Framburður á nafni Eivarar

DSCN1774

  Ég heyrði dagskrárgerðarmenn á rás 2 ræða um framburð á nafni færeysku álfadrottningarinnar Eivarar,  bestu söngkonu heims.  Þeir sögðu ótækt að vera með það sem þeir töldu vera enskan framburð þegar talað er um Ævöru.  Niðurstaðan var sú að við ættum að tala um Eivöru samkvæmt íslenskum framburði.

  Ég veit ekki hvernig enskumælandi bera fram nafn Eivarar.  Sennilega er það Ævör.  Hitt veit ég að Færeyingar tala um Ævör.  Eða svo gott sem.  Kannski örlítið út í eins og Aivör.

  Til gamans má geta að nafnið Eivör er komið úr ásatrú og þýðir Heill Vör!  Vör er gyðjuheiti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Kristinsson

Bara svo framarlega að við förum ekki að bera nöfn á öðrum tungumálum fram með okkar framburði.

Annars finnst mér að dagskrárgerðarmenn eigi að kynna sér hvernig á að bera fram nöfn listamanna á tungumáli listamannanna ef því er komið við.

Pétur Kristinsson, 11.11.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað er málið með þessa bláu úlpu Jens ?  Þú ert í henni á hverri einustu mynd sem kemur af þér á bloggið :)

Ekki það að þú skygir eitthvað á Aivör 

Óskar Þorkelsson, 11.11.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skyggir átti að standa þarna :)

Óskar Þorkelsson, 11.11.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Ómar Ingi

Myndarlegt par þarna á ferðinni 

Ómar Ingi, 11.11.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hjónasvipur?!

Vilborg Traustadóttir, 11.11.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Jens Guð

  Pétur,  þetta er eilífðarvandamál.  Í sumum asíumálum skiptir tónhæð máli í framburði.  Oft hafa komið upp dæmi þar sem íslenskir dagskrárgerðarmenn bera fram nöfn útlendinga samkvæmt enskri málhefð en ekki samkvæmt framburði þess lands sem viðkomandi er frá.

  Óskar,  ég held að þessi ljósmynd sé sú eina sem hefur birst á blogginu af mér í bláu úlpunni.  Þó má vera að mig misminni.  Ég held reyndar að ég sé búinn að týna þessari ágætu úlpu.

  Þar fyrir utan skyggir enginn á Eivöru.

  Ómar og Ippa,  ég er töluvert eldri en foreldrar Eivarar.  Ég hef þekkt hana frá því að hún var 15 - 16 ára.  Mig minnir að hún sé 24ra ára í dag.  Frábær stelpa sem ég hef mikið dálæti á.  Foreldrar hennar og þeir aðrir ættingjar hennar sem ég þekki eru sömuleiðis meiriháttar frábært fólk.  Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með Eivöru frá því að hún ung stelpa að syngja djass í Færeyjum og verða þekkt og vinsæl söngkona á alþjóðamarkaði.  Án þess að láta velgengni stíga sér til höfuðs.  Hún er alltaf jafn undrandi á frama sínum og jafn elskulega lítillát og jarðbundin sem stelpa úr 1000 manna þorpinu Götu í Færeyjum.  Í fyrra keypti hún sér hús í Götu til að geta sem oftast verið í samvistum við vini sína og vandamenn þar.  Eivör er ein frábærasta manneskja sem ég hef kynnst.

Jens Guð, 12.11.2008 kl. 00:41

7 identicon

Íslendingar eru kjánar sem nenna ekki að kynna sér eða spyrja Færeyinga hvernig nöfn þeirra eru borin fram. Hún heitir ekkert annað en Eivör(Ævör) með EI-i sem er borið fram sem Æ.

Það er hroki við Færeyinga að kalla þá nöfnum sínum með íslenskum framburði, við myndum ekki gera þetta við nokkra aðra þjóð en gerum þetta við Færeyinga af því að þeir eru minni en við.

Jógvan sem vann X-factor fékk sinn skerfin af þessu, ég held að Íslendingar kunni ENN ekki að bera fram nafn hans eða þegar þeir heyrðu það borið fram rétt, eða heilinn bara neitað að fatta það af því að sumar færeyskar framburðarreglur eru skrýtnar. -ógv- er borið fram -egv-, semsagt Jegvan. Sama með Rógva Jacobsen sem spilaði hér með KR. Það er borið fram Regvi.  Fleira: Sama með sjógvur (sjór) = sjegv og t.d. bæinn Gjógv ("Gjá") =Gjegv.

Ari (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband