Ljósmyndir Lindu hjálpuðu Paul

  "But I´m not the only one," söng John Lennon.  Ég er ekki einn um að hafa áhuga á Bítlunum.  Mest lesna grein á netsíðu breska dagblaðsins The Guardian í dag er spjall við Paul McCartney.  Þar tjáir hann sig um ljósmyndir Lindu heitinnar eiginkonu sinnar.

  Í léttum dúr segist Paul hafa slátrað farsælum ljósmyndaferli hennar.  Áður en þau tóku saman var hún hátt skrifuð í ljósmyndaheimi.  Hún hafði meðal annars unnið til eftirsóttra verðlauna.  Fyrst kvenna átti hún forsíðumynd söluhæsta tónlistartímarits heims,  bandaríska Rolling Stone.  Myndin var af Eric Clapton.  Eftir að þau Paul tóku saman breyttist ímynd hennar úr því að vera verðlaunaljósmyndari í að vera "kona Pauls".  lennon-mccartney 1

  Margar ljósmyndir Lindu hjálpa og heila Paul að gera upp við upplausn Bítlanna.  Sem var honum afar erfið.  Hann telur sig hafa fengið taugaáfall við þann atburð og aldrei náð að vinna sig almennilega úr sorginni sem því fylgdi.  

  Paul þykir vænt um ljósmynd af þeim John sem Linda smellti af um það leyti er hljómsveitin sprakk í loft upp.  Þó að allt hafi lent í illindum þá nutu þeir þess að vinna saman að tónlist fram á síðasta dag.  Samband þeirra hafi verið einstaklega sterkt og náið til lífstíðar,  segir Paul og bendir á að þarna blasi við hamingjusamur John Lennon.

  Önnur ljósmynd sem Paul þykir vænt um segir hann vera dæmigerða fyrir stemmningu og andrúmsloft sem einkenndi samskipti Bítlanna innbyrðis.  Þar heilsast John og Paul í galsa með handabandi.  George og Ringo skemmta sér konunglega yfir gríninu. 

Bítlarnir

 

 

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir þessa grein. Uppáhalds setningin mín er: I´m in love for the first time. Lýsir svo mikilli gleði.

Sigurður I B Guðmundsson, 27.6.2019 kl. 10:24

2 Smámynd: Jens Guð

Eitt af mörgum gullkornum Lennons!

Jens Guð, 2.7.2019 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband