Sýnishorn úr bráđfyndinni bók

  Bókin heitir "Hann hefur engu gleymt ... nema textunum!"  Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum.  Guđjón Ingi Eiríksson safnađi sögunum saman úr ýmsum áttum og skráđi.  Ţćr eru eins fjölbreyttar og ţćr eru margar.  Í formála segir međal annars:  "Fariđ er yfir holt og hćđir og beygjur teknar - sumar ansi krappar - međ óteljandi hliđarsporum yfir drullupytti og ađrar vegleysur." 

  Hér eru dćmi:

  Eftir ađ hljómsveitin Upplyfting hafđi veriđ ađ spila á dansleik í Miđgarđi fór Kristján Björn Snorrason,  harmóníkuleikari hennar,  út baka til og sá ţar ungan sveitapilt,  sem greinilega hafđi skemmt sér fullvel ţá um nóttina, liggja á grúfu úti undir vegg.

  "Hvern andskotann ertu ađ gera ţarna?"  spurđi Kristján Björn. 

  Eitthvađ lífsmark var greinilega međ pilti sem svarađi ţvoglumćltur: 

  "Ég er ađ rannsaka íslenskan jarđveg."

  *

  Skúli Ágústsson,  bóndi í Auđholti og Birtingaholti,  en lengst af verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suđurlands í Reykjavík,  var góđur bassi og söng lengi međ Karlakór Reykjavíkur.  

  Á efri árum Skúla fékk hann eitt sinn bođ á árshátíđ kórsins.  Hann var ţá hćttur í kórnum og svarađi bođinu međ eftirfarandi vísu:  

Ég held ég láti hófiđ bíđa,

mér hentar ekki ţvílíkt rall.

Hćttur ađ drekka, dansa og ríđa.

Hvern djöfulinn á ég ađ gera á ball? 

*

  Magnús Ţór Sigmundsson söng:

  "Eru álfar kannski menn?"

  Eitthvađ var um ađ ţetta tćki breytingum og yrđi:

  "Eru álfar danskir menn?"

*

  Óskar Pétursson var gestur á hljómleikum Ţuríđar Sigurđardóttur og fór ađ vanda á kostum.  Ţau spjölluđu og grínuđust heilmikiđ á milli laga og međal annars kom Jesú Kristur til tals.  Ţá sagđi Óskar:

  "Ég skil ekkert í mönnum ađ kalla ţađ kraftaverk ţegar hann breytti vatni í vín, hérna á sínum tíma.  Heima í Skagafirđi kallast ţetta nú bara ađ brugga landa!"

Hann hefur engui


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Önnur sönn saga af Óskari á tónleikum Ţuríđar. Úti í sal var roskinn mađur í salnum, sem lét hrifningu sína svo óspart í ljósi, ađ hiđ hálfa hefđi veriđ nóg. 

Ţegar mađurinn klappađi og lét öllum illum látum af hrifningu enn einu sinni, leit Óskar snöggt á hann og sagđi: "Heyrđu, ţú ert ađ norđan, en hvađ ertu ađ gera hér?  Ég hélt ađ ég hefđi sungiđ yfir ţér um daginn."

Ómar Ragnarsson, 16.12.2019 kl. 16:34

2 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Alltaf gaman ađ góđu gríni:)

Sigurđur I B Guđmundsson, 16.12.2019 kl. 19:17

3 identicon

Bubbi Morthens á netinu í dag í rimmu viđ Brynjar Nielsen  ,, Ţegar menn verđa rökţrota ţá fara ţeir í manninn en ekki boltann, enda skilst mér ađ ţađ hafi veriđ ađalsmerki ţitt í boltanum, en já aukiđ ađgengi, meiri neysla. Ţađ er stađreynd sama hversu mikiđ ţiđ hrópiđ um frelsi áfengis. Ég held ađ Miđflokksmenn séu skýrt dćmi um ţađ hvernig bjórdrykkja gerir fólk ađ vitringum og mundu Brynjar ađ fara í boltann ,, - Góđur Bubbi. 

Stefán Guđmundsson (IP-tala skráđ) 16.12.2019 kl. 19:30

4 identicon

Ţegar fólk verđur rökţrota, eins og Ásbjörn, ţá endurtekur ţađ gamla frasa

. (IP-tala skráđ) 17.12.2019 kl. 16:40

5 Smámynd: Jens Guđ

Ómar,  takk fyrir skemmtilega sögu.

Jens Guđ, 17.12.2019 kl. 17:32

6 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  svo sannarlega og ekki síst á ţessum árstíma.

Jens Guđ, 17.12.2019 kl. 17:33

7 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ţetta slapp framhjá mér. 

Jens Guđ, 17.12.2019 kl. 17:34

8 Smámynd: Jens Guđ

#4, ég ţarf ađ finna ţennan ţráđ.  Kannski var hann fjörlegur.

Jens Guđ, 17.12.2019 kl. 17:35

9 Smámynd: Jens Guđ

Ég fann ţráđinn: 

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir/bubbi-og-brynjar-i-har-saman-segir-bubba-dreifa-skit-og-glamra-a-gitar-i-bodi-skattgreidenda?fbclid=IwAR3OUtOb6MSm08gJYmyJCF2LJi7toVCDbzfQNnw4DaokuN5Zdpk953ihi3w#.Xfn5i1wRJTQ.facebook

Jens Guđ, 18.12.2019 kl. 17:11

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af einum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband