Einn góður

  fingur í gegnum auga
  Þeir voru aðeins tveir gestirnir á Hafnarbarnum,  ungi sjómaðurinn og gamall sjóræningi.   Þeir tóku spjall saman og ungi sjómaðurinn spurði hvers vegna sjóræninginn væri með tréfót.  Sjóræninginn svaraði:
  - Ég féll eitt sinn útbyrðis í átökum er við réðumst til uppgöngu í farmflutningaskip.  Þegar félagarnir drógu mig um borð aftur náði hákarl að bíta neðan af öðrum fætinum á mér.
  - Vá!  En hvers vegna ertu með krók í stað framhandleggs? 
  -  Það gerðist þegar við réðumst á annað skip löngu síðar og okkur var veitt hörð mótspyrna.  Einn af óvinunum náði að höggva framan af hendinni á mér með sveðju.
  -  Svakalegt.  En af hverju ertu með lepp fyrir öðru auganu.
  -  Ég missti augað þegar mávur skeit á það.
  -  Hvernig gastu misst augað við að fá mávaskít í það?
  -  Ja,  sko,  þetta gerðist sama dag og ég var í fyrsta skipti með krók á hendinni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 25.10.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband