Þannig má laga skemmd lungu

  Sígarettur eru ekki eins hollar og margir halda.  Að reykja þær veldur ertingu og álagi á lungun.  Einkum ef mikið og oft er reykt;  þá skaðast lungun.  Strompar fá þrálátan hósta,  lungnateppu og jafnvel krabbamein,  svo fátt eitt sé nefnt. 

  Háskóli í Maryland í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur rannsakað dæmið og skoðað hvað sé til ráða.  Niðurstaðan kemur á óvart.  Ávöxturinn tómatur getur gert kraftaverk.  Aðeins þarf að snæða tvo tómata á dag til að þeir hefji viðamikla viðgerð á skemmdum lungum. 

  Tómatsósa skilar minni árangri.  Skiptir þar engu máli hvort hún er framleidd úr tómötum eða eplamauki.  Hinsvegar geta fersk epli hjálpað. 

tómatar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldeilis merkilegt og mikill sigur vísindanna. Hvað ætli gerist ef maður étur 3 tómata á dag?

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 06:09

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Einhvers staðar heyrði ég að tómatar væru 99% vatn þannig að þetta eina % hlýtur að vera mjög öflugt. 

Sigurður I B Guðmundsson, 28.2.2020 kl. 10:29

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Seinast þegar ég las frétt um tómata sem krabbameins læknandi,fylgdi með að tomatsósan væri þó talin snöggt um virkari.

Helga Kristjánsdóttir, 29.2.2020 kl. 06:44

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  sennilega er verið að rannsaka það.

Jens Guð, 29.2.2020 kl. 08:49

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þeir eru 93-95% vatn.  Mig minnir að agúrkan sé 98-99% vatn.

Jens Guð, 29.2.2020 kl. 08:50

6 Smámynd: Jens Guð

Helga,  ég man þá tíð að varað var við miklu eggjaáti.  Það átti að leiða til hækkaðs kolesteróls.  Nú er þessu öfugt farið.  Stundum er kaffi sagt vera varasamt.  Í önnur skipti er það heilsudrykkur.  Líkt er með súkkulaði.

Jens Guð, 29.2.2020 kl. 08:54

7 identicon

Rannsóknir sýna að regluleg neysla tómata styrkir augu og sjón. Hættum því að henda tómötum í Alþingishúsið og gefum frekar alþingismönnum tómata að borða ef það gæti mögulega bætt sjón þeirra og kallað fram réttsýni. 

Stefán (IP-tala skráð) 29.2.2020 kl. 20:45

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður punktur!

Jens Guð, 29.2.2020 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.