9.8.2009 | 22:47
Léttsteikt smásaga
Hrafnkell hefur aldrei verið jafn taugaóstyrkur á ævi sinni. Samt margfaldaðist sjálfstraust hans þegar hann sigraði í kvennahlaupi karla í Grindavík fyrir nokkrum dögum. Sigurinn gaf honum kjark til að kalla foreldra sína á fjölskyldufund. Hann á 16 ára afmæli eftir nokkra daga og ætlar að halda upp á daginn frjáls, laus við leyndarmál. Fjölskyldufundurinn er að hefjast.
"Ég ætla ekki að sitja undir einhverju andskotans rugli," þrumar pabbi hans eins og sá sem valdið hefur. "Ég ætla að standa!"
Pabbinn gnæfir yfir Hrafnkel sem horfir vandræðalegur niður fyrir sig. Pabbinn er 2ja metra hár rumur og breiður eftir því. Hann er með krosslagða handleggi. Netabolurinn leyfir ótal húðflúrum af hauskúpum, sveðjum og blóðugum aftökum að njóta sín. Þykkt og fagurgult hárið er skipti í miðju og nær niður á mitt bak. Skeggið hefur ekki verið snyrt í áratugi.
Mamman situr, lítil og nett. Ljóst hár hennar er stuttklippt. Hún er alltof mikið máluð í andlitinu. Hún er áhyggjufull.
"Það er erfitt fyrir mig að segja þetta," viðurkennir Hrafnkell. Hann slær á kjólinn sinn eins og til að slétta ósýnilega krumpun á honum. Svo togar hann í síðar svartar fléttur sínar eins og 10 ára stelpa, herðir upp hugann og lætur vaða: "Ég er Kínverji."
"Hvurn djöfulinn ertu að segja, drengur?" öskrar pabbinn. "Nú verður einhver drepinn!" Heiftarleg reiði og kvíðakast hellast samtímis yfir hann. Það er að líða yfir hann. Á síðustu stundu nær hann að snúast á hæl og hlaupa öskrandi fram í eldhús. Þar rífur hann langan og flugbeittan skurðarhníf upp úr hnífaparaskúffunni. Hann heldur áfram að öskra að nú verði einhver drepinn. Með eldsnöggum hreyfingum sækir hann tertudisk upp í skáp og raðar snyrtilega á hann nokkrum niðurskornum brauðsneiðum. Úr ísskápnum sækir hann smjör, tómata, agúrku og fleira. Hann smyr brauðsneiðarnar vandvirknislega, sneiðir grænmetið ofan á þær, sprautar majónesi yfir miðjuna, setur ýmist rauðan eða svartan kavíar ofan á, rífur upp dós með niðursoðnum apríkósum og sker örlitlar sneiðar sem hann setur á miðju hverrar brauðsneiðar. Apríkósurnar eru frekar til skrauts en bragðbætis. Samt passa þær vel við. Það fá Hrafnkell og mamman að sannreyna eftir að pabbinn hefur lagt diskinn á stofuborðið á milli þeirra.
Mamman er hágrátandi en pabbinn hefur náð jafnaðargeði. Hann spyr þó hálf ringlaður: "Heitir þú þá ekki Hrafnkell? Hvert er kínverska nafnið þitt?"
"Þetta hefur ekkert með nafnið að gera," leiðréttir Hrafnkell. "En ætlarðu að segja mér að þig hafi aldrei grunað neitt?"
"Ójú, mig hefur grunað," viðurkennir pabbinn með fullan munn af brauði. "Á tímabili var ég viss um að mamma þín væri að halda framhjá mér. Hún hvarf úr húsi allar nætur - nema þegar hún var á túr - og kom ekki aftur fyrr en undir morgun. Eina helgina þurfti ég út á land. Vegna óveðurs varð ég að snúa við. Ég náði aftur heim um miðja nótt. Ég læddist inn til að vekja engan. Niðri í gangi sá ég ókunnuga fjallgönguskó. Ég læddist upp á loft í myrkri og heyrði að mamma þín var ekki ein í svefnherberginu. Ég stökk öskrandi inn í herbergið. Þá lágu þær þarna naktar mamma þín og Sigga sæta í næsta húsi. Þær voru að hamast í píkunni hvor á annarri. Þær sögðu mér að lús væri að ganga og presturinn eða hreppsstjórinn hefði beðið þær um að leita að lús. Það voru þær einmitt að gera þegar ég truflaði þær.
Ég notaði þetta vandræðalega augnablik til að spyrja út í næturferðir kellu. Hún sagðist stundum verða heitt á nóttunni. Þá væri hressandi að fara út og láta norðangarrann lemja sig í andlitið í nokkra klukkutíma. Það passaði við að hún kom alltaf rjóð og sæl inn aftur. Það sem ég skammaðist mín fyrir að hafa vantreyst þessari elsku." Pabbinn varð hálf klökkur og klappaði grátandi konunni á kinn.
Hrafnkell lætur þessa ljúfu sögu ekki slá sig út af laginu og heldur áfram: "Pabbi, hefur þér aldrei fundist skrýtið að ég sé svarthærður, skáeygður og með gula húð?"
"Nei, Hrafnkell minn," fullyrðir pabbinn glaður í bragði. "Björk er uppáhaldssöngkonan mín og það er gaman hvað þú líkist henni. Þess vegna hef ég alltaf keypt á þig samskonar kjóla og hún er í á myndböndunum sínum. Það er næstum eins og að hafa Björk daglega inni á heimilinu. Þetta eru forréttindi. En án þess að mér komi það við: Áttar þú þig á því hvers vegna þú ert Kínverji?"
Hrafnkell verður vandræðalegur og tautar stamandi: "Ja, Sigga sæta var búin að eignast stelpu. Fólkið í næsta húsi var búið að eignast tvíbura og einn strák til viðbótar. Þá fæddist ég. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum er fimmta hvert barn sem fæðist Kínverji. Ég var einfaldlega fimmta barnið í þessu tilfelli."
"Ég hefði getað sagt mér þetta sjálfur," segir pabbinn drjúgur með sig. Hann lítur á klukkuna og bætir við: "Ég ætla að fara og fá mér bjór með strákunum. Ég styð þig alltaf strákur minn. Mér kemur ekkert við hvort þú ert Kínverji, Reyðfirðingur eða Skoti svo framarlega sem þú ert ekki Dani. Ég er samt ekki sáttur við framkomu ykkar í garð Tíbeta."
Áður en pabbinn stekkur út úr dyrunum kallar hann: "Burt séð frá skammarlegu ofríki ykkar gagnvart Tíbetum er ég að mörgu leyti stoltur af þér, Hrafnkell minn. Þú hefur náð íslenskunni ótrúlega vel. Yfirleitt eiga Kínverjar erfitt með að læra íslensku."
----------------------------------------
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt 10.8.2009 kl. 13:50 | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg saga, með óvæntum endi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2009 kl. 23:55
he he mér fannst þessi skondinn !
Óskar Þorkelsson, 9.8.2009 kl. 23:58
Þú ert nú meiri grallarinn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2009 kl. 11:23
Zkemmtilega zteikt !
Steingrímur Helgason, 10.8.2009 kl. 11:40
Alltaf gaman að lesa þig.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 13:58
Falleg myndin af Hrafnkeli. Snotur strákur.
Sveinn (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 14:37
Þessi er skemmtileg
Hjóla-Hrönn, 10.8.2009 kl. 15:23
Skemmtilega steikt saga hjá þér gamli.
Jens veistu hver er munurinn á heimavinandi húsmóður og hóru?
Hannes, 10.8.2009 kl. 16:21
Hannes
Er nokkur munur ?
Ómar Ingi, 10.8.2009 kl. 19:28
Ómar. Munurinn er sá að hóran er með marga viðskiptavini en húsmóðirin er bara með einn sem borgar mjög vel.
Hannes, 10.8.2009 kl. 21:15
Ómar Ingi, 12.8.2009 kl. 21:03
Jóna Kolbrún, takk fyrir það. Þér að segja er ég nokkuð ánægður með þessa skrítnu sögu.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 21:11
Óskar, takk fyrir það. Ég skemmti mér vel við að semja þetta bull.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 21:14
Ásthildur, ég var í grallarastuði þegar sagan laust niður í minn furðulega haus.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 21:16
Steingrímur, bestu þakkir fyrir "komlímentið".
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 21:17
Sigurbjörg, kærar þakkir fyrir jákvæð viðbrögð. Stundum ganga sögurnar mínar fram af fólki vegna bullsins. Ég ræð af viðbrögðum hér að þessi hafi tekist þokkalega.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 21:19
Sveinn, það var þessi mynd sem kveikti hugmyndina að bullsögunni.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 21:21
Hjóla-Hrönn, takk fyrir góð viðbrögð.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 21:22
Hannes og Ómar Ingi, sumar vændiskonur eru fyrirmyndar húsmæður. Sumar húsmæður eru sömuleiðis vændiskonur. Svo eru líka til hórkarlar, gigalóar og hvað þetta heitir. Mér þykir samt skrítið að í frjálsræði Íslendinga í kynferðismálum sé til vændi.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 21:28
Jens. Þær eru það alveg örugglega og þá sérstaklega í r*****. Ég er ekki hissa miðaða við hvernig íslenskar femma****** eru margar hverjar að vændi sé algengt.
Hannes, 12.8.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.