22.9.2019 | 23:05
Plötuumsögn
- Titill: Punch
- Flytjandi: GG blús
- Einkunn: ****1/2 (af 5)
GG blús er dúett skipaður Guðmundunum Jónssyni og Gunnlaugssyni. Sá fyrrnefndi spilar á gítar og er einn lunknasti smellasmiður landsins; þekktastur fyrir störf sín með Sálinni, Pelican, Vestanáttinni, Nykri og Kikki. Hinn síðarnefndi er best kunnur fyrir trommuleik með Kentári, X-izt og Sixties. Báðir voru í Jötunuxum. Báðir eru ágætir söngvarar og raddir þeirra liggja vel saman.
Töluverða færni og útsjónasemi þarf til að gítar/trommur dúó hljómi sannfærandi; að hlustandinn sakni ekki drynjandi bassalínu. Hljómsveitum eins og White Stripes, Black Keys og dauðapönksveitinni Gyllinæð hefur tekist þetta. Líka GG blús - og það með glæsibrag!
GG blús spilar kraftmikinn og harðan rokk-blús. Platan er bærilega fjölbreytt. Sum laganna eru mýkt með rólegum kafla. Hluti af söng í sumum lögum er keyrður í gegnum "effekt" sem lætur hann hljóma í humátt að gjallarhorni. Sjö af tíu lögum plötunnar eru frumsamin. Öll af Guðmundi Jónssyni. Þar af þrjú samin með nafna hans. Í hinu KK-lega "Lost and Found" er Mike Pollock meðhöfundur nafnanna og gestasöngvari. Aðkomulögin eru "Money" eftir Roger Waters, "Cradle" eftir Rory Gallagher og "Spoonful" eftir Willie Dixon, best þekkt í flutningi Howlin´ Wolf.
Flutningur GG blús á "Money" er ólíkur frumútgáfunni með Pink Floyd. Framan af er ekki auðheyrt hvaða lag um ræðir. Sigurður Sigurðsson - iðulega kenndur við Kentár - skreytir lagið listavel með munnhörpublæstri. Hið sama gerir Jens Hansson með saxófónspili í "Spoonful". Blessunarlega er platan laus við hefðbundin rokk- og blúsgítarsóló, ef frá er talið progað titillag. Í því er sitthvað sem kallar Audioslave upp í hugann. Rétt eins og í "Touching the Void".
Yrkisefnið er töluvert blúsað. Sungið er um allskonar krísur og deilt á misskiptingu auðs og fégræðgi. Allt á ensku. Sýna má því umburðarlyndi vegna útlendu laganna.
Hljómur á plötunni er sérdeilis hreinn og góður. Eiginlega er allt við plötuna afskaplega vel heppnað. Það á einnig við um umslagshönnun Ólafar Erlu Einarsdóttur.
Skemmtileg og flott plata!
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 23.9.2019 kl. 21:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sér heiminn í gegnum tönn
- Dularfulla kexið
- Ókeypis utanlandsferð
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
Nýjustu athugasemdir
- Sér heiminn í gegnum tönn: Sigurður I B, nú hló ég hátt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Við skulum vona að hún fái ekki tannpínu!! sigurdurig 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Jóhann, það er frábært að þetta sé hægt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: "Horfðu á björtu hliðarnar" söng Sverrir Stormsker hérna um ári... johanneliasson 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Stefán, heimurinn er orðinn ansi snúinn! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: ,, Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn ,,... Stefán 15.8.2025
- Dularfulla kexið: Axel Þór, heldur betur! jensgud 9.8.2025
- Dularfulla kexið: "Af hverju ertu að gera mér þetta? Af því að þú leyfir mér það"... axeltor 8.8.2025
- Dularfulla kexið: Ein helsta arfleyfð Katrínar, eða hvað annað ? Stefán 8.8.2025
- Dularfulla kexið: Stefán, ég held að kexrugluðu glæpagengin séu fleiri. jensgud 8.8.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 255
- Sl. sólarhring: 283
- Sl. viku: 846
- Frá upphafi: 4154228
Annað
- Innlit í dag: 213
- Innlit sl. viku: 678
- Gestir í dag: 203
- IP-tölur í dag: 198
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Það hefur lengi verið auðheyrt hversu frábær tónsmiður Guðmundur Jónsson er og jafnframt það að hann var alla tíð aðalmaðurinn í Sálinni og klárlega þeirra hæfileikaríkastur. Það sem ég hef heyrt af þessum nýja cd er það áheyrilegasta sem ég hef heyrt frá Guðmundi, þ.e. fellur næst mínum tónlistarsmekk. Guðmundur er líka mjög góður gítarleikari og frábært er að þarna er lag frá meistara Rory Gallagher, Rory sem er uppáhald svo margra gítarleikara. Með Money er ráðist til atlögu við klettinn þar sem hann rís hæst. Lagið Spoonfool byggði Willie Dixon lauslega á laginu A Spoonful Blues frá 1929 og jafnvel enn eldri lögum: All I Want is a Spoonful og Cocaine Blues. Þannig velkjast einmitt svo mörg blueslög, en mér hefur alltaf þótt lagið rísa hæst í flutningi The Cream frá árinu 1966. Í textanum fjallar Dixon út og suður um skeiðar, en í nútímanum hefði mátt fjalla um menn með fulla munna af silfurskeiðum, sem þrátt fyrir það halda utan um þjóðarauðinn, jafnvel í okkar fámenna landi.
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.9.2019 kl. 19:19
Stefán, takk fyrir fróðleiksmolana.
Jens Guð, 23.9.2019 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.