Dularfullt í Ikea

  Ég átti erindi í Ikea.  Eða réttara sagt gerði ég mér upp erindi þangað.  Ég átti leið um Hafnarfjörð og fékk þá snilldar hugmynd í kollinn að koma við í Ikea og kíkja á veitingastaðinn á annarri hæð.  Ég tek fram og undirstrika að ég hef engin tengsl við Ikea.  Kann hinsvegar vel við verð og vöruúrval fyrirtækisins.

  Eftir að hafa keypt veitingar settist ég sæll og glaður niður við borð.  Á næsta borði var diskur með ósnertum hangiskanka,  meðlæti og óopnaðri Sprite-flösku.  Enginn sat við borðið.  

  Fyrst datt mér í hug að eigandi máltíðarinnar væri að sækja sér bréfaþurrku eða eitthvað annað.  En ekkert bólaði á honum.  Ekki þær 20 mínútur sem ég dvaldi á staðnum.  Þetta er skrýtið.  Ég velti fyrir mér möguleikum:  Hvort að viðkomandi hafi verið geimvera sem var geisluð upp áður en máltíðin var snædd.  Eða hvort að minnisglöp (Alzheimer) hafi komið við sögu.  Þriðji möguleikinn er að útlendur ferðamaður hafi keypt matinn.  Tilgangurinn hafi ekki verið að borða hann heldur taka ljósmynd af honum til að pósta á Fésbók;  sýna vinum og vandamönnum hvernig séríslensk máltíð lítur út.  Hlutverk gosdrykksins hafi þá verið það eitt að sýna stærðarhlutföll. Eða hvað?

skanki    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geimvera með minnisglöp snæðir (ekki) hangiskanka í IKEA. Því ekki það? Ekkert óeðlilegt við það.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 24.10.2019 kl. 08:15

2 identicon

Þetta hefur verið Tom Barneby. Hann fær venjulega ekkert almennilegt að borða hjá konunni, svo hann verður að lifa á skyndibitanum. Hann hefur verið nýsestur niður með með góðgætið en fengið tilkynningu í gemsanum um morð í Mosfellsbænum. Láttu mig þekkja þetta. Ég hef séð ófáa þætti með kappanum.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.10.2019 kl. 12:57

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hugsa að honum hafi orðið brátt í brók og svo þurft að flýta sér til að missa ekki af strætó!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.10.2019 kl. 14:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Held að þetta hafi verið gildra til að fanga ketkrók. Ikea þarf jú á jólasveini að halda innan tíðar. Þú hefur ekki litið upp í loft og séð búrið sem fellur um leið og skankinn er snertur.

Þeir geta annars bara búið til sinn eigin jólasvein, sniðnum að vöruúrvalinu. Gluggakrók t.d. Hurðasníkir, Pottaskellir...etc

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2019 kl. 09:27

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kertagámur er örugglega á leiðinni hingað með samskipum í tilefni Jólavertíðarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2019 kl. 09:30

6 identicon

Ég sá Stúf á bensínstöð Costco í fyrradag. Hann var að aðstoða við dælurnar.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.10.2019 kl. 12:22

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Held að þetta sé uppstúfur frændi hans á disknum þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2019 kl. 20:16

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  rétt hjá þér.  Ekkert óeðlilegt við það.

Jens Guð, 26.10.2019 kl. 13:55

9 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári (# 2),  svo mikið er víst að Barneby leysir gátuna.

Jens Guð, 26.10.2019 kl. 13:59

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  mér flaug í hug framan af að þetta hefði eitthvað með náðhúsferð að gera.   Eftir því sem teygðist á tíma minnkuðu líkur á því.  

Jens Guð, 26.10.2019 kl. 14:10

11 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar (# 4),  ég hafði ekki rænu á að skima eftir búri.

Jens Guð, 26.10.2019 kl. 14:11

12 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar (# 5),  Kertagámur er gott heiti á jólasveini.

Jens Guð, 26.10.2019 kl. 14:21

13 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári (# 6),  ekki að spyrja að hjálpsemi þess stutta. 

Jens Guð, 26.10.2019 kl. 14:27

14 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar (# 7),  góður!

Jens Guð, 26.10.2019 kl. 14:36

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gleymin geimvera. Skilst að það sé algengt.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2019 kl. 17:58

16 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  mér skilst það líka.

Jens Guð, 27.10.2019 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband