Með 19 skordýrategundir í hári og hársverði

  Um nokkurt skeið hefur tíðindum af líki reggí-konungsins,  Bobs Marleys, verið póstað fram og til baka á samfélagsmiðlum.  Þar er fullyrt að við líkskoðun hafi fundist í hári hans og hársverði 19 tegundir af skordýrum.  Aðallega lús en einnig köngulóm og fleira.  Samtals töldust dýrin vera 70. 

  Litlu skiptir þó að vísað sé til þess að um falsfrétt sé að ræða.  Ekkert lát er á dreifingu fréttarinnar.  Þannig er það almennt með falsfréttir.  Miklu meiri áhugi er á þeim en leiðréttingum.

  Bob Marley dó 1981 eftir erfiða baráttu við krabbamein í heila,  lungum og lifur.  Í krabbameinsmeðferðinni missti hann hárið,  sína fögru og löngu "dredlokka".  Hann lést með beran skalla.  Þess vegna voru engin skordýr á honum.  Síst af öllu lús.  Þar fyrir utan hafði hann árum saman þvegið hár og hársvörð reglulega upp úr olíu.  Bæði til að mýkja "dreddana" og til að verjast lús.  Hún lifir ekki í olíubornu hári.

  Til gamans má geta að Bob Marley var ekki aðeins frábær tónlistarmaður.  Hann var líka góðmenni.  Þegar hann samdi lagið "No Woman, No Cry" þá vissi hann að það myndi slá í gegn og lifa sígrænt til frambúðar.  Hann skráði fótalausan jamaískan kryppling,  Vincent Ford,  fyrir laginu.  Sá hafði hvergi komið að gerð þess.  Uppátækið var einungis til þess að krypplingurinn fengi árlega ríflegar höfundargreiðslur.  Bob skráði einnig konu sína,  Ritu Marley,  fyrir nokkrum lögum af sömu ástæðu.  

      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir pistilinn. Var einmitt að hlusta á hina frábæru hljómleikaplötu Babylon by Bus.

Wilhelm Emilsson, 19.3.2023 kl. 22:01

2 identicon

Meistari Bob Marley gerði líklega það fyrir Jamaica sem Björk okkar hefur gert fyrir Ísland. Því og miður fékk Bob ekki að halda hljómleika á Íslandi eins og til stóð. Þröngsýnn ráðherra setti innflutningsbann á ,, ætlaðan dópista ,, sem ferðaðist um með smá gras sér til upplyftingar. Hver myndi loka á hjartasjúkling með hjartatöflur í fórum sínum ? Hinn útlimasnauði Vincent Ford mun hafa verið æskuvinur Bobs, sem skráði hann sem höfund / meðhöfund að fjórum Wailers lögum. Frjálslegt ástalíf þeirra Bobs og Ritu konu hans og bakraddasöngkonu vakti athygli þar sem þau áttu 11 börn saman eða með öðrum og hugsanlega er ekki allur hópurinn réttfeðraður ? Sumir afkomendur þeirra hafa starfað í tónlist, en enginn þeirra erfði samt tónlistar hæfileika Bob Marley, ekki frekar en afkomendur Bítlanna sem fóru að starfa við tónlist með æði misjöfnum árangri.    

Stefán (IP-tala skráð) 19.3.2023 kl. 23:22

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Ég þekki ekki alla söguna, en eins og ég hef heyrt hana, missti Vincent Ford fætur sína vegna sykursýki og ferðastis um í hjólastól.  Hann rak hins vegar "súpu eldhús" í Trench Town, sem er hverfi í Kingston og er einmitt nefnt í textanum. "I remember when we used to sit in the government yard in Trenchtown."

Í þeirri útgáfu sögunnar sem ég heyrði, vildi Marlay tryggja "súpu eldhúsið" og rekstur þess. Vincent Ford dó snemma á þesari öld, en sagan segir að "súpu eldhúsið" njóti enn þá "höfundargreiðslna" fyrir "No Woman No Cry" og sé starfrækt.  En ég sel það ekki dýrara en ég ksypti það.

En Vincent Ford var oft spurður um hvort hann hefði lagt eitthvað til lags eða texta, en svaraði allta mjög óljóst.

G. Tómas Gunnarsson, 20.3.2023 kl. 01:15

4 Smámynd: Jens Guð

Vilhelm,  takk fyrir það.  Ég á allar plötur Marleys og rúmlega það.  Þar á ég við plötur sem eru ekki opinberlega hluti af plötulista hans heldur plötur sem hann gerði á unglingsárum,  demó-plötur,  "döbbaðar" plötur og svo framvegis.  Ég hlusta rteglulega á allan pakkann.

Jens Guð, 20.3.2023 kl. 07:38

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Bob fékk að sofa á eldhúsgólfi Vincents þegar hann sem unglingur var heimilislaus.  Á Jamaica má finna sitthvað kennt við Marley.  Þar á meðal garð,  hljóðver,  safn og styttu.  Ég hef ítrekað hvartað yfir sinnuleysi íslenskra ráðamanna í garð sinna heimsþekktustu þegna.  Flugstöðin í Sandgerði mætti til að mynda vera betrekkt með myndum af Björk,  Sigur Rós,  Of Monsters and Men,  Kaleo o.s.frv.  Nefna mætti götur,  torg,  gartða og fleira í höfuðið á þessu fólki. 

Jens Guð, 20.3.2023 kl. 07:52

6 Smámynd: Jens Guð

G Thomas,  takk fyrir fróðleiksmolana.  Vincent lifði 27 árum lengur en Marley og var orðinn auðmaður út á hö0fundarréttinn. 

Jens Guð, 20.3.2023 kl. 07:54

7 identicon

Að sjálfsögðu eru líka glæsilegar styttur af Bítlunum í Liverpool. Það ætti auðvitað að vera vegleg stytta af Björrk í miðbæ Reykjavíkur. Verðugt verkefni fyrir Einar verðandi borgarstjóra.

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2023 kl. 08:30

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#7),  í Liverpool heitir flugvöllurinn Liverpool John Lennon Airport. Yoko Ono John Lennon Airport Help Editorial Stock Photo - Stock Image |  Shutterstock

Jens Guð, 20.3.2023 kl. 08:41

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég var nú reyndar búinn að heyra af þessu BULLI á netinu.  Það var bara svo mikið fjallað um að BOB MARLEY hefði greinst með krabbamein og í kjölfar lyfjameðferðar hefði hann misst hárið og hafði ekki endurheimt það fyrir andlátið.  Mér finnst bara með ÓLÍKINDUM að nokkrum manni skuli hafa DOTTIÐ í hug að setja þessa vitleysu fram og ENN ótrúlegra að nokkur skuli taka mark og hlusta á þetta kjaftæði......

Jóhann Elíasson, 20.3.2023 kl. 11:14

10 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  ég tek undir að með ólíkindum er að lygasögunni sé trúað.  Margir eru bara svo hrekklausir að þeir lesa aldrei fréttir með gagnrýnum huga.  Trúa öllu í blindni.  Ég skrifaði þetta blogg í kjölfar þess að hafa séð virðulega Íslendinga ræða um fréttina á spjallþræði á Facebook.  Engar efasemdir.  Þess í stað sagðist fólk eiga erfitt með að hlusta á Bob Marley án þess að fá hroll við tilhugsunina um lýsnar. 

Jens Guð, 20.3.2023 kl. 11:51

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið. Sennilega ekki hægt að eiga of mikið af Bob Marley efni :0)

Wilhelm Emilsson, 21.3.2023 kl. 03:39

12 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Skrýtið eða hvað, að maður sem dópar frá morgni til kvölds í mörg ár skyldi deyja úr krabbameini!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.3.2023 kl. 16:30

13 Smámynd: Jens Guð

Vilhelm (#11),  ég votta að ekki sé hægt að eiga of mikið af Bob Marley efni!

Jens Guð, 26.3.2023 kl. 11:56

14 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (#12),  þetta er stórfurðulegt og dularfullt!

Jens Guð, 26.3.2023 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.