5 tíma svefn er ekki nægur

  Sumt fólk á það til á góðri stundu að hreykja sér af því að það þurfi ekki nema fimm tíma nætursvefn.  Þetta hefur verið rannsakað af New York háskóla í læknisfræði.  Dr. Rebecca Robbins leiddi rannsóknina.  Niðurstaðan er sú að hugmyndin um að fimm tíma svefn sé ekki aðeins bull heldur skaðleg.   

  Þetta stuttur nætursvefn eykur mjög líkur á fjölda lífshættulegra heilsubresta,  svo sem hjartaáfalli, heilablóðfalli og almennt ótímabærum dauða.  Fólki er ráðlagt frá því að horfa á sjónvarp fyrir háttatíma.  Jafnframt er upplýst að neysla áfengra drykkja undir svefn rýri svefngæði.  Frá þessu segir í The Journal Sleep Health en ekki hinu:  Að heppilegast sé að stunda morgundrykkju samviskusamlega.  

  Rannsóknin byggir á yfir 8000 gögnum.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Morgunstund gefur Egils gull í mund, segir Miðflokkurinn þegar hann skríður út af Klausturbarnum á morgnana. cool

Þorsteinn Briem, 3.7.2019 kl. 01:20

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Naumast tekur nokkur mark á Steina Briem nema í versta falli Jón Frímann.

En ertu í alvöru að ráðleggja okkur, Jens minn, að kneyfa rauðvín á morgnana, skvetta í okkur brennivínsstaupi eða drekka jafnvel drjúgt af bjór fyrir hádegið? surprised laughing

Jón Valur Jensson, 3.7.2019 kl. 03:38

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

En að fá sér "kríu"? Gleymdist að athuga það?? P.S. Á ekki lagið: I´m only sleeping með Bítlunum vel við.!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.7.2019 kl. 08:28

4 identicon

Ég veit ekki Þorsteinn Briem ... mér er sagt að það lið sem þú nefnir sé meira og minna skríðandi þarna út og inn allan opnunartímann, já jafnvel skríðandi.

Stefán (IP-tala skráð) 4.7.2019 kl. 14:07

5 Smámynd: Jens Guð

Steini, ég vil heldur Föroya Bjór Gull.

Jens Guð, 4.7.2019 kl. 17:45

6 Smámynd: Jens Guð

Jón Valur,  ekki í alvöru.

Jens Guð, 4.7.2019 kl. 17:45

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  Bítlalög eiga alltaf vel við!

Jens Guð, 4.7.2019 kl. 17:46

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  barinn hlýtur að blómstra fjárhagslega.

Jens Guð, 4.7.2019 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband