Frásögn bresks blaðs af íslenskum jólum

  Hátíð ljóss og friðar,  jólunum,  varði ég í Skotlandi.  Í góðu yfirlæti.  Í Bretlandseyjum er gefið út götublað að nafni Daily Mirror.  Það er frekar lélegt blað.  En prentað á ágætan pappír.  Þannig lagað.

  Á aðfangadegi birti það grein undir fyrirsögninni "Jólasveinasnakk"  (Santa´s snack).  Þar segir: 

  "Jólin á Íslandi spanna 26 daga.  Þar af telja 13 jólasveinar, svo og tröll sem ofan koma úr fjöllunum og gefa gjafir.  Í þakklætisskini færa börnin þeim laufabrauð.  Það smakkast eins og stökkar vöfflur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Þeir hefðu betur átt að tala við jólasveininn sem var staddur í Edinborg og fá réttar upplýsingar beint í æð!!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 8.1.2020 kl. 11:57

2 identicon

Mér finnst þetta nú frekar auka hróður Íslands miðað við margt annað í erlendum fjölmiðlum.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 8.1.2020 kl. 16:59

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  svo rétt hjá þér!  Hafi blaðið reynt að ná á mér - sem er líklegt - þá var það eiginlega ómögulegt.  Ég var hvorki með síma né tölvu með mér.

Jens Guð, 9.1.2020 kl. 17:45

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  þetta er ljómandi góð auglýsing fyrir Ísland.

Jens Guð, 9.1.2020 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.