Hvađa Bítill var gáfađastur?

 

  Augljósa svariđ er John Lennon.  Eđa hvađ?  Svo skemmtilega vill til ađ allir Bítlarnir tóku greindarpróf (IQ) á unglingsárum í skólanum sínum.  Einhverra hluta vegna ber heimildum ekki saman um skor Lennons.  Flestar herma ađ hans IQ hafi mćlst 165.  Ađrar heimilidir gefa upp 140.  Enn ađrar 150.  Ég hallast ađ hćrri tölunum.  Í skóla velti John fyrir sér hvort ađ hann vćri ofviti eđa klikkađur.  Hann undrađist hvađ hann átti létt međ ađ máta kennara í tilsvörum.  Á sama tíma upplifđi hann ýmislegt sérkennilegt.  Til ađ mynda sá hann nöfn og orđ í lit.  Engir ađrir sem hann ţekkti gerđu ţađ.  Ađ auki samdi hann smásögur sem voru svo "sýrđar" ađ hann varđ ringlađur.

  Paul McCartney mćldist međ 137 IQ.  George Harrison 117 IQ.  Ringo er sagđur hafa veriđ skammt undan Harrison.  Međagreind er 100 IQ.  Allir Bítlarnir voru ţví yfir međalgreind.  Ţađ ţarf ekki ađ koma á óvart.  Yfirburđir Bítlanna á tónlistarsviđi stađfesta ţađ ásamt mörgu öđru. Kannski gáfađasta rokkhljómsveit sögunnar.  Ofurgreind er skilgreind sem !Q 140 og ţar yfir. 

  Engum blöđum er um ađ fletta ađ John Lennon var bráđgáfađur.  Leiftrandi góđur húmoristi í tilsvörum,  bráđskemmtilegur og fyndinn smásagnahöfundur og einn af bestu ljóđskáldum rokksins.  

  Gáfur eru eitt.  Annađ ađ nýta ţćr á besta hátt.  John Lennon stríddi viđ ótal vandamál sem hann kunni ekki ađ vinna úr.  Ţau fylgdu honum alla ćvi.  Hann ólst ekki upp hjá foreldrum sínum.  Hann kynntist ţeim ekki fyrr en á fullorđinsárum.  Hann ólst upp hjá frćnku sinni.  Hann kallađi hana aldrei mömmu.  Hann kallađi hana Mimi frćnku.  Hún var ströng,  kuldaleg, stíf og afar snobbuđ millistéttarfrú.  Hann var henni erfiđur; reif kjaft og var óhlýđinn.  Hún skammađi hann fyrir ađ umgangast lágstéttarguttana Paul og George.  Til gamans má geta ađ pabbi Pauls varađi hann viđ ađ umgangast John.  Ţađ myndi ađeins leiđa til vandrćđa.  John var alrćmdur í Liverpool fyrir ađ vera kjaftfor og árásargjarn uppvöđsluseggur.  Paul segir ađ allir unglingar í Liverpool hafi vitađ af honum.  Hann var svo fyrirferđamikill.  Paul fannst John vera ađaltöffari Liverpool. 

  John drakk áfengi og reykti frá barnsaldri.  Hann var alki en hellti sér út í gríđarmikla eiturlyfjaneyslu sem leysti drykkjuna af hólmi um nokkurra ára skeiđ.

  Samskipti hans viđ Mimi frćnku á uppvaxtarárum voru án hlýju og fađmlaga.  Hann reyndist henni vel á fullorđinsárum.  Gaf henni risastórt hús - ađ hennar sögn alltof stóra höll - í Liverpool og hringdi í hana aldrei sjaldnar en vikulega.  Oft tvisvar eđa ţrisvar í viku.

  Samskipti Johns viđ eiginmann Mimi frćnku voru betri.  Sá var léttur og hress.  Hann gaf John munnhörpu.  Hann náđi góđum tökum á henni.  Ţegar upptökustjórinn George Martin tók ákvörđun um ađ gera plötusamning viđ Bítlana ţá var ţađ munnhörpuleikurinn sem heillađi hann umfram annađ.  Fóstrinn dó er John var 12 ára.  Ţar međ missti hann sinn besta vin fram til ţessa. 

  John Lennon sríddi viđ skapofsaköst.  Hann fór á bari til ađ slást.  Hann lamdi skólafélaga sína,  hann lamdi spilafélaga sína í hljómsveitinni sem varđ Bítlarnir.  Hann lamdi Paul.  Hann lamdi Cyntheu fyrri konu sína.  Í viđtali viđ tímaritiđ Playboy sagđist hann sjá eftir ţví ađ hafa ekki lamiđ George Harrison ţegar sá tók ólundarkast eftir ađ Yoko át súkkulađikex hans.   

  John burđađist međ áfallastreituröskun.  Á fyrstu sólóplötu hans er upphafslagiđ,  "Mother",  sársaukafullur reiđisöngur í garđ foreldra sinna fyrir ađ hafa yfirgefiđ hann.  Reyndar kynntist hann mömmu sínni óvćnt um fermingaraldur.  Hún hafđi allan tímann búiđ í nćstu götu án ţess ađ hann hefđi hugmynd um ţađ.  Gáfurnar og tónlistarhćfileika erfđi hann frá henni.  Hún spilađi á banjó og píanó.  Hún gaf honum gítar og kenndi honum ađ spila banjó-hljóma.  En hún var geggjađur bóhem.  Svo ók fullur lögregluţjónn yfir hana og drap hana.  Einmitt ţegar John var nýbyrjađur ađ njóta ţess ađ kynnast mömmu sinni.  Pabba sinn hitti hann ađeins einu sinni.  Ţađ var eftir ađ Bítlarnir slógu í gegn.  Ţá bankađi kallinn upp hjá honum og sníkti pening.  John gaf honum pening en bađ starfsfólk Bítlanna um ađ hleypa honum aldrei aftur aftur til síns.

  Sólóferill Johns hófst glćsilega.  En svo datt hann í ţađ.  Var fullur og dómgreindarlaus í nokkur ár á fyrri hluta áttunda atatugarins.  Hann kallađi tímabiliđ "týndu helgina".  Allt var í rugli hjá honum.  Eiginkonan,  Yoko,  henti honum út.  Seint og síđar meir sćttust ţau og John dró sig út úr tónlistarheimi og sviđsljósi.

  1980 mćtti hann aftur til leiks.  Samdi ennţá góđ lög og texta.  En var orđinn léttpoppari.  Sagđist hafa í fríinu hćtt ađ hlusta á framsćkna músík.  Ţess í stađ hlustađi hann á léttpopp í útvarpinu.  Svo var hann myrtur.

  Félagsfćrni Johns var broguđ.  Hann hafđi áráttu fyrir ţví ađ ganga fram af fólki og móđga ţađ.  Var iđulega ruddi. Í fyrsta sinn sem Eric Clapton kynnti Lennon fyrir kćrustu sinn ţá gekk hann svo fram af henni međ klámfengnum ruddaskap ađ eftir ţađ var Clapton stöđugt á varđbergi í samskiptum viđ Lennon.

  Ađ sumu leyti hefur Paul unniđ betur úr sínum gáfum.  Hann er "diplómat".  Ađ vísu pirrađi sjórnsemi hans George og Ringo undir lok Bítlaferils.  Er umbođsmađur Bítlanna,  Brian Epstein,  dó gerđist Paul eiginlegur hljómsveitarstjóri ţeirra.  Hann og George og Ringo litu ţó alltaf á Bítlana sem hljómsveit Johns.  En hann var meira og minna hálfur eđa allur út úr heimi í eiturlyfjaneyslu.  Paul er ofvirkur; hefur skipulagshćfileika ţó ađ hann hafi ekki gćtt nćrgćtni viđ Ringo og George er hér var komiđ sögu. 

  Meistaraverkiđ "Sgt. Peppers.." var hugmynd Pauls.  Líka "Hvíta albúmiđ" og "Abbey Road". 

  Einkalíf Pauls hefur veriđ farsćlt.  Undan er skiliđ ađ hann lét gullgrafarann Heather Mills plata sig.  Gegn mótmćlum barna hans. 

   Paul er 77 ára og er ennţá ađ afgreiđa öskursöngsrokk eins og enginn sé morgundagurinn.  Hljómleikar hans eru rómađir sem meiriháttar.  Hann spilađi betur úr sínum spilum en John.     

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Ţakka ţér fyrir ţennan fróđleik og upprifjun.

Sigurđur I B Guđmundsson, 4.5.2019 kl. 09:51

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gott er og ţakkarvert ađ fá svona góđa og hnitmiđađa samantekt. 

Ómar Ragnarsson, 4.5.2019 kl. 10:39

3 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Mother: Ţvílíkt lag sem heyrist ekki í útvarpi. 909 hvađ ha!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 4.5.2019 kl. 11:56

4 identicon

Paul hefur alltaf haft mikla ţörf fyrir ađ spila live, nokkuđ sem John hafđi ekki ţörf fyrir eftir The Beatles. Paul hafđi áhuga á ţví ađ Bítlarnir fćru ađ spila aftur live strax 1968, en ţar sem ţađ hefđi aldrei gengiđ upp, ( George stóđ manna harđast gegn ţví ), ţá fékk Paul ţá hugmynd ađ ţeir myndu taka upp studio live plötu, sem úr varđ međ plötunni Let It Be. Hluti af White Album er líka tekin upp live, s.s lagiđ Helter Skelter. Reyndar var ţannig komiđ fyrir hljómsveitinni á ţeim tíma, ađ Let It Be hefđi orđiđ ţeirra seinasta plata ef Paul hefđi ekki nánast bariđ menn saman í gerđ kveđjuplötunnar frábćra Abbey Road. Víst voru gáfumenni í bítlunum, en gaman hefđi veriđ ađ sjá greindarprófáf á t.d. međlimum arkitekta hljómsveitarinnar Pink Floyd og svo háskólahljómsveitarinnar The Queen. David Bowie mćldist međ 160 IQ og Madonna eitthvađ nálćgt ţví.

Stefán (IP-tala skráđ) 4.5.2019 kl. 16:46

5 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  ţetta er magnađ lag í mögnuđum flutningi.  Ađeins John á píanó,  Ringo á trommur og ćskuvininn frá Hamborg,  Klaus Voorman, á bassa.  Hljóđritađ "live" í hljóđverinu.  Klaus spilađi lengi međ Manfred Mann,  Badfinger og inn á plötur međ Ringo og George.  Hann sagđist aldrei hafa kynnst vinnubrögđum eins og John viđhafđi viđ hljóđritun á ţessari fyrstu sólóplötu sinni.  Fyrst djammađi hljómsveitin nokkra gamla rokkslagara og síđan var eitt og eitt nýtt lag eftir John hljóđritađ óćft ţess á milli.  Allt steinlá í fyrsta rennsli eđa svo gott sem.  John ráđlagđi plötuútgáfunni frá ţví ađ gefa "Mother" út á smáskífu.  Ţađ yrđi hvort sem ekki spilađ í útvarpi.  Sem reyndist rétt - ţó ađ ţađ hafi veriđ gefiđ út á smáskífu í Bandaríkjunum í óţökk Lennons.  Hátt í tvćr mínútur voru klipptar af laginu á smáskífunni.

Jens Guđ, 5.5.2019 kl. 12:19

6 Smámynd: Jens Guđ

Ómar,  takk fyrir ţađ.

Jens Guđ, 5.5.2019 kl. 12:19

7 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  blessunarlega er Abbey Road glćsileg grafskrift Bítlanna.  Fyrir minn smekk ţeirra besta plata.  Madonna ku hafa skorađ 140 IQ á greindrprófi Mensa,  félagi ofvita.

Jens Guđ, 5.5.2019 kl. 13:39

8 identicon

Sćll Jens,

Ţetta er skemmtileg samantekt og gaman ađ lesa. Ég tel engan vafa leika á um ađ ţeir félagarnir hafi allir náđ ađ skora vel á svona prófum. Ringo hefur kannski átt í mestu vandrćđunum sökum stopullar skólagöngu sinnar.

Ţađ er eitt smáatriđi sem mig langar ađ benda á en hin frćga "Lost weekend" átti sér stađ á ţví 18 mánađa tímabili sem var eftir ađ Yoko henti Lennon út (1973 - 1974). Á ţessum árum tók hann upp Rock and Roll album og Walls and Bridges ásamt ţví ađ spila međ Paul í fyrsta skipti frá ţví Bítlarnir voru til. John og Yoko tóku síđan aftur saman eftir tónleika sem Elton John hélt og John kom fram á.

Jónas Yngvi Ásgrímsson (IP-tala skráđ) 6.5.2019 kl. 08:59

9 Smámynd: Jens Guđ

Jónas Yngvi,  ţetta er góđ ábending frá ţér um Ringo.  Hann ólst upp meira og minna á sjúkrahúsi vegna magaveiki.  Mig minnir ađ hann hafi ekki lćrt ađ lesa fyrr en 10 ára eđa svo og skólaganga var áfram stopul eftir ţađ.  Honum hefur samt vegnađ vel í lífinu.  Hann er góđur húmoristi,  afar jákvćđur og öllum líkar vel viđ hann.  Íslensk kona sem vinnur í mötuneyti Abbey Road hljóđversins segir hann koma eins fram viđ alla;  gantist viđ alla og sé ćtiđ léttur og hress.  Paul sé hinsvegar ekkert ađ blanda geđi viđ starfsfólkiđ.  

  Einnig góđ ábending um týndu helgina. 

Jens Guđ, 6.5.2019 kl. 19:38

10 Smámynd: Jens Guđ

Á Facebook-síđunni "Bítlarnir eru bestir" fékk ég ábendingu um ţetta myndband ţar sem Paul segir John hafa veriđ gáfađsta Bítilinn:

https://www.youtube.com/watch?v=vyGnqYwpD2g&fbclid=IwAR22k5kJPiFfRYOMgZ6L34FUQF2ohnGPs_lqEjorJQR9ln_Gh6dTriNEgiw

Jens Guđ, 6.5.2019 kl. 19:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband