Áhrifamáttur nafnsins

  Flestum þykir vænt um nafn sitt.  Það er stór hluti af persónuleikanum.  Sérstaklega ef það hefur tilvísun í Biblíuna, norræna goðafræði, Íslendingasögurnar eða nána ættingja.  Ég varð rígmontinn þegar afastrákur minn fékk nafnið Ýmir Jens.

  Þekkt sölutrix er að nefna nafn viðskiptavinarins.  Sölumaðurinn öðlast aukna viðskiptavild í hvert sinn er hann nefnir nafn viðskiptavinarins.

  Góður vinur minn endursegir ætíð samtöl sín við hina og þessa.  Hann bætir alltaf nafni sínu við frásögnina.  Lætur eins og allir viðmælendur hans ávarpi hann með orðunum " Óttar minn, ..." (ekki rétt nafn).  Sem engir gera. 

  Annar vinur minn talar alltaf um sig í 3ju persónu.  Hann er góður sögumaður.  Þegar hann segir frá samtölum við aðra þá nafngreinir hann sig.  Segir:  "Þá sagði Alfreð..."  (rangt nafn).

  Ég þekki opinberan embættismann.  Sá talar aldrei um sig öðruvísi en með því að vísa í titil sinn:  "Forstöðumaðurinn mælti með..." (rangur titill). 

  Þetta hefur eitthvað að gera við minnimáttarkennd; þörf til að upphefja sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og ekki slæmt að vera kenndur við Guð!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.8.2019 kl. 22:22

2 Smámynd: Jens Guð

Það er ljúft.

Jens Guð, 16.8.2019 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband