Klámmynd Önnu frænku á Hesteyri

  Anna frænka á Hesteyri var viðkvæm fyrir nekt.  Svo mjög að hún svaf kappklædd.   Hún var stór og mikil um sig.  Stundum fór hún í megrun.  Það breytti litlu.

  Einu sinni sem oftar hringdi hún í apótekið á Neskaupstað.  Að þessu sinni falaðist hún eftir megrunardufti,  Nupo-létt.  Henni var illa brugðið er duftið barst með póstinum.  Á umbúðunum blasti við mynd af frægu málverki af nakinni konu. 

  Anna hringdi í geðshræringu í apótekarann.  Hún krafðist þess að sölu á duftinu yrði þegar í stað hætt.  Ella neyddist hún til að kæra apótekið fyrir dreifingu á klámi.

  Apótekarinn tók erindinu vel.  Hann þekkti frúna.  Hann þakkaði kærlega fyrir ábendinguna.  Hann myndi sjá til þess að myndinni yrði umsvifalaust breytt. 

  Nokkrum vikum síðar hringdi Anna.  Hún spurði hvort búið væri að fjarlægja klámmyndina.  Apótekarinn játti því.  Anna pantaði meira duft.  Tússpenni var dreginn fram og svartur síðkjóll teiknaður á nöktu konuna. 

  Anna var hin ánægðasta með útkomuna.  Hún hældi sér af því að hafa forðað apótekinu á Neskaupstað frá dreifingu á klámmynd.  

anna frænka

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna var mjög góð í sinni barnslegu einlægni og að mörgu leiti mjög klár og á undan sinni samtíð,til dæmis varaðandi dýravernd.

Ólafur (IP-tala skráð) 17.11.2023 kl. 22:21

2 Smámynd: Jens Guð

Ólafur,  ég tek undir hvert orð!

Jens Guð, 18.11.2023 kl. 08:43

3 identicon

,, Morgungolan svala svalar,

syndugum hugsunum.

Sínu máli talar talan,

talan úr buxunum ,,.

   Þura í Garði

Stefán (IP-tala skráð) 18.11.2023 kl. 13:32

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  flott staka!

Jens Guð, 18.11.2023 kl. 16:30

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins Ólafur segir svo vel, þá var hún Anna á Hesteyri þekkt fyrir sína barnslegu einlægni og það  sem meira er HÚN TRÚÐI EINLÆGLEGA Á ÞAÐ GÓÐA Í ÖLLUM og gott dæmi er um það að hún skaut skjólshúsi yfir nokkra "ógæfumenn" og ALLIR báru þeir henni góða sögun og þeir undu hag sínum vel hjá henni.....

Jóhann Elíasson, 19.11.2023 kl. 12:36

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  þetta er satt og rétt hjá þér.

Jens Guð, 19.11.2023 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband