Skemmtilegt verðlag í Munchen

  Ég er enn með hugann við Munchen í Þýskalandi eftir að hafa dvalið þar um páskana.  Ísland er dýrasta borg í heimi.  Munchen hefur til margra ára dansað í kringum 100. sæti.  Verðlag þar er nálægt þriðjungi lægra en í Reykjavík að meðaltali.  Auðveldlega má finna dæmi þar sem munurinn er meiri.

  Ég fer aldrei inn í verslanir í útlöndum.  Nema stórmarkaði.  Já, og plötubúðir.  Helstu útgjöld snúa að mat og drykk.  Í stórmarkaðskeðju sem heitir Rewe fann ég Beck´s bjór á 94 kr. (0,69 evrur).  Hálfur lítri. 4,9%.   

  Á Íslandi er Beck´s örlítið dýrari,  389 kall í ÁTVR.  Taka má tillit til þess að hérna er hann 5%.  Það telur. 

  1,5 lítra vatnsflaska kostar 41 kr. (0,30 evrur).

  Glæsilegt morgunverðarhlaðborð kostar 667 kr (4,9 evrur).

  Á gistiheimilinu sem hýsti mig kostar hálfur lítri af bjór úr krana á 340 kr. (2,5 evrur) fram á kvöld.  Síðar um kvöldið hækkar verðið í 476 kr. (3,5 evrur).

  Ég hef engan áhuga á fínum veitingastöðum.  Nenni ekki að sitja og bíða eftir að matur sé eldaður.  Kýs frekar mat sem þegar er eldaður.  Ég gerði þó undantekningu er ég sá að á asískum veitingastað var boðið upp á stökka önd (crispy) með grænmeti og núðlum.  Sá veislumatur kostar 803 kr. (5,9 evrur).  Enginn málsverður kostaði mig 1000 kall.  Sá dýrasti var á 952 kr.  Það var lambakjöt í karrý. 

morgunverður í munchenþýskur morgunverður 

stökk öndbarinnlamb í karrý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðlag í Frankfurt:

Hótel ã mãnudegi er vart undir 30.000 nóttin og engin lúxus fyrir það verð.  15.000 fyrir sambærilgt hõtel í Reykjavík.

Verðlag í Köben:

Bjõr ã Kastrup kr. 1.500.  Hãlfur lítri af gosi úr verslun á sama stað 600, borð og stõll fylgir ekki.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 06:49

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Já það munar um 0,1% láttu mig vita það!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.5.2019 kl. 10:07

3 identicon

Sama hvað hver segir, þá er það ljóst að Ísland er dýrasta land í heimi á flestum sviðum og ekki er hægt að kenna launum um það, allra síst á veitingastöðum þar sem láglaunafólk þrælar á skammarlega lágum launum við að framleiða og framreiða mat sem er svo seldur með mörg hundruð % álagningu. Ekki skrítið að íslendingar sjálfir fara lítið út að borða nema þá á ruslfæðistöðum.  

Stefán (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 10:48

4 identicon

Algengt verð á bjór á veitingastöðum í München á 6.áratug síðustu aldar var 50Pf (DM 0,5). Gera má ráð fyrir að verð á bjór stjórni almennri verðlagsþróun þar í borg.

Ef rétt er munað þá samsv. 1 Evra u.þ.b. 2 DM.  Samkv. þessu hefur verðlag í München, gróflega reiknað, tífaldast á 60 árum.

Það væri fróðlegt að bera það saman við verðlagsþróun á Íslandi á sama tíma.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 11:44

5 identicon

Samkvæmt Hagstofu Íslands (ekki minn hugarburður!) þá er áfengisverð hér að meðaltali um 81% hærra hér en að meðaltali í Danmörku+Svíþjóð. Verkalýðsfélögin hér láta sig þetta ekki varða, undarlegt.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 15:13

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Pylsa og minikók í plasti kostar 1000 á N1 á Blönduósi. Þetta hefur ekkert með gengi að gera hér heldur óseðjandi græðgi.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2019 kl. 17:16

7 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  samkvæmt verðlagseftirliti Numbeo er Kaupmannahöfn 13,62% ódýrari en Reykjavík: 

https://www.numbeo.com/cost-of-living/in/Copenhagen

Jens Guð, 2.5.2019 kl. 10:06

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  heldur betur!

Jens Guð, 2.5.2019 kl. 10:06

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er rétt hjá þér.

Jens Guð, 2.5.2019 kl. 10:07

10 Smámynd: Jens Guð

Hörður,  þetta er áhugavert.

Jens Guð, 2.5.2019 kl. 10:07

11 Smámynd: Jens Guð

Örn,  þetta kallar á nýja tíma hjá verkalýðsfélögunum.

Jens Guð, 2.5.2019 kl. 10:08

12 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar,  ótrúlegt okur!

Jens Guð, 2.5.2019 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband