

8 identicon

Jens og hinir. Það eru bara rúmlega 2000 ár síðan Jesús fæddist, en mannkynið hefur örugglega fagnað endurfæðingu sólar frá örófi alda. Með akuryrkju varð það ennþá mikilvægara en áður að hafa á hreinu tímasetn. til að sá og uppskera. Elsta sólarhof sem fundist hefur er 12 þús. ára, uppi á fjalli þar sem nú kallast Tyrkland og staðurinn Göbekli Tepe. Þess vegna mega allir hafa uppi það skraut sem þeim sýnist, jafnt kristnir sem ókristnir.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 14.1.2019 kl. 14:58

9 identicon

Það þarf nú góðan vilja til að tengja saman skurðgoðasmíðina sem lýst er hjá Jeremía og jólatré.  Hitt er svo annað mál að boðorðin tíu banna að gera myndir af Guði.  2. Mósebók:

1Guð talaði öll þessi orð og sagði: 2"Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. 3Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

4Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. 5Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, 6en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

Jeremía 10:

 

Siðir þjóðanna eru hégómi. Menn höggva tré í skógi, og trésmiðurinn lagar það til með öxinni, 4hann prýðir það silfri og gulli, hann festir það með nöglum og hömrum, svo að það riði ekki.

5Skurðgoðin eru eins og hræða í melónugarði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki, því að þau geta ekki gjört mein, en þau eru ekki heldur þess umkomin að gjöra gott.

6Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. 7Hver skyldi eigi óttast þig, konungur þjóðanna? Já, þú ert þess maklegur, því að meðal allra spekinga þjóðanna og í öllu ríki þeirra er enginn þinn líki.

8Allir saman eru þeir óskynsamir og fávísir, þeir þiggja fræðslu hinna fánýtu guða, sem eru úr tré. 9Silfurplötur eru fluttar frá Tarsis, og gull frá Úfas, þeir eru verk trésmiðsins og gullsmiðsins. Klæðnaður þeirra er gjörður af bláum og rauðum purpura, verk hagleiksmanna eru þeir allir. 10En Drottinn er sannur Guð. Hann er lifandi Guð og eilífur konungur. Fyrir reiði hans nötrar jörðin, og þjóðirnar fá eigi þolað gremi hans.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.1.2019 kl. 15:57

10 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 14.1.2019 kl. 18:10

11 Smámynd: Jens Guð

Þorvaldur,  það eru ýmsar túlkanir á þessu.  Ein er sú að athöfnin að höggva niður tré og bera inn í hús sé ekki til góðrar fyrirmyndar. 

The second-century Christian theologian Tertullian condemned those Christians who celebrated the winter festivals, or decorated their houses with laurel boughs in honor of the emperor:  “Let them over whom the fires of hell are imminent, affix to their posts, laurels doomed presently to burn: to them the testimonies of darkness and the omens of their penalties are suitable. You are a light of the world, and a tree ever green. If you have renounced temples, make not your own gate a temple.” Other Christian leaders condemned the “pagan” practice of christmas trees, including the Pilgrim’s second governor, William Bradford. The Jehovah’s Witnesses, the Worldwide Church of God (recent post at http://worldwidechurchgod.blogspot.com/2009/12/call-for-christmas-tree-sellers-to.html) and many fundamentalist Christian groups still forbid Christmas trees. Notice the Worldwide Church of God link mentions Jeremiah 10 as well.

Jens Guð, 14.1.2019 kl. 18:14

12 identicon

Sæll aftur Jens. Það er búið að efnagreina leifarnar af því sem sóldýrkendurnir átu og drukku við hátíðir sínar þarna f. 10 þús.+ árum, og einnig við Stonehenge (líka sólarhof), sem byrjað var að byggja f. um 5 þús. árum. Það hljómar kunnuglega: bjór og grillað svínakjöt.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 14.1.2019 kl. 20:15

13 identicon

Já, það er mörg túlkunin. Og margur túlkandinn. En aungvu að síður gæti reynst sérvitringum erfitt að sannfæra almenna Kristlinga um að tré innanhúss sé Guði andstyggilegt. Mætti þá ekki hafa borð og stóla af tré? Kynda með timbri? Skreyta með tréverkum?

Meint jólatrésbann biblíunnar er svo langsótt að venjulegt fólk sér það ekki í Hubbles græju.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 14.1.2019 kl. 20:24

14 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  enn og aftur þakkir fyrir fróðleik.

Jens Guð, 15.1.2019 kl. 00:20

15 Smámynd: Jens Guð

Þorvaldur,  þú ert alveg með þetta.  Mig langar engu að síður að skjóta að í framhjáhlaupi:  Anna Marta frænka mín á Hesteyri hafði aldrei skilning á því hvernig einhver gat haldið hvíldardag heilagan á öðrum degi en laugardegi.  Texti Biblíunnar um hvíldardaginn er ekkert óskýr.

Jens Guð, 15.1.2019 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.