Í sviðaveislu hjá mótorhjólagengi

rannveigh-1vítisenglarvítisenglar1ingvihögnasonsiggi ginsengrannveigh

  Í gærkvöldi var mér boðið í sviðaveislu hjá kærri vinkonu,  Rannveigu Höskuldsdóttur, og til langs tíma félaga mínum í Frjálslynda flokknum.  Mér skilst á henni að hún sé nú búin að yfirgefa flokkinn.  Það breytir ekki því að Rannveig er jafn frábær manneskja fyrir því og hefur í engu breytt afstöðu gangvart baráttu gegn kvótakerfinu.

  Þegar á reyndi kom í ljós að sviðaveisla Rannveigar var samfundur mótorhjólagengis.  Það var gaman að kynnast í persónu Ingva Högnasyni,  mótorhjólatöffara og stríðnispúka á blogginu.  Ég biðst forláts á að hafa jafnóðum gleymt nöfnum annarra mótorhjólatöffara í sviðaveislunni.  En sviðin voru eðal góð veisla með rófum.  Bestu þakkir fyrir mig.  Við Siggi "ginseng" vorum þeir einu í veislunni sem vitum ekkert um mótorhjól en hlustum þeim mun meira á hljómsveitina Motorhead og mótorhjólalög á borð við  Born to be Wild með Steppenwolf.

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var frábært að heimsækja eðalvinkonu okkar hana Rannveigu, sjá hvað hún býr vel og kynnast góðum og skemmtilegum vinum hennar í sviðaveislunni.  Rannveig þú ert frábærust

Takk

Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Djö..! Af hverju sagðirðu mér ekki frá þessu? Ég hefði mætt! Ég geng á átta. Einn af þeim eru þrír mótorhól!

Siggi Lee Lewis, 18.4.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, loksins komstu þá til Rannveigar í mat, búið að standa ansi lengi til!

Ég er já sannfærður um, að Rannveig er þyngdar sinnar virði í gulli og rúmlega það!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 20:34

4 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Þórðar,  ég tek undir hvert orð.

Jens Guð, 18.4.2009 kl. 21:29

5 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  ég hélt að þú værir í þessu mótorhjólagengi.

Jens Guð, 18.4.2009 kl. 21:30

6 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  um daginn bauð Rannveig mér í kjötsúpu.  Þá tókst ekki betur til en svo að ég gleymdi að mæta.  Það var hrikalegt klúður.  Eina afsökun mín var að hún dagsetti kjötsúpuna með of margra daga fyrirvara.  Ég á erfitt með að muna lengra en tvo daga fram í tímann.

Jens Guð, 18.4.2009 kl. 21:36

7 Smámynd: Rannveig H

Takk fyrir komuna Jens og Siggi. Maggi minn þá fyrst væri ég orðin eiguleg á þessum krepputímum ef ég væri þyngdar minnar virði úr gulli

Rannveig H, 18.4.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Jens Guð

  Rannveig mín kæra,  bestu þakkir fyrir síðast.  Það var rosalega gaman.  Höldum líka til haga að þú átt Íslendingasögurnar prentaðar 1895 og glæsilegt þrívíddarmálverk frá því snemma á síðustu öld. 

Jens Guð, 19.4.2009 kl. 02:04

9 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Takk fyrir það Rannveig. Hef sjaldan skemmt mér eins mikið!

Siggi Lee Lewis, 19.4.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband