Brýnt ađ halda til haga um Guđna Má Henningsson

  Ég heyrđi fyrst af Guđna Má er ég kíkti í Plötubúđina á Laugavegi 20.  Ţar réđi Halldór Ingi heitinn Andrésson ríkjum.  Hann sagđi mér frá ţessum náunga sem hlustađi á músík allan daginn alla daga.  Hlustađi og stúderađi flytjendur allan sinn vökutíma.

  Halldóri Inga ţótti áríđandi ađ stútfullur fróđleiksbrunnur Guđna Más yrđi virkjađur í útvarpi.  Mig minnir ađ hann hafi fyrst komiđ honum í útvarpsstöđina Sólina.  Ţar blómstrađi hann međ öđruvísi lagaval en ađrir dagskrárgerđarmenn.  Heillandi lagaval.

  Síđar hreppti Rás 2 Guđna Má.  Ţađ var happafengur.   

  2002 tók Guđni Már upp á ţví ađ spila á Rás 2 fćreyskt lag,  "Ormurin langi" međ víkingametalsveitinni Tý. Ţá hafđi fćreysk tónlist ekki áđur veriđ spiluđ á Rás 2. Vinnufélagarnir stukku ekki á vagninn til ađ byrja međ.  Hann ţurfti ađ hafa fyrir ţví ađ koma "Ormurin langi" í fasta spilun á Rás 2.  Međ harđfylgni tókst honum ađ landa ţví.

  "Ormurin langi" varđ mest spilađa lag á Íslandi 2002.  Platan seldist í 4000 eintökum.  Kiddi kanína var snöggur til ađ venju.  Hann bókađi Tý í hljómleikaferđ um Ísland.  Í leiđinni bjó hann til fćreyska tónlistarveislu,  Fairwaves.  Ţar kynnti hann til sögunnar fjölda fćreyskra tónlistarmanna,  svo sem Eivöru,  Högna Lisberg,  hljómsveitina Clickhaze,  pönksveitina 200,  djasssveitina Yggdrasil međ Kristian Blak í fararbroddi,  Lenu Anderssen,  Hanus G. og Guđriđ Hansdóttir, svo ađeins örfá nöfn séu nefnd.  

  Án Guđna Más hefđu Íslendingar aldrei kynnst frábćrri tónlist ţessa fólks. 

  Til gamans vitna ég í frásögn Guđna Más í bók minni Gata, Austurey,  Fćreyjar,  Eivör og fćreysk tónlist:  "Eivör spilađi í beinni útsendingu hjá mér í Útvarpshúsinu í Ţórshöfn.  Hún var mögnuđ stelpan ţar.  Á milli laga spjallađi ég viđ hana og eitt sinn ţegar ég reyndi ađ vera mjög gáfulegur og klár ţá kleip hún mig í rassinn - í beinni útsendingu!"

guđni már

        


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vert ađ minnast ţessa öđlings. Ég kynntist honum örlítiđ " á ská" rétt fyrir síđustu jól. Ţá var hann illa haldinn af ţunglyndinu og ţađ mátti sjá á málverkum sem hann gaf. Ţunglyndiđ er hryllilegur sjúkdómur og ef á ađ minnast ţessa manns ţá á ekki ađ fella ţađ.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráđ) 8.10.2021 kl. 07:09

2 Smámynd: Jens Guđ

Jósef Smári,  ţetta er rétt hjá ţér.

Jens Guđ, 8.10.2021 kl. 08:14

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guđni  Már var frábćr útvarpsmađur og alveg sérstaklega ţćgilegt og afslappandi đ hlusta á hann svo ekki sé talađ um allan fróđleikinn sem hann bjó yfir. Og hvernig hann kom ţessum fróđleik á framfćri, var eins og hann vćri ađ segja frá einhverju sem ćtla mćtti ađ allir vissu fyrir en hann vćri bara ađeins ađ "hnykkja" á ţessu.  Aldrei var hann međ neitt yfirlćti.........

Jóhann Elíasson, 8.10.2021 kl. 09:21

4 Smámynd: Jens Guđ

Jóhann,  ég tek undir hvert orđ.

Jens Guđ, 8.10.2021 kl. 09:22

5 identicon

Eg minnist Guđna Mas međ ţvi ađ hlusta mikiđ a Bob Dylan ţessa dagana.

Stefan (IP-tala skráđ) 8.10.2021 kl. 09:34

6 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  vel til fundiđ.

Jens Guđ, 8.10.2021 kl. 09:55

7 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

 Margir "skakkir" hringdu í ţátt hans á laugardagskvöldum og var oft fyndiđ ađ hlusta á ţau samtöl.

Sigurđur I B Guđmundsson, 8.10.2021 kl. 10:14

8 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B, ég hlustađi oft á ţetta og dáđist ađ ţolinmćđi og umburđarlyndi Guđna Más.

Jens Guđ, 8.10.2021 kl. 10:18

9 identicon

Já Jens, ţađ ţarf svo sannarlega ţolinmćđi viđ ţessa föstu innhringjendur Nćturvaktarinnar. Mađur finnur stundum til međ Heiđu Eiríks ađ eiga viđ ţetta blessađa fólk sem sumt hvađ virđist vera mjög langt frá norminu, hvort sem ţađ er sjálfumglađur bóndi eđa kveđjuglađur íbúi á Ásbrú. 

Stefán (IP-tala skráđ) 8.10.2021 kl. 15:24

10 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (# 9),  Heiđa Eiríks er frábćr.  Alltaf. 

Jens Guđ, 8.10.2021 kl. 17:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband