Furðulegt tilboð

  grill

  Ég keyrði á eftir strætisvagni áðan.  Rétt er að taka fram að ég er sjóndapur vegna nærsýni og fjarsýni.  Til viðbótar var strætisvagninn óhreinn.  Það rigndi og ég hef ekki ennþá fundið takkann á bílnum sem setur rúðuþurrkur af stað.  Enda er ég ekkert viss um að það myndi breyta miklu.

  Aftan á strætisvagninum var auglýsing frá Hótel Reykjavík.  Ég sá ekki betur en að þar stæði eitthvað á þessa leið:

  "Hádegistilboð á 2150 kr.:  Einnota útigrill eða hlaðborð"   

  Þrátt fyrir rigninguna langaði mig að eignast útigrillið.  En mér þykir það frekar dýrt.  Það er hægt að fá útigrill á 198 kall í Eurosport.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Spurning um að fjárfesta í gleraugum Jens

Ómar Ingi, 22.9.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Ragnheiður

Ja ég kalla þig góðan að sjá, steinblindan, að strætó var skítugur

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég á tvenn gleraugu.  Bæði týnd.  Finn þau ekki gleraugnalaus.

  Horsí,  ég sá það ekki beint.  Ég hafði það meira á tilfinningunni.  Sjötta skilningsvitið.

Jens Guð, 22.9.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég myndi nú frekar fá mér innigrill en útigrill, fyrst það er rigning, Jensinn minn.

Þorsteinn Briem, 22.9.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Jens Guð

  Samkvæmt auglýsingunni stendur einungis útigrill til boða hjá Hótel Reykjavík.

Jens Guð, 22.9.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Skattborgari

Ég held að þú ættir að skila inn bílprófinu fyrst þú getur ekki fundið hvar á að setja rúðuþurkunar á lengur.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 23.9.2008 kl. 00:00

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef þú notar útigrillið inni breytist það sjálfkrafa simmsalabimm í innigrill.

Og ef þú notar innigrill úti breytist það í útigrill. Það segir sig nú sjálft, Jensinn minn.

Með eða án gleraugna.

Þorsteinn Briem, 23.9.2008 kl. 00:01

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þessi var góður fyrir svefninn.    Farin að lúlla.

Ía Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 00:05

9 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  ég var ekki búinn að fatta þetta.  Takk fyrir það.

  Góða nótt í Prag,  Ingibjörg mín.

Jens Guð, 23.9.2008 kl. 00:52

10 Smámynd: Jens Guð

  Skattbotgari,  bíllinn er vinnutækið mitt.  Það er kostur að fátt utan bílsins truflar akstur minn.  Mér nægir að sjá móta fyrir bílunum á undan og til hliðar.  Það hefur aldrei skapað vandamál.  Ég þarf ekkert að sjá meira.  Smáatriði eru áreiðanlega til óþurftar.

Jens Guð, 23.9.2008 kl. 00:55

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvernig er hægt að vera bæði nærsýnn og fjarsýnn?  Ég er nærsýn og er ég ekki fjarsýn nema að ég sé með sterku gleraugun sem ég horfi á sjónvarpið með.  Með tölvugleraugunum sé ég ágætlega bæði nálægt mér og sæmilega á sjónvarp ef það er ekki of langt frá mér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2008 kl. 02:00

12 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  þær voru ansi skemmtilegar lýsingar þínar á rugludöllunum sem mæta á barinn hjá þér.  ´Ég veit ekkert um gleraugu.  Ég veit það eitt að ég sé allt í móðu sem er nálægt mér og allt í móðu sem er fjarri mér.  En ég læt það mér í léttu rúmi liggja.  Ég er búinn að sjá flest og þarf ekkert að skoða það betur.  Þegar ég horfi á sjónvarp læt ég mér nægja að hlusta á talið.  Þegar ég keyri bíl læt ég mér nægja að sjá móta fyrir öðrum bílum.  Ég þarf ekkert að sjá hvernig þeir eru á lit eða hver er í þeim. 

Jens Guð, 23.9.2008 kl. 02:30

13 identicon

Blindur maður kennir skrautskrift :) þetta kallar maður að láta ekki fötlunina trufla sig.

Röggi (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:03

14 identicon

Þú tekur ekki svona "tilboðum", Jens. Rúllaðu bara niður á BSÍ og skelltu í þig kjamma með stöppu, hm. 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband