Saga breska pönksins VIII

 

  Hróđur bresku pönkbylgjunnar fór ađ berast til annarra landa er leiđ á áriđ 1977.  The Damned fór í hljómleikaferđ til Bandaríkjanna um miđjan apríl.  Var ţar međ fyrst breskra pönkhljómsveita til ađ spila utanlands.  Ţrátt fyrir ítrekađ frumkvöđlastarf á upphafsárum pönksins stóđ The Damned alltaf í skugga The Sex Pistols og The Clash hvađ varđađi vinsćldir og áhrif.

  Í lok apríl var The Clash ađalnúmer á hljómleikahátíđ í París,  Nuites de Punk.  Um svipađ leyti sendi The Jam frá sér jómfrúarlag sitt,   In the City.  Ţađ er á myndbandinu hér ađ ofan.  Viku síđar kom út samnefnd stór plata frá The Jam.  Lagiđ fór í 40.  sćti breska vinsćldalistans og platan í 20.  sćti. 

  Nokkrum dögum síđar fór The Clash í vel sótta og stórbrotna hljómleikaferđ um Bretland,  White Riot Tour.  Međ í för voru The Jam,  Buzzcocks,  The Slits og Subway Sect.  Hljómleikaferđin bar nafn međ rentu.  Strax á fyrstu hljómleikunum,  í The Rainbow Theatre í London,  varđ allt brjálađ.  Í hamagangnum voru 200 sćti eyđilögđ. 

  The Jam skar sig frá öđrum pönksveitum.  Bćđi tónlist og klćđaburđur drógu dám af mod-rokki (frćgasta mod-sveit sögunnar er The Who).  Eins og í tilfelli The Stranglers gaf ţađ pönkbyltingunni aukiđ vćgi og dýpt ađ ţessar hljómsveitir voru ekki alveg eins og The Sex Pistols og The Clash.

 

  Í júlí sendi The Jam frá sér smáskífuna  All around the World / Carnaby Street.  Hvorugt lagiđ var á stóru plötunni  In The City.  Smáskífan fór í 13.  sćti breska vinsćldalistans.  Ţar međ var The Jam komin í hóp ţeirra stćrstu í pönkinu ásamt The Sex Pistols,  The Clash og The Stranglers.  Mest áberandi fylgihnettir voru The Damned og Buzzcocks.  Pönkiđ var orđiđ stórveldi sem óx jafnt og ţétt.  Hér flytur The Jam  Carnaby Street.

-------


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

The Jam voru undir mestum áhrifum frá hljómsveitunum Who, Small Faces, Kinks og Beatles og ţeir fóru ekki í launkofa međ áhuga sinn á tónlist ţeirra frábćru hljómsveita. Sex Pistols höfđu líka áhrif á tónlist The Jam, en umfram flestar pönkhljómsveitir, ţá voru međlimir The Jam hörkugóđir hljóđfćraleikarar. Önnur slík undantekning er hljómsveitin The Clash eftir ađ einn besti trommari rokksins, Topper Headon settist ţar viđ trommusettiđ. The Clash duttu fljótt ađ mestu út úr pönktónlist rétt eins og The Jam og sóttu m.a. mikil áhrif í bandaríska tónlistarmenn, svo sem Bob Dylan, The Stooges, New York Dolls og Ramones. Ţá sóttu ţeir í reggae tónlist Bob Marley og Jimmy Cliff. Bresku hljómsveitirnar Mott the Hoople, The Who og jafnvel Roxy Music höfđu líka greinileg áhrif á tónlistarsköpun the Clash.    

Stefán (IP-tala skráđ) 6.3.2009 kl. 09:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband