Bestu og verstu bloggarar landsins

larahanna

  Í helgarblaði DV er opnugrein um bestu og verstu bloggara landsins.  Úttektin leggur út af niðurstöðu 15 álitsgjafa.  Ég er ekki alveg viss en held að hver álitsgjafi nefni 3 bestu og 3 verstu bloggarana.  Mér til ómældrar gleði er ég á lista yfir bæði bestu og verstu bloggara landsins.  Rökin fyrir að ég sé einn af verstu bloggurum eru þau að ég sé: "Besserwisser sem telur sig vita allt best".

  Það er gaman.  Besserwisser er sá sem er yfirmáta fjölfróður.  Það er ég hinsvegar ekki.  Ég er fáfróður en geri mikið úr því litla sem ég veit.  Nákvæmari lýsing hefði átt að vera:  "Gefur sig út fyrir að vera besserwisser..."  En samt.  Það er skemmtilegt að vera (ranglega) skilgreindur besserwisser.

  Lára Hanna hefur yfirburði sem besti bloggarinn.  Hún er vel að þeim titli komin.  Ég er henni ekki alltaf sammála.  Það skiptir ekki máli.   Blogg hennar er eins og fjölmiðill út af fyrir sig.  Hún leggur rosalega mikla vinnu í bloggið sitt.  Ég skil ekki hvernig hún nennir að hlaða inn á blogg sitt heimildum sem sumar spanna mörg ár aftur í tímann.  Ég kvitta glaður undir að Lára Hanna sé besti bloggari landsins.

  Verra þykir mér að Stefán Friðrik Stefánsson sé útnefndur versti bloggarinn.  Sagður hafa eyðilagt fréttabloggið og vera konung endurvinnslunnar.  Ég kann vel við blogg Stefáns.  Kíki oft inn á hans bloggsíðu.  Hann bætir fróðleiksmolum við fréttir Moggans og liggur ekki á sínum skoðunum.  Hann er íhald af gamla skólanum (Sjálfstæðisflokksmaður) en gagnrýninn á sitt fólk.  Opinskár og heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér. 

  Daglegur fjöldi innlita á bloggsíðu Stefáns væri ekki sá sem raun ber vitni nema vegna þess að fólk hefur áhuga á því sem þar er í boði.

  Samkvæmt niðurstöðu DV veitir Jón Valur Jensson Stefáni harða samkeppni sem versti bloggarinn.  Jón Valur er sakaður um trúarhræsni,  leiðindi og ýta undir hatur,  misklíð og heiftúðskap.

  Egill Helgason er næst besti bloggarinn.  

  Gaman væri að hlera álit ykkar á bestu og verstu bloggurum.  En vinsamlegast sniðgangið mitt nafn í umræðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst Lára Hanna bera af, þann versta veit ég ekki um.  Ég les yfirleitt ekki léleg blogg, nema kannski stundum óvart þá geri ég það yfirleitt ekki aftur, nema kannski fyrir slysni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.9.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Hannes

Ég er ekki hissa á að Lára Hanna hafi unnið sem besti bloggarinn enda er hún það án efa.

Ég er nú sammála með hann Stefán Friðrik Stefánsson enda les ég hann aldrei.

Tilnefni Ómar Inga Friðleifsson sem þann versta Svan Gísla Þorkelsson sem þann besta.

Tilnefni Jens Guð sem mesta bull bloggarann á moggablogginu.

Hannes, 14.9.2009 kl. 01:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju ættum við að sniðganga þitt nafn,ertu kanski "vanhæfur"á þínu eigin bloggi.  Ég myndi alltaf meta svona: Bestur í fréttaskýringum og úttekt á því efni. Rannsóknar, bloggari,skemmtilegasti sem lætur mann hlægja upphátt,myndefni í hverju bloggi tekið úr lofti.  Nei verð að fara að sofa klára seinna,bara góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2009 kl. 01:11

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jens Guð er örugglega besti "Önnu á Hesteyrisbloggarinn"  allavega kýs ég þannig. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.9.2009 kl. 01:37

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er álíka gáfulegt að tala um besta eða versta bloggarann og spá í hver sé besti Royal búðingurinn. Smekksatriði.

Yngvi Högnason, 14.9.2009 kl. 09:43

6 identicon

Jónas, Egill og Dr. Gunni hafa haldið á bloggkyndlinum megnið af þessum áratug og hann er ekki á leiðinni úr þeirra krumlum í bráð.

Vondir bloggarar, hmmm...get ekki sagt að ég nenni að velta mér upp úr lélegu bloggi en ætli Jón Valur Jensson sé ekki kóngurinn þar (ég get aldrei lesið meira en hálft blogg í einu með honum, sko).

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 09:45

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hafði gaman af að lesa þetta, og er sammála um marga, algjörlega sammála um Láru Hönnu sem besta gloggarann.  Þetta er  samt meira til að hafa gaman af en taka mark á.  Enda er ekki nein keppni í gangi að mínu mati.  Les aldrei Stebba Fr.  get ekki alveg tekið undir allt lofið sem á hann er sett.  Því hann hefur sýnt á sér aðrar hliðar gagnvart mér.  En það er allt önnur saga. 

En sem sagt það er gaman að svona álitsgjörðum,  þetta er mikið til eitthvað sem við gerum og leggjum mat á.  Og sumir taka þessu alvarlega.  En þannig er Ísland í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 10:43

8 identicon

  Það er gaman að þessu.  Sammála um Láru Hönnu, fannst þó vanta  Jónu Gísladóttur, Gurrí, og Jenný Önnu þótt hún væri nefnd í framhjáhlaupi.  Ég hef skemmt mér betur yfir þeirra bloggum en nokkurra annarra.  Svo eru ýmsir sem ég er svo gjörsamlega ósammála að ég tek út fyrir að lesa það sem frá þeim kemur.  En svoleiðis er nú bara lífið.

Sólveig Margrét Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:56

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég les bara það sem mér finnst fróðlegt og/eða skemmtilegt og lendi ekki viljandi í leiðindum. Annars er þetta ágæts úttekt hjá blaðinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 15:52

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bloggvinir mínir eru klárlega bestir þar á meðal eru Lára, Ásdís, Stefán og Jens. En ég hef skoðað síður allra sem gera athugasemd hér að ofan og hér eru flottir bloggarar á ferð.

Finnur Bárðarson, 14.9.2009 kl. 16:22

11 identicon

Finnst nú undarlegt að tilnefna Egil sem besta "bloggara" þar sem mest af hans bloggi er copy paste af aðsendum greinum. Kannski hægt að nefna hann besta "klippara og límara" eða eitthvað slíkt.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 16:37

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef ekki má nefna Jens,er ég samt ekki lens.  Ein færsla getur verið áhugaverð,hver sem hana ritar.Ekki er víst að næsta færsla viðkomandi sé eins áhugaverð. Þannig snýr það að mér. Hildur Helga er "professional",það fer ekki á milli mála.Hún er svo skrambi leikin að finna að,mönnum og málefnum á lúmskan,einarðan hátt,laus við stærilæti.  Fyrir mér er (blog)vinátta mikilsvirði,eins og milli okkar Ingibjargar  Hinriks. Að vera afslappaður í ath.semdum. Lára Hanna er hreint afbragðs góð. Víst er Jón Valur góður, 2 að nafni Jenny,góðar.Eru ekki allir góðir,sumir stundum, örfáir alltaf. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2009 kl. 16:57

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Má ég líta inn aftur,gleymi aðal sprengikkrafts'bloggaranum; Sverri Stormsker.  p.s. ´´Asthildur,Finnur, viljiði vera memm.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2009 kl. 17:06

14 Smámynd: Ómar Ingi

Ég er nú ekki með Blogg Hannes minn , ég kalla það sem ég stunda krass ( Copy paste ) og er nú haldið úti svona fárra vina vegna en ekki til hrella hinn almenna borgara eins og þig enda er ég nú ekki að commenta á færslur hjá MBL til að fá fólk til að skoða það sem ég krassa þarna inn sem er nú bara um kvikmyndir , Tónlist og rugl sem á netinu fyrirfinnst.

En annars er Sverrir að mínu mati með skemmtilegasta bloggið , alltaf les ég Jens Guð sem er alveg ágætur og svo hún Jóna og Ásdís eru algerar perlur.

Annars má finna fullt af öðrum góðum bloggurum sem eru með alvöru blogg , þannig að ég þigg titilinn versta bloggið sem er ekki blogg með virtum

En þú ert alltaf velkominn Hannes minn

Ómar Ingi, 14.9.2009 kl. 18:47

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það væri gaman að sjá þennan lista.

En að setja fram verstu bloggara-lista er mjög vafasamt og það á enginn skilið að vera þar, en eiginlega eru svona listar eitthvað sem á ekki að taka alvarlega. Lára Hanna er samt vel að þessu komin þó ekki væri nema bara fyrir dugnaðinn.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.9.2009 kl. 20:11

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þessi "úttekt" ekki fyrst og fremst spurning um það, hverjir þeir eru þessir "15 álitsgjafar"? Hafa þeir ekki verið sjálfkjörnir, ýmsir vinstri-líberal fréttamennirnir, til að skammta ofan í okkur velþókknanlegar skoðanir, félagspólitískan rétttrúnað og þar fram eftir götunum? Eru þeir marktækir um afstöðu þjóðarinnar? Skipta þeir í raun nokkru máli, þegar þeir hafa misst vinnuna hjá þessum auðhringa- og ríkisfjölmiðlum sínum, sem eru allir að spila rassinn úr buxunum? Var þjóðin spurð, hvort hún vildi halda uppi starfsmönnum ríkisfjölmiðils með á 6. hundrað þúsund króna í meðallaun (miðað við árið 2007), sem kostar 3,7 milljarða króna á þessu ári? Eru Baugsfjölmiðlar marktækir? Eru málpípur þeirra það?

Jón Valur Jensson, 14.9.2009 kl. 20:12

17 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  ég er með þetta sama mynstur:  Ef ég rekst inn á leiðinlegar bloggsíður þá sæki ég ekki stíft þangað aftur.  Hinsvegar hef ég tekið eftir því að sumir virðast sækja í bloggsíður sem pirra þá.  Þeir hafa truntueðli;  þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur.

  Það er ekki mikill vandi að vera besti Önnu-á-Hesteyri-bloggarinn.  Ég er sá eini sem blogga um hana.  Þannig er ég líka versti Önnu-á-Hesteyri-bloggarinn.  Sem minnir á að ég þarf að fara að setja inn fleiri færslur um þann snilling.   

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 20:42

18 Smámynd: Hannes

Ómar. Blogg og Krass er svipað. Ég tilnefni þig líka sem þann heimskasta.

Ég kíki reglulega inn til þín gamli.

Hannes, 14.9.2009 kl. 20:42

19 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég er vel að titlinum mesti bullbloggarinn.  Ég bulla stundum svo mikið í bloggfærslum mínum að ég verð steinhissa daginn eftir þegar ég sé bullið.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 20:53

20 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  það væri verulega hlutdrægt að hafa á mínu bloggi umræðu um hvort ég sé góður eða vondur bloggari.  Það má ætla að þeir séu ekki með í umræðunni sem þykja blogg mitt vont.  Þeir eru að lesa önnur blogg.

  Á sama hátt má ætla að hlutfall vina og ættingja minna sé töluvert hærra meðal þeirra sem kíkja á mitt blogg en kíkja á blogg annarra.

  Ég veit ekki hver Ingibjörg Hinriks er.  Þarf að leita hennar blogg uppi.  Ég get tekið undir með þér varðandi aðra góða bloggara sem þú nefnir.  Jenny Anna (www.jenfo.blog.is) er á listanum í DV yfir bestu bloggarana undir liðnum "Þau voru líka nefnd".  Annars,  þegar ég skoða listann núna,  tek ég eftir því að við erum hlutfallslega fá á listanum sem bloggum á blog.is.

  Sverrir Stormsker er meiriháttar snillingur.  Hann bloggar bara aðeins of sjaldan.  Kannski til að leyfa manni að ná andanum á milli hláturgusanna.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 21:07

21 identicon

Er til linkur á listann?.. Eda er thetta aprílgabb?

Gjagg (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 21:16

22 identicon

Meistari Magnús er tvímælalaust besti bloggarinn vegna snjallra tækifærisvísna auk þess að vita hver Omar Kent Dykes er, sem alltaf er kostur.

Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 21:23

23 Smámynd: Jens Guð

  Yngvi,  vissulega er þetta smekksatriði og listarnir yfir besta og versta bloggarann eru álit 15 manns.  Þetta er bara skemmtilegur samkvæmisleikur,  eins og þegar verið er að velja bestu hljómsveit,  besta söngvara o.s.frv.  Ja,  eða besta Royal búðinginn.  Já,  þetta er bara smekksatriði sem ástæðulaust er að taka of hátíðlega.  Bara til gamans gert.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 21:27

24 Smámynd: Jens Guð

  Óskar P.,  ég get tekið undir með Jónas,  Egil og Dr.  Gunna.  Þetta eru bloggarar sem ég les mér til skemmtunar.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 21:29

25 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur,  ef ég man rétt áttuð þið Stefán Fr.  viðskipti með málefni.com.  Hann var þar ábyrgðarmaður en svo tókst þú við sem ábyrgðarmaður.  Það er leiðinlegt að kynni þín af honum hafi verið neikvæð.  Ég þekki manninn ekki neitt.  En það er alltaf virkilega gaman að fylgjast með blogginu þínu. 

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 21:33

26 Smámynd: Jens Guð

  Eitthvað - sem ég veit ekki hvað var - olli því að Stefán var kolfelldur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.  Mér skilst að þar hafi verið mynduð blokk gegn honum sem olli því að hann hafnaði í 26. sæti af 25.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 21:35

27 Smámynd: Jens Guð

  Sólveig Margrét,  ég tek svo sannarlega undir með þér.  Gurrí og  Jenný Anna eru á listanum yfir bestu bloggara.  Ég dýrka og dái blogg Jónu Á (www.jonaa.blog.is).  Alveg yndislegt blogg.   

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 21:39

28 Smámynd: Ómar Ingi

Það er aldeilis Hannes minn

Ómar Ingi, 14.9.2009 kl. 21:51

29 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  það er gaman að svona listum.  Undir þeim formerkjum að taka þá ekki of hátíðlega.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 22:07

30 Smámynd: hilmar  jónsson

Ó mæ hvað Jón Valur undirstrikar verðskuldaða tilnefningu sem einn af leiðilegustu bloggurum landsins með kommenti sínu hér.

hilmar jónsson, 14.9.2009 kl. 22:08

31 Smámynd: Jens Guð

  Finnur,  þegar margir eru kallaðir verða bara fáir útvaldir.  Þetta snýst dálítið um þá sem eru mest áberandi á þeim tímapunkti sem svona könnun fer fram.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 22:11

32 Smámynd: Jens Guð

  Þórður Ingi,  ertu ekki full dómharður um blogg Egils?  Hann hefur margt fleira fram að færa en copy/paste.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 22:13

33 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það slæðist margt skemmtilegt með á blogginu þínu.  Þar hef ég líka stundum uppgötvað áhugaverð lög í tónspilaranum þrátt fyrir að við höfum mjög ólíkan músíksmekk. 

  Vegna "kommenta" Hannesar þarf að hafa þann fyrirvara á að hann er assgoti stríðinn strákurinn.  Lætur sitthvað flakka sem er sett fram í léttúð fremur en annað.  Hann hefur nú aldeilis látið mig fá gusurnar þegar sá gáll er á drengnum.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 22:21

34 Smámynd: Jens Guð

  Emil Hannes, það er kannski dálítið ruddalegt að velja versta bloggarann.  Sjálfum þykir mér samt gaman að vera þar á lista.  Kannski líka vegna þess að ég er á listanum yfir bestu bloggarana.  En þetta er fyrst og fremst allt til gamans gert. 

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 22:25

35 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  ég kannast ekki við nema hluta þeirra 15 álitsgjafa DV.  Af þeim sem ég kannast við virðist mér sem hópurinn sé þverpólitískur.  Þarna eru til að mynda Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði (eiginkona Jónasar Friðriks Jónssonar,  fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins og tengdadóttir Jón Magnússonar vinar míns,  lögmanns og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum),  Halla Rut sem var um tíma flokksfélagi minn í Frjálslynda flokknum.  Hún kom úr Sjálfstæðisflokknum og er yfirlýstur aðdáandi Davíðs Oddssonar;  Helgi Seljan var frjálshyggjumaður þegar ég fyrst vissi af honum.  Síðar varð hann bæjarfulltrúi Biðlistans í Fjarðarbyggð.  Biðlistinn var grínframboð til höfuðs þeim sem voru á móti virkjunarfarmkvæmdum og álverinu á Reyðarfirði.  Anna Kristine hefur verið staðsett til hægri.  En vissulega kannast ég einnig við vinstri sinnaða meðal álitsgjafa.  Sjálfur veit ég ekki hvar þetta fólk staðsetur mig sem frambjóðanda Frjálslynda flokksins.  Ef það staðsetur mig út frá pólitík. 

  Mér þykir bara gaman að vera á báðum listum:  Yfir bestu og verstu bloggara.  

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 22:42

36 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég veit ekki hvort listinn er aðgengilegur á netinu.  Hann er í helgarblaði DV.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 22:44

37 Smámynd: Jens Guð

  Eyjó.  Magnús Geir (www.meistarinn.blog.is) er frábær.  Ég hleyp þó yfir bloggfærslur hans um boltaleiki.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 22:46

38 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  er þetta ekki dálítið ruddalegt?  Ja,  ég segi nú si svona.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 22:47

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Jens, fyrir svar þitt, en af því að DV er ekki á netinu og burtséð frá því, hvort þú þekkir hina 11, sem voru í þessum hópi "álitsgjafa", þá væri samt fróðlegt að fá hér "á blað" nöfn þeirra allra.

Jón Valur Jensson, 14.9.2009 kl. 23:06

40 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  hér er upptalning á álitsgjöfunum.  Ég tek fram að ég kíki oft mér til gamans á blogg þitt (og skil þar stundum eftir "komment").  Er þér oft ósammála en kann vel að meta þær vangaveltur sem birtast á bloggsíðu þinni. 

  - Kristján B. Jónsson (að ég held hjá Máli & Menningu)

  - Anna Kristjánsdóttir  (www.velstyran.blog.is)

  - Svanur Már Snorrason

  - Helgi Seljan  (RÚV)

  - Katrín Rut Bessadóttir

  - Anna Kristine  (er hún ekki blaðakona DV?)

  - Kolbrún Halldórsdóttir (fv. þingmaður VG)

  - Guðrún Ögmundsdóttir  (fv. þingmaður Samfylkingar)

  -  Rannveig Karlsdóttir

  -  Rósa Guðbjartsdóttir (bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði)

  -  Arndís Þorgeirsdóttir

  -  Halla Rut

  -  Bjarni Harðar (fv. þingmaður Framsóknarflokksins)

  -  Karen D.  Kjartansdóttir (blaðakona hjá Fréttablaðinu)

  -  Guðmundur Franklín Jónsson

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 23:33

41 Smámynd: Hannes

Ekki er ég hissa á því gamli.

Hannes, 14.9.2009 kl. 23:37

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir þetta, Jens. Guðmundur Franklín Jónsson er fyrrum sölumaður verðbréfa í New York, er á einum vef sagður "kannski upphafsmaður þess að bjóða forstöðumönnum íslenskra lífeyrssjóða í lúxusferðir til þess að [...] [sleppi þessu!]. Lét þá kaupa skuldabréf með undirmálsvöndlum og annað fleira góðgæti fyrir ævisparnað íslensku þjóðarinnar," segir þar líka, en hann hefur ennfremur rekið hótel í Tékklandi. Hlýtur að vera fínn álitsgjafi.

Karen kannast ég við, held hún sé ágætur blaðamaður.

Halla Rut er um margt ágæt, en við lentum í miklum ritdeilum (já, hvort við annað).

Bjarna þekkja allir; hygg hann mér vinsamlegan, enda fullveldissinni.

Svan Má Snorrason kannast ég ekkert við, ekki heldur Katrínu Rut Bessadóttur, Rannveigu Karlsdóttur né Arndísi Þorgeirsdóttur.

Af hinum eru a.m.k. vélstýran, Anna Kristine, Kolbrún Halldórsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og trúlega Kristján B. Jónsson og Rósa Guðbjartsdóttir eindregnir félagspólitískir andstæðingar mínir, a.m.k. í veigamiklum málum. Anna Kristine í ómálefnaleik nefnist ein grein mín, og deilt hef ég á stefnu Kolbrúnar Halldórsdóttur og Guðrúnar Ögmundsdóttur, sem og á Jónas í FME, þannig að hér eru ýmsir sem eiga jafnvel "harma að hefna", af því að ég hef ekki þagað þegar þau hefðu óskað þess.

En frábært fyrir þau að fá svona tækifæri til að rétta af meint ranglæti, ekki sízt fyrir þau sem áttu engin rökleg svör við gagnrýni minni á sínum tíma. Nú kom þeirra tækifæri!

Jón Valur Jensson, 14.9.2009 kl. 23:55

43 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég er heldur ekki hissa.  Bara slakur.

Jens Guð, 14.9.2009 kl. 23:55

44 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  bestu þakkir fyrir fróðleiksmola.  Ég þekki ekki blaðamennsku Karenar umfram að hún skrifar stundum fína bakþanka á baksíðu Fréttablaðsins.  Halla Rut er frábær og ég kveiki ekki á perunni varðandi ritdeilur ykkar.  Þó ég lesi reglulega hennar blogg og þitt.  Sú rimma hefur einhverra hluta vegna farið framhjá mér.  En ég svo sem les ekki öll blogg alltaf.  Hef sennilega verið erlendis þegar þið skiptust á skoðunum. 

  Bloggfærsla þín um Önnu Kristine er um margt fróðleg.  Ég þekki konuna ekki umfram að hún var um tíma ástkona Geirs Ólafssonar vinar míns.

  Ég ber virðingu fyrir Bjarna Harðar.  Bæði vegna þess að hann sagði réttilega af sér þingmennsku í kjölfar klúðurs með tölvupóst og þó ennþá frekar vegna sameiginlegrar andúðar okkar á ESB.

  Vegna vinskapar míns við Jón Magnússon er mér óljúft að deila á framgöngu sonar hans sem forstöðumanns Fjármálaeftirlitsins.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 00:19

45 Smámynd: Steingrímur Helgason

JVJ er ekki bloggari, í þeirri hugmyndafræði zem að liggur að baki bloggeríi & þerri gagnvirkni zem að þar á að bjóða upp á.

Í bezta falli má kalla hann velmeinandi áróðurzmeiztara málztað zínz, en ekki er hann feiminn við að brjóta þær reglur zem að hann ljónbrúkar í zíðum annara, á zinni bloggzíðu.

Ég er gamalt internet tröll, öllu vanur, zúpið bæði Freyjur, fjörur & nokkrar ferjur.

JVJ er annar af tveimur zem að ég kærði mig ekki lengur um bloggvinzkap við.

&, ég tek það fram, að það var ekki af því að ég væri ózammála honum.

Steingrímur Helgason, 15.9.2009 kl. 01:03

46 Smámynd: Kama Sutra

Ég hefði gaman af að sjá þennan lista hérna í heild sinni - bestu og verstu bloggarar landsins.  Er bannað að birta hann hérna á blogginu?

Ég hef nefnilega haft það prinsipp í mörg ár að kaupa ekki DV...

Kama Sutra, 15.9.2009 kl. 01:31

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel spurt hjá þessum Kama Sutra, tímabært!

Steingrímur minn, það er zama hve margar fjörur þú hefur zopið, þá er ég þér reyndari í zöfnun á zkráp eftir púztrana ýmza á netinu, en finnzt zamt ekkert að því að gera einz og aðrir að zetja upp ákveðna skilmála innleggja fyrir mína vefsíðu OG framfylgja þeim; það gefur líka meiri tíma til uppbyggilegra skrifa, því að ekki elska ég þrætuskrif þeirra sjálfra vegna.

Þökk fyrir svar þitt, Jens. Lengsta (en varla eina) deila okkar Höllu Rutar var sú, sem stóð um málefni ófæddra barna og fósturvíg – sennilega lengsta ritdeila í bloggheimi íslenzkum, með yfir 800 innlegg fjölmargra, sem lýstu þar afstöðu sinni, en á vefsíðu Höllu Rutar var þetta, og ætli ég hafi ekki verið með flest innleggin?

Jón Valur Jensson, 15.9.2009 kl. 02:23

48 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það er fyndið að sjá DV ásaka Jón Val Jensson um "trúarhræsni,  leiðindi, að ýta undir hatur, misklíð og heiftúðskap".Þeir hljóta að bjóða honum vinnu. Eru Þetta eru gamlar vinnureglur DV. Þeir geta þó ekki ásakað Jón um öfund og illmennsku, sem stendur í ráðningarsamningi DV-manna. Annars erum það við bloggarar sem erum í bestri stöðu að dæma. Fjölmiðlar eins og DV eru á leiðinni út. Bloggers will kill the DV. Hanna Lára getur farið að hafa tekjur af skrifum sínum eins og Egill.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.9.2009 kl. 06:01

49 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er annars kreppa í landi, þar sem menn telja sig hafa ráð á að kaupa bleðil eins og DV?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.9.2009 kl. 06:13

50 identicon

Mörg eru bloggin sem eru áhugaverd og skemmtileg ad skoda.  Ég er thó sammála thví ad blogg Stefáns Friðriks Stefánssonar er mjög fyrirsjánlegt og hundleidinlegt.  Besta lýsingin á thví bloggi er:

             Gersamlega gerilsneydd hraesni hjúpud vidbjódslegri sykurledju 

Alltaf gaman ad athuga hvad Gud er ad blogga.  Gud er ótrúlega laginn vid thad ad ná athygli fólks og lokka thad til langdvala hér á blogginu.  Margar faerslur og fullar af athugasemdum.  Gudsbloggid er fastagestur í heitum umraedum.

Ef ég á ad segja eins og er thá finnst mér Gud töluvert betri bloggari en t.d. Sverrir Stormsker.

Gjagg (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 06:20

51 Smámynd: Jón Ragnarsson

Stefán á engan séns í Jón Val

Jón Ragnarsson, 15.9.2009 kl. 10:47

52 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég hygg að hands-down, sé Gunnar Rögnvaldsson sá færasti go öflugasti þegar kemur að sannleikanum um ESB. Ég hef hins vegar engan áhuga á að vita hver er verstur, nema að hann heitir örugglega ekki Jón Valur.

Haraldur Baldursson, 15.9.2009 kl. 10:57

53 Smámynd: hilmar  jónsson

Hér stefnir í stíð milli bloggara...

Lúnkin færsla hjá þér Jens..

hilmar jónsson, 15.9.2009 kl. 11:11

54 Smámynd: hilmar  jónsson

Farðu svo að drullast á lappir Jens og svara lýðnum..

hilmar jónsson, 15.9.2009 kl. 11:16

55 Smámynd: Einar Solheim

Jón Valur er a.m.k. lang verstur.  Loftur Altice lang næst verstur.  Flestir aðrir bara nokkuð góðir, en misjafnlega góðir þó.

Einar Solheim, 15.9.2009 kl. 11:30

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segir Einar Solheim. Kannski eðlilegt við því að búast af manni, sem skrifar greinar eins og "Við verðum að ganga í ESB"!!

Jón Valur Jensson, 15.9.2009 kl. 11:44

57 identicon

Mér finnst þetta svolítið skrítin umræða, því ég held að fæstir þeirra sem titla ákveðna menn sem bestu og verstu bloggarana gætu komið sér saman um hvað það er að vera góður eða vondur bloggari. Ræðst það af vinsældum, lengd, efnistökum, hvort bloggari sé á annari skoðun en maður sjálfur, hvort hann komi vel fram, fær hann fólk til að hugsa, rífast, er hann með þjóðfélagsrýni, dagbókarfærslur, pælingar um veðrið og svo framvegis.

Magnús G. K. Magnússon (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 11:53

58 identicon

Isssss ég væri bæði besti og versti bloggarinn ef ekki væri lokað hjá mér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:05

59 Smámynd: Páll Blöndal

Jens minn, ég gaf þér titilinn mesti bullboggari landsins alveg óvart í vor.
(kannski var einhver annar búinn að því áður)
En blogg þín eru skemmtileg oft fræðandi um hin ýmsu mál.

En ég er auðvitað næstbesti bloggarinn.
Það vita allir réttþenkjandi menn og konur.

sjá vinsældarlista:
http://www.mbl.is/mm/blog/top.html

Meira segja JVJ les bloggið mitt þegar enginn sér til.

Páll Blöndal, 15.9.2009 kl. 13:41

60 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er sammála um að Lára Hanna beri af, stendur sig betur en allar fréttaveitur landsins til samans og gerir þeim skömm til með frammistöðu sinni.

Fast á hæla hennar kemur svo Gullvagninn, snertir á mikilvægum málum sem fáir hafa hugrekki til að fjalla um á hreinskilinn hátt, sannkallaður gullmoli.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.9.2009 kl. 15:45

61 identicon

Ég er ekki hissa á þessum tilnefningum miðað við álitsgjafana. Af 15 álitsgjöfum eru þar 6 karlmenn og 10 kvenmenn, samtals 16.

Annars þá hefði ég ekki getað tilnefnt neinn sem besta bloggarann. Til þess að finna verstu bloggarana er þó best að byrja á efsta sætinu á vinsælum bloggum á blog.is og vinna sig svo niður. Besti bloggarinn ætti þannig að vera sá óvinsælasti.

Svo er ég hissa á að Villi í Köben sé ekki tilnefndur sem sá versti, hann er með ódæmum leiðinlegur.

trader (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:52

62 Smámynd: SeeingRed

Gullvagninn er vissulega eðal bloggari og Lára Hanna best.

SeeingRed, 15.9.2009 kl. 17:03

63 Smámynd: Páll Blöndal

Grundvallaratriði er að það er grundvallarmunur á því hvað
fólki finnst að blogg eigi standa fyrir.

Forsendurnar eru gerólíkar.
Sumir sjá blogg sem stutt tjáskipti í hita umræðunnar.
Aðrir sem vönduð og málefnaleg greinaskrif.
Og enn aðrir nánast sem heilsteyptan fjölmiðil eða málgagn.

Það er reyndar út í hött að reyna að mæla út frá svo ólíkum forsendum.
Við gætum eins borið saman málverk og tónlist.

Páll Blöndal, 15.9.2009 kl. 17:13

64 identicon

Þessi Jens hérna kemst bara á lista yfir leiðinlegustu bloggarana vegna þess að hann talar svo mikið við sjálfan sig í kommentunum.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:19

65 identicon

Hvernig væri að gefa álit á bestu og verstu commtenturum

Sverrir Stormsker finnst mér alltaf gaman að lesa

Jens er góður og Lára Hanna.  Jóna og Jenný líka.

Stefán fer í taugarnar á mér því hann birtir bara comment eftir behag.  

kv.

Commentari

jonas (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:31

66 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  þetta er skemmtilega að orði komist:  "Ég er gamalt internet tröll, öllu vanur, zúpið bæði Freyjur, fjörur & nokkrar ferjur."

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 21:24

67 Smámynd: Jens Guð

  Kama Sutra,  af framsetningunni í DV má ráða að besti bloggarinn sé Lára Hanna og nr.2 sé Egill Helgason.  Sennilega eru næstu sæti einhvernveginn á þennan veg:

Illugi Jökulsson

Ármann Jakobsson

Ketill Sigurjónsson

Eiríkur Jónsson

Og að því er virðist koma þar á eftir:

Stefán Pálsson

Bolur Bolsson/Henrý Þór Gunnarsson

Gurrí

Þórarinn Þórarinsson

Stefán Friðrik Stefánsson

Dr. Gunni

Nanna Rögnvaldsdóttir

Jónas Kristjánsson

Óli Gneisti

Matthías Ásgeirsson

Ólafur Arnarson

Margrét Hugrún Gústavsdóttir

Marta María Jónasdóttir

Jóna Ingibjörg

Sigrún Daníelsdóttir

Jens Guð

Björn Bjarnason

Páll Vilhjálmsson

Þau fengu líka atkvæði:

Salvör Gissurardóttir

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Baldur McQueen

Björgvin Valur Guðmundsson

Jenný Anna Baldursdóttir

Magga Maur

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

Harpa Hreinsdóttir

Elísabeth Ida Ward

Kristín Jónsdóttir

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 21:36

68 Smámynd: Jens Guð

Verstu bloggararnir:

1.  Stefán Friðrik Friðriksson

2.  Jón Valur Jensson

Næstir:

Páll Vilhjálmsson

Egill Helgason

Jakob Falur Kristinsson

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Sigurður Kári Kristjánsson

Tryggvi Þór Herbertsson

Ólína Þorvarðardóttir

Jens Guð

Dr.  Gunni

Lára Hanna

Jónas Kristjánsson

Össur Skarphéðinsson

Ólafur Arnarson

Þessi fengu einnig atkvæði:

Sigurður Jónsson

Eiður Guðnason

Friðjón R. Friðjónsson

Jakobína Ólafsdóttir

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 21:40

69 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  þegar ég kíkti á þessa tveggja ára umræðu á bloggi Höllu Rutar rifjaðist umræðan upp fyrir mér.  Og bara gaman og fróðlegt að renna yfir hana aftur.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 21:54

70 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur,  það voru álitsgjafarnir sem gáfu bloggi Jóns Vals þessa umsögn.  Ekki ritstjórn DV.  Þar fyrir utan er ekki mikið mál að kaupa DV.  Eintakið kostar minna en hálfur sígarettupakki.  Mig munar ekkert um það.  Samkvæmt tekjublaði Mannlífs eða Frjálsrar verslunar (man ekki hvort) var ég tekjuhæsti bloggari landsins.  Samt get ég líka stolið blaðinu þegar mér þykir stórmarkaðir verðleggja sínar vörur of hátt.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:02

71 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég skrifa sjaldan meira en eitt blogg á dag.  Með undantekningum þegar sá gáll er á gamla manninum.  Sverrir Stormsker er miklu skemmtilegri bloggari en ég.  Hann bloggar bara svo sjaldan.  Ég er meiri göslari.  Og blogga oft um músík en þau blogg eru sjaldnast til vinsælda eða fjörlegrar umræðu.  Meira til að sinna áhugamáli.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:09

72 Smámynd: Jens Guð

  Jón Ragnarsson,  ég held að þeir séu ekkert að keppa.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:10

73 Smámynd: Jens Guð

  Haraldur,  ég fagna öllum sem beita sér gegn ESB.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:13

74 identicon

Þurfum ekki ESB, "All we need is love"  (and water)

Halda Wathne (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:17

75 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  ég er fjarri tölvu allan daginn - burt séð frá því hvenær ég drattast á fætur.  Ég rek litla heildsölu og er mest í því að keyra út vörur og síðdegis í dag sat ég langan fund sem nefndarmaður F-lista hjá borginni.  Ég komst ekki í tölvuna í dag fyrr en nú í kvöld.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:18

76 Smámynd: Jens Guð

  Einar,  ég er alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB.  En tek undir það að Loftur Altice sé ekki í hópi bestu bloggara. 

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:20

77 Smámynd: Jens Guð

  Magnús G. K.,  val á bestu og verstu bloggurum er ekkert sem á að taka alvarlega.  Þetta er aðeinst til gamans gert.  Og eðli málsins samkvæmt eru það nöfn þeirra sem eru áberandi á blogginu þegar svona könnun er gerð sem lenda á listunum.  Ég held að DV hafi ekki gefið upp neinar forsendur fyrir valinu.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:25

78 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  það var og er hið versta mál að bloggi þínu var lokað.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:27

79 identicon

 Mér finnst ósanngjarnt að nefna Stefán Akureyring, sem einn af verstu bloggurum. Skil ekki alveg hvað er verið að mæla. Stefán er málefnanlegur og heiðarlegur í skrifum sínum og kemur víða við. Hann skrifar rétt og hefur góðan smekk fyrir íslensku máli. Uppáhaldsbloggararnir mínir eru bísna ólíkir, en þeir eru eftirfarandi í stafrófsröð. Jakobína Ingunn, Jenný, Kristján Guð, Lára Hanna og Stefán Akureyringur. já og  Óskar úr Árnesþingi og margir fleiri.

J enný og 

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:27

80 Smámynd: Jens Guð

  Páll,  þér er velkomið að kalla mig mesta bullbloggarann.  Það hafa fleiri gert.  Ég kann því vel og tek undir það. 

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:30

81 Smámynd: Jens Guð

  Georg P,  ég ætla að tékka á Gullvagninum á eftir.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:32

82 Smámynd: Jens Guð

  Trader,  álitsfjafarnir eru 15;  5 karlar.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:34

83 Smámynd: Jens Guð

 Seeing Red,  ég verð greinilega að kíkja á Gullvagninn.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:35

84 Smámynd: Jens Guð

  Andri,  ég tala oft við sjálfan mig.  Segi mér góða brandara og rökræði við mig um músík.  En ég held því að mestu fyrir utan bloggið.  Hinsveagar þykir mér það vera sjálfsögð kurteisi að kvitta fyrir þau "komment" sem fylgja bloggfærslum mínum. 

  Þegar ég byrjaði að blogga fyrir tveimur árum svaraði ég bara "kommentum" þar sem spurningum var beint til mín.  Aðrir sem "kommentuðu" móðguðust og kvörtuðu undan því að ég virti innlegg þeirra ekki viðlits.  Þá áttaði ég mig á að það væru góðir mannasiðir að svara öllum "kommentum".  Ég er kurteis maður sem virði góða mannasiði.  Þannig lagað. 

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:46

85 Smámynd: Jens Guð

  Jónas,  það er góð hugmynd að velja bestu og verstu "kommentara".   En kannski snúið í framkvæmd.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:48

86 Smámynd: Jens Guð

  Halda,  "All you need is love" er góður og sígildur sannleikur.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:50

87 Smámynd: Jens Guð

  Kolbrún Bára,  ég er sammála ummælum þínum um Stefán Friðrik.  Það er líka gaman að vera kallaður Kristján Guð.  Það rifjar upp barnæskuna í Hjaltadal þegar við á Hrafnhóli vorum að leika okkur í fótbolta með Sigga í Hvammi,  Jóa,  Hjalta,  Svavari og Jobba.   

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 22:55

88 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Jens, fyrir birtingu þessa mjög svo fróðlega tvöfalda lista.

Nöfnin sem þarna má finna á "vinsældalistanum" eru ótrúlega týpískt dálæti vinstrimennskunnar og jafnvel hinna mestu róttæklinga á sínum mönnum, sem sumir hverjir eru með grófustu bloggurum, auk lítt þekktra manna í bland.

Svo kemur í ljós, að á skránni um "verstu" bloggara eru – eins og jafnan á skrám um verstu stjórnmálamenn – margir þekktustu menn á því sviði, t.d. Egill Helgason (4.), Páll Vilhjálmsson (3.), Sigurður Kári Kristjánsson (7.), Tryggvi Þór Herbertsson (8.), Ólína Þorvarðardóttir (9.), Dr. Gunni (11.), Lára Hanna (12.) og Jónas Kristjánsson, fv. DV-ritstjóri (13.).

Eins og jafnan er skárra að komast á lista yfir þá óvinsælustu eða "verst klæddu" en að komast þangað ekki! Manni er raunar heiður að því að skora hátt á lista vinstri-líberal álitsgjafanna, það sýnir að margt af skrifum manns hittir í mark. Mér væri t.d. raun að því að gera Evrópubandalags-sinnum það til geðs að hætta að hamra á því, sem er í raun stefna um 61% þjóðarinnar, þ.e. að Ísland eigi að halda sig utan þess bandalags. Svo sannarlega verð ég þessum EBé-dindlum áfram þyrnir í augum og lestur greina minna þeim áfram kvalræði!

En afar sjaldan nær nokkur, sem fer fram í stjórnmálum eða í almennum landsmálum, meirihlutafylgi við stefnu síns flokks eða málefnahóps; allir pólitísku flokkarnir t.d. eru minnihlutaflokkar! Ég er vel sáttur við það að bera fram enn eina minnihutastefnuna og reiðubúinn að taka áfram á mig ýmsar skammirnar vegna þess frá hinum sjálfskipuðu varðhundum hagsmunatengsla og félagspólitísks rétttrúnaðar ... en spyrjum svo að leikslokum!

Jón Valur Jensson, 16.9.2009 kl. 01:05

89 Smámynd: ThoR-E

Ég er ekki sammála því að Stebbi né Jón Valur séu í flokki verstu bloggarana.

En ég tek hinsvegar undir flest af þeim bestu bloggurum sem DV raðar upp.

ThoR-E, 16.9.2009 kl. 08:39

90 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Salvör og Lára Hanna hafa klárlega vinninginn í mínum augum, hvað varðar vönduð blogg í flokki samfélagsmála.  Til er fjöldi blogga, sem ekki koma beint að dægurþasinu, en eru gæðasmíð.  Ég held að Stebbi Fr. vermi botninn fyrir allt hans copy paste af fyrirsögnum líðandi stundar og kjánalegu bergmáli af skoðunum og stefnu flokkselítunnar sinnar. Svona rétt eins og hann sé prívat og persónulega að koma sér í mjúkinn hjá safnaðarformönnum þessarar trúhreyfingar, sem kallar sig Sjálfstæðisflokkurinn. Hann virðist ekki vera að höfða til neinna annarra.

JVJ er að sama skapi að kyssa rassa í sínu dauða og þjáningarkölti, sem kallast Kaþólskan, en ég get á hinn bóginn tekið heilshugar undir skrif hans varðandi ICESAVE, Evrópubandalagið og landsöluna, sem nú er í algleymi. Ég fæ ekki að tjá mig um það hinsvegar, af því að ég er ekki sammála sturlaðri sannfæringu hans á yfirnáttúrlega sviðinu. Sannfæringu, sem gjaldfellir talsvert slagkraft hans og trúverðugleika í öðrum málefnum. Því miður.

Annars er þessi metingur afar afstæður. Rétt eins og að tala um besta söngvarann eða besta rithöfundinn. Ég held að listinn, sé litaður af því hvort fólk finnur samhljóm með pólitískum skoðun viðkomandi á einhverjum tímapunkti.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.9.2009 kl. 14:32

91 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Eins og fram hefur komið þá bráðvantar skilgreinungu á góðum "bloggara" og slæmum "bloggara". Ég er anzi hræddur um að margir, jafnvel flestir, detti í þá gryfju að kalla þá góða sem eru þeim sammála og slæma sem eru það ekki.

Reyndar fer því fjarri að ég sé yfirleitt nokkurn tíma sammála Láru Hönnu. Ég hef samt reynt að leggja hlutlaust mat á "bloggið" hennar og niðurstaða mín er sú að hún er arfaslakur "bloggari" hvers "blogg" einkennist iðulega þvílíkum fjölda myndbrota að minnir helzt á úrklippubók og textinn þar á milli óttalegt torf fullt af hnjóði og gýfuryrðum.

Hvað mig varðar þá segir þessi niðurstaða matsnefndar DV mér meira en margt annað um téða nefnd og gef ég því lítið fyrir þessa niðurstöðu.

Til þess að færa rök fyrir meintu hlutleysi mínu er mér ljúft að nefna að þó ég sé oft mjög ósammála Jennýu Önnu þá þykir mér hún meðal betri "bloggara".

Tek fram að mér er óljúft að rita orðin "blogg" og "bloggari". Vildi frekar sjá orðin vefrit og vefritari meira notuð.

Emil Örn Kristjánsson, 16.9.2009 kl. 15:22

92 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  það er gott að þú stendur vaktina gegn EB-dindlum.  Virkilega gott og þarft.

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 20:57

93 Smámynd: Jens Guð

  AceR,  það er rétt að taka fram að það er ekki DV sem raðaði upp listunum yfir bestu og verstu bloggarana heldur 15 álitsgjafar.  Að vísu með þeim fyrirvara að einhver/einhverjir í ritstjórn DV valdi þá álitsgjafa til leiks.

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 21:01

94 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  það hefði verið gaman að sjá þig á lista yfir bestu bloggara.  Ég veit ekki með aðra en sjálfum þykir mér kjánalegt að meta bloggara góða eða vonda út frá því hvort maður er sammála viðkomandi eða ekki.  Hvort sem er vegna pólitískrar afstöðu,  trúarlega eða annað.  Mér þykir til að mynda skemmtilegast þegar athugasemdakerfið á mínu bloggi fyllist af "kommentum" sem eru mér ósammála.  Þá er fjör og gaman.

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 21:07

95 identicon

Mínar 0,02€

En ég mundi segja að bloggið væri þó nokkuð litlaust án Jóns Vals. Hann stendur fyrir sínu, þó ég sé yfirleitt ósammála honum. Sérstaklega kann ég vel við stíl hans, þegar hann kemur með í lokin einhver meira eða minna viðeigandi lýsingarorð um persónuna sem hann svarar.

Ég nenni sjálfur ekki að blogga enda íslenskan mín ekki lengur upp á marga fiska. Er bara með notendanafn hjá blog.is til hægðarauka. Er algjör "EB dindill".

Einar Hansson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 21:30

96 Smámynd: Jens Guð

  Emil Örn,  það er ekki til nein skilgreining á góðum og vondum bloggara.  Listinn yfir mest heimsóttu blogg er villandi.  Margir kunna það "trix" að tengja blogg sín stöðugt við fréttir mbl.is,  skrifa margar bloggfærslur á dag og svo framvegis. 

  Það er félagslegur óþroski að meta gæði bloggs út frá því hvort maður er sammála eða ósammála bloggaranum.  Það er eiginlega versta skilgreining á viðhorfi til bloggs.  Besta skilgreiningin er hvort maður sækir í tiltekin blogg án þess að það trufli hvort viðhorf viðkomandi séu önnur en manns sjálfs.  Það er gaman að kíkja á sum blogg þó maður sé oftast ósammála bloggfærslunum.  Til að mynda kíki ég oft á músíkblogg Ómars Inga þó við höfum afar ólíkan músíksmekk.  Einnig kíki ég oft á blogg Jóns Vals og Mofa þó ég hafi allt aðra afstöðu til trúmála en þeir. 

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 21:52

97 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessir bloggarar eru í uppáhaldi hjá mér:

Hefðbundin skipan í þrjú efstu sætin, en að mestu leyti hugsjónabloggarar. Tek fram að ég hef gaman af að lesa fjölbreytt blogg, eins og þitt, Hrannars Baldurssonar og margra fleiri.

Mér finnst Stefán Fr. bæði hafa kosti og ókosti sem bloggari. Hann er afkastamikill (enda sagt að hann sé á launum við að skrifa) en málfarið er lélegt hjá honum.

Síðan samþykkir hann aldrei athugasemdir hjá mér. Ég vil nota tækifærið og mótmæla bloggurum sem birta ekki athugasemdir, eins og honum, Vilhjálmi Erni, Sigurði Kára Kristjánssyni og ýmsum fleiri. Þeir eru móðgun við málfrelsið. Læt það vera að þeir sleppi að birta dónalegar athugasemdir.

Annars tók ég eftir að Egill Helgason er í áttunda sæti á moggablogginu yfir vinsælustu bloggin. Hann hefur ekki bloggað á mbl.is í rúm tvö ár. Mæla þeir heimsóknirnar á eyjublogginu hjá honum?

Theódór Norðkvist, 16.9.2009 kl. 22:24

98 Smámynd: Jens Guð

  Einar,  endilega ekki láta hefta þig í umræðunni hvernig þú metur íslenskukunnáttu þína.  Hér á blogginu eru allir jafningjar burt séð frá íslenskukunnáttu.

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 22:28

99 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  Egill Helgason skrifaði síðast bloggfærslu á blog.is í júní.  En sú síða fær það mörg innlit að þau mælast enn ofarlega yfir vinsæl blogg.

  Ég átta mig ekki á þeim sem ritskoða athugasemdir.  Kannski hafa þeir vonda reynslu af opnu athugasemdakerfi:  Dónaskap og ókurteisi.  Ég veit það ekki.  Sjálfur fæ ég oft góðar gusur frá nafnleysingjum sem kalla mig öllum illum nöfnum:  Fávita,  fífl,  heimskingja og svo framvegis.  Það er bara gaman þegar nafnleysingjar fá tækifæri til að blása.  Þeim líður betur á eftir.

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 22:42

100 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jens, hann skrifaði síðast í júní 2007. Nema hann hafi tekið færsluna út.

http://silfrid.blog.is/blog/silfrid/

Theódór Norðkvist, 16.9.2009 kl. 22:47

101 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  bestu þakkir fyrir að benda á þetta. Ég var ekki nógu glöggur að fatta þetta.

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 22:53

102 identicon

Mér finnst verstu bloggararnir vera

1. Jón Valur. Tókst heldur betur að slökkva trúaráhugann hjá mér.

2. Rósa Aðalsteins. Innilega leiðinleg og slepjuleg tilsvör og færslur.

 3 Stefán Fr. Mér finns bara ekkert koma fram nema endurtekningar á fréttum þar.

Þessir finnst mér vera  bestu.

1. Lára Hanna. Nákvæm og fróðleg í alla staði.

2 . Doctor E. Góður gustur og hnitmiðuð svör. (AFTUR Á BLOGGIÐ MEÐ HANN SKANDALL!)

3. Jóhanna Magnúsar og Völudóttir. Góður og sterkur penni. Vönduð og virðing fyrir fólki 

Með kveðju

kristján (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 02:30

103 identicon

Jens, þú ert eitthvað að misskilja, það voru greinilega 16 álitsgjafar, 10 konur og 6 karlar.

Kvenmennirnir eru Anna Kristjánsdóttir, Anna Kristine, Arndís Þorgeirsdóttir, Halla Rut, Katrín Rut Bessadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Karen D.  Kjartansdóttir, Rannveig Karlsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Samtals 10.

Karlarnir eru svo Bjarni Harðar, Guðmundur Franklín Jónsson, Helgi Seljan, Anna Kristjánsdóttir, Kristján B. Jónsson og Svanur Már Snorrason. Greinilega 6.

trader (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:59

104 Smámynd: Héðinn Björnsson

Held að orkubloggið sé mitt uppáhaldsblogg en tek undir með bloggin hjá Láru Hönnu og Egil Helga þó mér finnist hann tala allt of mikið um persónulíf sitt. Verst finnst mér vera blogg pólitíkusa sem nota blogg eins og innsendar greinar og hafa enga tilfinningu fyrir miðlinum.

Héðinn Björnsson, 17.9.2009 kl. 11:19

105 Smámynd: Jens Guð

  Kristján,  ég tek undir með þér um þá sem þú telur vera besta.   Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir er virkilega skemmtilegur bloggari.

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 13:07

106 Smámynd: Jens Guð

  Trader,  þú tvítelur einn bloggarann.

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 13:08

107 Smámynd: Jens Guð

  Héðinn,  takk fyrir að benda á orkubloggið.  Ég var ekki búinn að uppgötva það en rakst þarna á margt fróðlegt og áhugavert.

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 13:12

108 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mikið er ljúft að sjá hvað Jón Valur er tapsár þegar hann lýsir "bestu" bloggurunum.  Auðvitað er betra að vera talinn meðal þeirra verstu.  Að sjálfsögðu.

Margir virðast halda að bloggheimur sé ekkert annað en moggabloggið.  Það er ákaflega sorglegur misskilningur og moggabloggið er reyndar eitt það versta sem komið hefur fyrir bloggmenningu landsins.  Stútfullt af liði sem bloggar við allar fréttir, lokar á athugasemdir þeirra sem andmæla því og halda að þau séu stödd á Facebook.  En þetta er smátt og smátt að lagast, fólk lærir að vísa á heimildir og kann að sætta sig við að sumir sem kommenta munu andmæla.

Matthías Ásgeirsson, 17.9.2009 kl. 21:55

109 identicon

JVJ á ekkert að vera spældur með að vera á botninum, hann á að læra af þessu og hætta að ritskoða athugasemdir eins og páfi á myrkum miðöldum.. .. hann ætti jafnvel að spá í því að hann getur ekki talað um frelsi og fullveldi í sömu hendingu og hann boðar einræði ímyndaðs fjöldamorðingja og geimgaldrakarls.
Meikar ekki sense

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 22:18

110 Smámynd: Jens Guð

  Matthías,  ekki vantar að JVJ vitnar í heimildir.

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 22:57

111 Smámynd: Jens Guð

 DoctorE,  ég þekki ekki til ritskoðunar JVJ í athugasemdakerfinu.  Hef ekki lent í því dæmi.  Mér dettur í hug að honum hafi verið sýnd ókurteisi þar og hvekkst.

Jens Guð, 17.9.2009 kl. 23:00

112 identicon

Þú ert þá líklega sá eini á íslandi sem hefur ekki tekið eftir ritskoðunartilburðum hans.. hann gengur svo langt að segja öðrum bloggurum að ritskoða líka :)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 00:06

113 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi gervidoktor heldur áfram að rægja mig í krafti nafnleysis; ég hef margoft svarað þessu, en nenni því ekki í þetta sinn.

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 01:54

114 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

  Mér dettur í hug að honum hafi verið sýnd ókurteisi þar og hvekkst.

Nei, svo er ekki.  Hann lokar á þá sem andmæla honum.  Hann lokaði á mig á sínum tíma en lýgur því svo ítrekað að það hafi verið vegna þess hvað ég var orðljótur.  Jón Valur lýgur einfaldlega þegar hann lendir í klípu.  Slíkt er siður kaþólskra.

Jens, Jón Valur vitnar vissulega í heimildir en hann passar sig á að velja bara þær heimildir sem passa.  Nýlegt dæmi er hræðsluáróður hans um múslima í Evrópu.  Þar styðst JVJ við vafasamar heimildir og passar sig á því að rekast ekki á neitt sem stangast á við það.

En um þennan blessaða blogglista.  Ég ítreka að Moggabloggið er ekki miðja bloggheima.

Ég get tekið undir með þér að Lára Hanna er ágætur bloggari, ef bloggara má kalla.  Hún er náttúrulega fyrst og fremst í því að afrita efni annarra.  Ég myndi eiginlega frekar kalla hana (ágætis) vefbókasafn.

Matthías Ásgeirsson, 18.9.2009 kl. 09:52

115 Smámynd: Jón Valur Jensson

Matthías Ásgeirsson, sem ýmsir á Moggabloggi hafa nýlega kynnzt, að á í vandræðum með sín skrif, hefur lengi virzt vera meðal hatursmanna minna í hópi trúleysingja, andkaþólskra og róttæklinga. Þess vegna fer því vitaskuld fjarri, að hann geti mætt hér og þótzt koma með einhvern hlutlægan vitnisburð um mig! Hann segir mig ljúga, en lýgur því sjálfur. Og ekki loka ég á þá, sem andmæla mér, nema þeir brjóti skilmála innleggja, ýmist mína skilmála, lög landsins eða reglur Moggabloggsins. Hann ætti frekar að gagnrýna þá, sem alltaf hafa lokað fyrir athugasemdir.

Svo talar hann um "nýlegt dæmi" um "hræðsluáróður" minn um múslima. Þetta er nýlegi pistillinn: Múslimum fjölgar 10 sinnum hraðar í Bretlandi en öðru fólki þar, og þar er vísað til annars pistils míns og þar til heimilda, sem Matthías hefur í engu hrakið, enda stórefast ég um, að hann geti það. Fjarri fer því líka, að ég alhæfi um múslima eða telji þá almennt grunsamlega. En staðreyndin í fyrrgreindri yfirskrift vefpistils míns er hins vegar áhyggjuefni, og hvers vegna vilja sumir ekki kannast við það? Bretland er einmitt frægt fyrir ótrúlega mikla útbreiðslu ofbeldiskenndra öfgaskoðana meðal múslimskra karlmanna á tvítugs- og þrítugsaldri. Má ekki tala um það? Hjálpar að stinga höfðinu í sandinn?

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 10:18

116 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Tilvitnun: "Jón Valur lýgur einfaldlega þegar hann lendir í klípu.  Slíkt er siður kaþólskra."

Ekki veit ég hvaða heimildir Matthías er að vitna í en hér er hann að alhæfa. Slíkt er ekki vitrænni umræðu til framdráttar.

Það verður hins vegar ekki af JVJ tekið að hann er rökfastur í allri umræðu, kann að halda sig við efnið og dettur ekki ofan í þá gryfju að kalla viðmælendur sína ónefnum.

Ég get svo tekið undir með Matthíasi að "blogg" Láru Hönnu er ekki eiginlegt "blogg". Það er frekar, eins og hann segir, nk. vefbókasafn.... þar sem allar bækurnar eru reyndar mjög á einn veg.

Emil Örn Kristjánsson, 18.9.2009 kl. 12:41

117 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías Ásgeirsson, sem ýmsir á Moggabloggi hafa nýlega kynnzt, að á í vandræðum með sín skrif,
Þetta er dæmi um málflutning JVJ.  Ég gæti fundið til ótal dæmi um álíka athugasemdir hans um mig.  Samt hef ég hvergi lokað á hann. 
hann geti mætt hér og þótzt koma með einhvern hlutlægan vitnisburð um mig!

Uh, nei.  Ég get sagt skoðanir mínar á þér, fordómapúkinn þinn.

Hann segir mig ljúga, en lýgur því sjálfur.Og ekki loka ég á þá, sem andmæla mér, nema þeir brjóti skilmála innleggja, ýmist mína skilmála, lög landsins eða reglur Moggabloggsin

Þetta er nefnilega lygi.  Ég hafði enga skilmála bortið þegar þú lokaðir á mig Jón Valur Jensson og þú veist það sjálfur en heldur samt áfram að ljúga.  



þar til heimilda, sem Matthías hefur í engu hrakið

Fullyrðingar þínar eru hraktar á heimasíðu minni, bæði í bloggfærslunni og því ítarefni sem ég vísa á.  Þú segir einfaldlega ósatt í haturs- og hræðusluáróðri þínum gagnvart múslimum í Evrópu.

Má ekki tala um það? Hjálpar að stinga höfðinu í sandinn?

Ég myndi hugsanlega reyna að "tala" við þig um það, en ég get það ekki.  Þú hefur lokað fyrir allar athugasemdir frá mér fordómapúki.

dettur ekki ofan í þá gryfju að kalla viðmælendur sína ónefnum. 

JVJ gerir það víst.  Hann notar bara aðrar aðferðir, dylgjar um menn og heldur því fram að þeir hafi enga þekkingu á málinu.  Reynir að gera lítið úr þeim, dæma þá úr umræðunni.  Sjáið bara hvernig hann talar bara um hvað ég er orðljótur og þessháttar.

Ekki fór það vel í Láru Hönnu og hirð hennar að ég skyldi tjá mig hér í sakleysi mínu um "blogg"-síðu hennar.  Mikil er viðkvæmni sumra segi ég bara.

Matthías Ásgeirsson, 18.9.2009 kl. 21:45

118 identicon

Ekki leggja karlgreyið í einelti. Hann er kannski psychopath, kóleriker og partriark. Hver veit?

Mér finnst hann samt ágætur, vel mæltur. Kann yfirleitt að rökstyðja það rugl sem upp úr honum veltur. Ef ekki, þá læsir hann á þig eða kallar þig illum nöfnum. Sendir jafnvel exorcist á þig.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 22:01

119 identicon

Afsakið, þessi færsla fór á vitlaust blogg :o(

Einar Hansson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 22:04

120 identicon

Tæplega 120 'komment' vegna sjálfhverfra netbloggara?

Verð þó að segja að eigandi þessarar síðu er með þeim duglegri í að svara athugasemdum sem koma upp. ---- og auðvitað er þetta það mikilvægasta á Íslandi nú í dag.. - hver er besti og versti bloggarinn - .

Guðgeir (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 22:53

121 identicon

Nákvæmlega 120 komment núna. Mér finnst að bloggarar ættu að sammælast um að hætta að kalla bloggið blogg og byrja frekar að kalla það gogg ... og þá bloggara goggara.

Háttalagið minnir jú mjög á hæsnahóp.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 01:13

122 Smámynd: Jón Valur Jensson

Matthías Ásgeirsson skrifaði: "Þú segir einfaldlega ósatt í haturs- og hræðusluáróðri þínum gagnvart múslimum í Evrópu." – Ég skora á þig: Hvar hef ég verið með hatursáróður um þá?! Þú átt ekki að breiða út lygar um mig, Matthías, ég hef hvergi verið með neinn hatursáróður um múslima. Hitt hef ég gert: að vitna í fréttir um fjölgun þeirra í Evrópu, og ég spyr aftur: Má ekki tala um það? Hjálpar að stinga höfðinu í sandinn?

Ætlarðu svo að neita því, að hamagangur þinn í orðræðu, þar sem þú fórst yfir strikið, hafi vakið athygli hér um daginn á Moggabloggi? Þarf ég að biðja aðra að benda á það eða leita það uppi sjálfur? Ég hef lent í mörgum kjaftforum og get ekki neitað því, að ég telji þig meðal hinna frekustu. Af Vantrúarmönnum, sem ég átti orðræðu við um ca. tveggja ára skeið, þótt mér þú og sá, sem kallaði sig "Frelsarann", vera lengst frá hlutlægri orðræðu; ég gat og get enn vel rökrætt við ýmsa aðra í þínum hópi, en miklu síður við þig og forðast þig þess vegna.

Það er ekkert í þínum tilvísaða pistli, sem hrekur "fullyrðingar [m]ínar", sem voru raunar ekki mínar, heldur einfaldlega miðlað frá heimildum sem gefnar voru þar upp; pistill þinn tekur ekki einu sinni á því, sem fram kom í grein minni, t.d. þessu: "Í fyrra töldu 2,4 milljónir sig múslima á Bretlandi, og hafði þeim þá fjölgað um meira en hálfa milljón á fjórum árum. Á sama tíma fækkaði kristnu fólki um meira en tvær milljónir, niður í 42,6 milljónir." Í þessu (sem þú hefur ekki afsannað) var engin spá fólgin um það, hvernig ástandið verði, þegar lengra líður á öldina, sem er meira það sem þú ert að fjalla um á grunni Newsweek-greinar.

Menn lesi bara tilvísaða pistla mína tvo á Mogga- og Vísisbloggi, þá sjá þeir, hversu lausir þeir eru við huglægt mat, ólíkt gildishlöðnu og fordæmandi hjali Matthíasar.

Ekki nenni ég að svara öðru í þessu samansaumaða innleggi M.Á., lýsi einfaldlega frati á svona ómarktæk skrif, sem eru með sama markinu og flest eða allt sem hann skrifar í minn garð, þó að umræðan ætti miklu fremur að snúast um málefni.

Matthíass GETUR gert betur, það gerði hann í Sjónvarpinu, og þess vegna kemur það líklega mörgum á óvart að sjá, hvílík gjá getur verið milli þeirrar umfjöllunar og svona – og annarra mun harðskeyttari – æsingaskrifa frá sama manni; þannig sé ég þetta a.m.k., og nýleg skrif hans, greinlega upp á kant við ýmsa aðra, þar sem ég var þó fjarstaddur, bera því sennilega vitni, að hann sé slæmur dómari um eigin skrif.

Jón Valur Jensson, 19.9.2009 kl. 02:21

123 identicon

Hér goggar hver goggarinn á fætur öðrum ... og allir vilja vera haninn í hænsnahópnum með leyfi til að gogga í aðra goggara fyrir að vera ekki góðir í gogginu.

Svo kemur einn og biðst afsökunar á því að hafa goggað á vitlausu goggi.

Í dag mun svo einhver annar gogga á sínu goggi og þá færir allur hæsnahópurinn sig yfir á það gogg og allt byrjar upp á nýtt.

Ég þakka almættinu (Mbl) fyrir að fá að fylgjast með þessu og ekki síst fyrir að fá að taka þátt og gogga pínulítið með.

Gleðilega gogghelgi.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 07:26

124 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ætlarðu svo að neita því, að hamagangur þinn í orðræðu, þar sem þú fórst yfir strikið, hafi vakið athygli hér um daginn á Moggabloggi?

Sjáið þessa aðferð sem JVJ notar.  Hvaða máli myndi það skipta þó ég hefði hamast í einhverri orðræðu?  Það kemur því nákvæmlega ekkert við að JVJ lokaði á mig af engri ástæðu.  Hér vill hann einfaldlega útiloka mig úr allri umræðu með því að vísa í meintan hamagang minn - sem var nákvæmlega enginn hamagangur.

Jón Valur, ég gæti talað um sundferðir en það kemur málinu einmitt ekkert við.

Auðvitað er það hræðsluáróur gegn múslimum að halda því fram að þeir séu að fjölga sér 10 sinnum hraðar en aðrir - þegar gögnin benda einmitt ekki til þess.

"Í fyrra töldu 2,4 milljónir sig múslima á Bretlandi, og hafði þeim þá fjölgað um meira en hálfa milljón á fjórum árum. Á sama tíma fækkaði kristnu fólki um meira en tvær milljónir, niður í 42,6 milljónir.

Ef ég mætti gera athugasemdir á bloggi þínu myndi ég benda þér á rökvilluna í þessu.  En þar sem ég get það ekki nenni ég því ekki.

Jón Valur, ég kom hér inn til að benda á hve fyndið það væri að þú teldir að betra væri að vera kosinn meðal verstu bloggara.  Ég ætla ekki að rökræða við þig um annað.  Þú ert velkominn að tjá þig á minni síðu þó þú sýnir mér ekki sjálfur þá almennu kurteisi.

bera því sennilega vitni, að hann sé slæmur dómari um eigin skrif. 

Vísaðu fólki á þessi agalegu skrif.  Þá munu þeir sem hafa eitthvað í kollinum sjá að það eina sem gerðist var að tiltekinn hópur mogglinga fær taugaáfall ef einhver andmælir.

Hættu svo að rökræða við mig á annarra bloggum fordómapúkinn þinn.

Matthías Ásgeirsson, 19.9.2009 kl. 09:55

125 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég hef enga ástæðu til að eiga orðastað við þig víðar, Matthías, það er vitavonlaust fyrir mig að gera ráð fyrir að það verði á vitrænum nótum sem frá þér kemur í orðræðu við MIG sérstaklega, af því að þú hefur lagt einstaka fæð á persónu mína, eins og mjög víða má sjá í netheimum (þótt mörgum sé það raunar ókunnugt).

Menn gætu spurt, hvort það sé vegna þess, að við séum svo andstæðir pólar, þú rammur, ef ekki herskár trúleysingi og ég kenningartrúr kristinn maður og kaþólskur meira að segja, þú maður sem réttlætir fjöldadráp ófæddra, en ég maður sem ver af veikum mætti lífsrétt þeirra, þó aðeins í orðum og einstöku sinnum á ævinni með hjálp, en hef þó enga efnislega vörn gegn ofbeldinu sem hér hefur verið framkvæmt: yfir 30.000 einstaklingum fargað, á grimmilegan hátt flestum, frá 1975 (til viðbótar við það sem áður var komið, en þá í mun minna mæli).

Nei, ég hygg að jafnvel allt þetta sé ekki fremsta ástæðan fyrir ódulinni andúð þinni á mér (á vefsíðum á síðustu ca. 7 árum), andúð sem kemur mér og ekki aðeins mér fyrir sjónir sem hreinræktað hatur og ítrekaður rógur.

Ástæða þín er sennilega sú, að ég brást við til varnar kristinni trú, kristnu siðferði, kirkjunni og Kristi sjálfum, Biblíunni og málstað Guðs, þegar að öllu þessu var sótt með árásum á þínum eigin vettvangi, þ.e.a.s. á vefsíðum Vantrúar, og margar gerviröksemdirnar og falskar goðsagnir bornar þar fram. Þrautseigja mín við þá vörn, þar sem ég var gjarnan einn til að benda á villurnar i málflutningnum og svara – eða einn af fáum kristnum í viðureign við marga í þínum félagsskap, þ.á m. þig sjálfan (sem varst að mínu mati oft harðskeyttastur, ekki í rökum, heldur fordæmingar-hörku og persónulegum skammaryrðum gegn mér), allt þetta hefur virkilega farið í taugarnar á þér, sýnist mér, og ég goldið þess allar götur síðan. Á stundum áttirðu svo til sem vefstjóri á þeim vef til að vísa innleggjum frá mér og öðrum burt, á "umræðuvef" sem erfitt var að nálgast. Sjálfur gætti ég þó þeirrar háttvísi, sem krafizt var af innleggjum.

Þú talar um rökvillu hér í tilvitnun í mig, en þar er engin rökvilla. Bretar eru um 60 milljónir, ekki eingöngu múslimar (2,4 milljónir 2008) og kristnir (42,6 milljónir). Þó að kristnum hafi fækkað, gerir það ekki staðhæfinguna, að múslimum hafi fjölgað 10 sinnum hraðar en öðrum í heildina talið í Bretlandi, ranga. Þú kennir mér ekkert í rökfræði, Matthías Ásgeirsson.

PS. Svo var þetta algerlega rétt sem ég sagði um nýlega ritsnerru þína, og menn hneyksluðust þar ekki bara á 'hamagangi' þínum, heldur orðbragði. Þetta er því ekki einfaldlega vandamál sem þú átt við að stríða einungis þegar við tveir skrifumst á!

Jón Valur Jensson, 19.9.2009 kl. 14:33

126 identicon

Furðuleg umræða á þessu blog.  en auðvitað er akureyringurinn stefán versti blogarinn.  Það væri freistandi að velja JVJ líka en hann leggur þó vinnu í blogið sitt það má hann eiga. En aldrei verð ég sammála honum.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 23:25

127 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, þegar þú turnerast, Þorsteinn minn.

Jón Valur Jensson, 20.9.2009 kl. 01:06

128 identicon

Það er búið að vera fróðlegt að fylgjast með þessari umræðu. Ég þekkti ekki fyrir eldri rimmur Matthíasar og Jóns Vals. Nú hef ég verið að fletta upp á bloggum þeirra. Ég hef ekki eiginlega tekið afstöðu þrátt fyrir að hafa skoðanir. Þessi umræða hefur vísað mér á fróðleg blogg sem ég á eftir að lesa betur aftur í tímann þegar tími gefst til.  

Þór (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 01:42

129 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Menn gætu spurt, hvort það sé vegna þess, að við séum svo andstæðir pólar, þú rammur, ef ekki herskár trúleysingi og ég kenningartrúr kristinn maður og kaþólskur meira að segja, þú maður sem réttlætir fjöldadráp ófæddra, en ég maður sem ver af veikum mætti lífsrétt þeirra, þó aðeins í orðum og einstöku sinnum á ævinni með hjálp, en hef þó enga efnislega vörn gegn ofbeldinu sem hér hefur verið framkvæmt: yfir 30.000 einstaklingum fargað, á grimmilegan hátt flestum, frá 1975 (til viðbótar við það sem áður var komið, en þá í mun minna mæli).
Þessi maður er sturlaður
Á stundum áttirðu svo til sem vefstjóri á þeim vef til að vísa innleggjum frá mér og öðrum burt, á "umræðuvef" sem erfitt var að nálgast. Sjálfur gætti ég þó þeirrar háttvísi, sem krafizt var af innleggjum.

En við lokuðum aldrei á þig Jón Valur, líkt og þú hefur lokað á mig.  Aldrei.

Auk þess hefur þú ætíð stundað það að skrifa gríðarlega langar athugasemdir þar sem þú sakar aðra um fáfræði en svarar aldrei því sem spurt er um.  Þess vegna neyddumst við til að færa athugasemdir þínar til.  Það er ekki erfiðara en svo að nálgast þennan umræðuvef að það er vísun á hann af forsíðu Vantrúar.  Enn ein lygin.  Þú ræður ekki við þig maður.

 Svo var þetta algerlega rétt sem ég sagði um nýlega ritsnerru þína, og menn hneyksluðust þar ekki bara á 'hamagangi' þínum, heldur orðbragði. Þetta er því ekki einfaldlega vandamál sem þú átt við að stríða einungis þegar við tveir skrifumst á!

Hættu þessum barnalegu dylgjum og vísaðu fólki á "nýlega ritsnerru" mína.  

Matthías Ásgeirsson, 21.9.2009 kl. 15:03

130 identicon

Mig langaði aðeins að koma með örfáar staðreyndir um múslima og vestræna:

  • krossriddarar slátruðu 4 milljón óbreyttum borgurum
  • nýlenduherrar slátruðu 50 milljón óbreyttum borgurum
  • í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni voru 70 milljón manns slátrað
  • fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni var 6 milljónum gyðinga slátrað
  • vestræn veldi hafa slátrað 1.2 milljónum óbreyttra borgara í Írak síðan innrásin hófst
  • Al Qaida hefur slátrað 5000 óbreyttum borgurum á 20 árum
Hverjir eru blóðþyrstir?

Hvað er líf eins Ameríkana virði margra Íraka? 10, 100, 1000?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:30

131 Smámynd: Jens Guð

  Umræðan er búin að vera hin fjörlegasta.  Bestu þakkir þið öll fyrir áhugaverð innlegg.

Jens Guð, 24.9.2009 kl. 20:26

132 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ekkert að þakka...

Emil Örn Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 21:15

133 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Góðar ábendingar og spurningar Einar Hansson!

Georg P Sveinbjörnsson, 24.9.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband