Danir óttast áhrif Pútins í Færeyjum

  Danski forsætisráðherrann,  Mette Frederiksen,  er nú í Færeyjum.  Erindið er að vara Færeyinga við nánari kynnum af Pútin.  Ástæðan er sú að danskir fjölmiðlar hafa sagt frá þreifingum um fríverslunarsamning á milli Færeyinga og Rússa.  Rússar kaupa mikið af færeyskum sjávarafurðum.  

  Ótti danskra stjórnmálamanna við fríverslunarsamninginn snýr að því að þar með verði Pútin komninn inn í danska sambandsríkið.  Hann sé lúmskur, slægur og kænn.  Hætta sé á að Færeyingar verði háðir vaxandi útflutningi til Rússlands.  Rússar gætu misnotað þá stöðu.  Heppilegra væri að dönsku sambandsríkin þjappi sér betur saman og hafi nánara samráð um svona viðkvæm mál.

  Þetta er snúið þar sem Danir eru í Evrópusambandinu en Færeyingar og Grænlendingar ekki.  

pútín     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Færeyingar eru skinsamir og vita að það er enginn Rússagrýla til og eiga mikil og góð viðskipti við þá annað en flestir vitleysinganna á Alþingi Íslendinga sjá Rússagrýlu í verju horni!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.11.2019 kl. 07:12

2 identicon

Held reyndar að færeyingar og grænlendingar fylgi dönum inn í ESB þar sem Færeyjar og Grænland teljast til danska ríkisins.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.11.2019 kl. 10:56

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég tek undir þín orð.

Jens Guð, 8.11.2019 kl. 12:33

4 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  á sínum tíma fylgdu Grænlendingar Dönum eftir í ESB.  Þeir horfðu upp á það að Færeyingum vegnaði betur að vera utan ESB.  Þá sögðu Grænlendingar sig úr ESB (Grexit).  Vegna vopnasölubanns ESB og Gunnars Braga á Rússa myndu Færeyingar verða af gríðarmikilli sölu á sjávarafurðum til Rússlands.  Svo mjög að það yrði alvarleg kreppa í Færeyjum með tilheyrandi gjaldþrotum, atvinnuleysi o.s.frv.  Þannig að Færeyingar eru ekkert á leið í ESB.

Jens Guð, 8.11.2019 kl. 12:39

5 identicon

En eru færeyingar ekki alveg lausir við Samherja, sem virðist vera það allra hættulegasta ?

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2019 kl. 13:38

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Samherji á hlut í færeysku útgerðarfyrirtæki og stefnir á stærri hlut.  Færeyingar girða fyrir það með lögum um hámarkseign útlendinga 30%.  Samherji kærði það og vísaði í fríverslunarsamning Íslands og Færeyja,  svokallaðan Hoyvíkursamning.  Færeyingar brugðust við með því að rifta samningnum.

Jens Guð, 13.11.2019 kl. 20:14

7 identicon

Vel gert hjá frændum vorum og vinum færeyingum. Ég treysti þeim fullkomlega til að verjast íslenskum heimsspillingafyrirtækjum eins og Samherji lítur út fyrir að vera. Már Guðmundsson fyrrverandi Seðlabankastjóri hafði rétt fyrir sér og varðist fimlega ómaklegri árás sonar Þorsteins Más. Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða stjórnmálaflokkar munu skila styrkjum frá Samherja og hverjir ekki ?

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2019 kl. 20:50

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvar á Pútín að kaupa síld á meðan Guðlaugur, Katrín og Bjarni banna Rússaviðskipti eins og þægar litlar Natóhænur? Hjá Færeyingum, sem sýnt hafa og sannað síðustu fimmtán árin að allt Íslenskt "brain drain" fór til Þórshafnar.

Guðjón E. Hreinberg, 23.1.2020 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband