Fćreyskar kjötbollur

  Allir ţekkja sćnskar kjötbollur.  Flestir sem sćkja veitingastađ Ikea hafa fengiđ sér kjötbollurnar ţar.  Sumir oft.  Einkum sćkja börn og unglingar í ţćr.  Reyndar eru ţćr upphaflega komnar frá Grikklandi.  Sú stađreynd er faliđ leyndarmál.

  Margir ţekkja líka danskar kjötbollur.  Einkum eftir ađ Kjarnafćđi hóf framleiđslu á ţeim.

  Frá ţví ađ íslenskir kjötsalar komust upp á lag međ ađ selja kjötfars hefur nafn íslensku kjötbollunnar fćrst yfir í ađ heita hakkbollur.  Mig grunar ađ kjötfars sé séríslensk uppfinning.  Fyrir hálfri öld eđa svo rak kunningi minn hverfisbúđ međ kjötborđi.  Besti bisnessinn var ađ selja kjötfars.  Uppistöđuhráefniđ var hveiti en hann gat selt ţetta á verđi kj0thakks.  Stundum sat hann uppi međ kjötfars sem súrnađi.  Ţá skellti hann slurki af salti í ţađ og kallađi farsiđ saltkjötsfars.

  Uppistöđuhráefni dönsku kjötbollunnar er svínakjöt.  Svíarnir blanda saman svínakjötinu og nautakjöti.  Á síđustu árum eru Íslendingar farnir ađ fćra sig frá nautakjötshakki yfir í svínakjötshakk ţegar kemur ađ hakkbollu.

  Fćreyingar halda sig alfariđ viđ nautakjötshakkiđ.  Ţeir kalla sínar kjötbollur frikadellur eins og Danir.  Fćreysku frikadellurnar eru betri og frísklegri.

  Hráefni fyrir fjögurra manna máltíđ:

505 grömm nautahakk

2 laukar

2 hvítlauksrif

1 egg

1,7 dl mjólk

78 grömm hveiti (mćli frekar međ hafragrjónum)

1,5 teskeiđ salt

  Einfalt og gott.  Laukurinn og hvítlauksrifin eru söxuđ í smátt.  Öllu er hrćrt saman.  Kokkurinn setur á sig einnota plasthanska og mótar međ ađstođ matskeiđar litlar bollur.  Ţćr smjörsteikir hann uns ţćr eru orđnar fallega brúnar.  Galdurinn er ađ bollurnar séu ekki stórar.  Séu á stćrđ viđ ţćr sćnsku.  Kannski samt pínulítiđ stćrri.

  Heppilegt međlćti er ofnsteikt rótargrćnmeti og kartöflur.  Líka heimalöguđ tómatsósa (ekki ketchup).  

4 smassađir tómatar

1 svissađur laukur

2 svissuđ hvítlauksrif

2 kjötteningar

3 saxađar basilikur

  Ţetta er látiđ malla í 16 mínútur

fćreyskar frikadellur   

 

 

 


Var Ringo hćfileikaminnsti bítillinn?

  Bítlarnir eru merkasta hljómsveit tónlistarsögunnar.  Framverđir hennar,  John Lennon og Paul McCartney, voru frábćrir söngvahöfundar.  Báđir í fremstu röđ lagahöfunda og Lennon nćsti bćr viđ Bob Dylan í hópi bestu textahöfunda rokksins.  Báđir frábćrir söngvarar.  Ţeir afgreiddu léttilega hömlulausan öskursöngstíl,  fyrstir bleiknefja á eftir Elvis Presley.  Ţeir afgreiddu líka léttilega allskonar ađra söngstíla.  Rödduđu ađ auki glćsilega ásamt Geroge Harrison.  Hann varđ - ţegar á leiđ - afburđagóđur lagahöfundur.  

  John, Paul og George hófu snemma kapphlaup í ađ framţróa tónlist hljómsveitarinnar.  Róttćk og djörf nýsköpun Bítlanna gekk langt og trompađi flest sem var í gangi á ţeim tíma.  

  Í tilraunastarfsemi Bítlanna reyndi einna minnst á trommuleik.  Ringo fór ađ upplifa sig sem utanveltu.  Í hljóđveri var hann meira og minna verkefnalaus.  Spilađi meira á spil viđ starfsmenn hljóđversins en á trommur. 

  Chuck Simms í Nýfundnalandi er Bítlafrćđingur, söngvari, söngvaskáld og jafnvígur á hin ólíkustu hljóđfćri;  allt frá munnhörpu til banjós;  og allt frá orgeli til gítars.  Hann hefur sent frá sér fjölda platna og tekiđ ţátt í árlegri vikulangri hátíđ International Beatle Week í Liverpool.  Bćđi ţar og á hljómleikaferđum um heiminn hefur hann spilađ fjölda Bítlalaga.  Á kanadíska netmiđlinum Quora skrifar hann áhugaverđa grein um ţetta allt saman.  Í styttu máli segir hann eitthvađ á ţessa leiđ:

  Ringo er ekki söngvaskáld.  Hann er lélegur söngvari.  Takmarkađur,  sérstaklega í samanburđi viđ hina bítlana.  En á upphafsárum Bítlanna var hann eini góđi hljóđfćraleikari hljómsveitarinnar.  Trommuleikur hans var öruggari, afgerandi og gerđi meira fyrir tónlistina en flestir trommuleikarar ţess tíma.     

  Gítarsóló George voru iđulega klaufaleg.  Paul spilađi tilţrifalausan hefđbundinn bassaleik.  Ringo bauđ upp á miklu meira og hljómsveitin ţurfti á ţví ađ halda.  Eins frábćrir og miklir áhrifavaldar Bítlarnir voru ţá var ţađ ekki fyrr en 1965, frá og međ plötunum Help og Rubber Soul sem hinir bítlarnir náđu Ringo sem góđir hljóđfćraleikarar.  Ţeir hefđu ţó aldrei orđiđ merkasta hljómsveit heims međ lélegum trommara.

  Ég er ađ mestu sammála Chuck.  Kvitta samt ekki undir ađ gítarsóló George hafi veriđ klaufsk.  Frekar ađ ţau hafi veriđ einföld og stundum smá stirđleg.  Ţađ er töff.  Eins og heyra má glöggt í međfylgjandi lagi - spilađ "life" í beinni útsendingu í breska útvarpinu 1963 - er ţađ trommuleikur Ringos sem keyrir upp kraftinn í laginu.  "Gerir ţađ", eins og sagt er um einstakt hljóđfćri sem skiptir öllu máli í ađ fullkomna lag. 

    


Plötuumsögn

 - Titill:  Sacred Blues

 - Flytjandi:  Tholly´s Sacred Blues Band

 - Einkunn: *****

  Hljómsveitin er betur ţekkt sem Blússveit Ţollýjar.  Á komandi hausti hefur hún starfađ í sextán ár.  Ţollý Rósmundsdóttir syngur af innlifun, ásamt ţví ađ semja lög og texta.  Hún hefur sterka, dökka en blćbrigđaríka söngrödd.  Hún sveiflast frá blíđum tónum upp í kröftugan öskurstíl.  Virkilega góđ söngkona.  

  Ađrir í hljómsveitinni eru gítarleikarinn Friđrik Karlsson (Mezzoforte), trymbillinn Fúsi Óttars (Bara-flokkurinn), bassaleikarinn Jonni Ricter (Árblik); og Sigurđur Ingimarsson spilar á ryţmagítar og syngur.  Allir fantagóđir í sínum hlutverkum.  Mest mćđir á Friđriki.  Hann fer á kostum.  Meiriháttar!  Međ sömu orđum má lýsa Sigurđi í ţví eina lagi sem hann syngur á plötunni.

  Hjörtur Howser skreytir eitt lag međ snyrtilegu Hammondorgelspili.  Blásaratríó skreytir tvö lög.  Ţađ er skipađ Jens Hanssyni, Ívari Guđmundssyni og Jóni Arnari Einarssyni.

  Gestahljóđfćraleikararnir skerpa á fjölbreytni plötunnar sem er ríkuleg.  Sjö af tólf lögum hennar eru frumsamin.  Fimm eftir Ţollý og sitthvort lagiđ eftir Friđrik og Sigurđ.  

  Erlendu lögin eru m.a. sótt í smiđju Howlin Wolf, Mahaliu Jackson og Peters Green.  Öll vel kunnar perlur.  Lag Peters er "Albatross",  best ţekkt í flutningi Fleetwood Mac.  Hérlendis kannast margir viđ ţađ af sólóplötu Tryggva Hubner,  "Betri ferđ".  Frumsömdu lögin gefa ađkomulögunum ekkert eftir.

  Textarnir eru trúarlegir.  Ţessi flotta plata fellur ţví undir flokkinn gospelblús.  Ég hef ekki áđur á ţessari öld gefiđ plötu einkunnina 5 stjörnur.

Ţolly' s Sacret Blues Band   

     


Einstakur starfsandi

  Í hálfan annan áratug vann ég á auglýsingastofu.  Ţá átti ég erindi inn í fjölda fyrirtćkja.  Víđast hvar var starfsandi međ ágćtum.  Hvergi ţó eins og hjá flugfélaginu Wow, sem ég hef reyndar bara kynnst sem farţegi.  Ég hef ađ öllum líkindum flogiđ ađ minnsta kosti tíu sinnum međ Wow.  Um borđ ríkir einstakur starfsandi.  Hann einkennist af glađvćrum galsa og grallaraskap.  Áhöfnin skemmtir sér hiđ besta og farţegum í leiđinni.  Áhöfnin virđist vera skipuđ góđum húmoristum upp til hópa.

  Eflaust er samasemmerki á milli ţessa og ţví ađ Skúli Mogensen er brosandi á svo gott sem öllum ljósmyndum.  Jafnframt brosir hann stöđugt í sjónvarpsviđtölum.  Bros er smitandi,  rétt eins og grín.

  Um ţetta má lesa nánar međ ţví ađ smella HÉR og HÉR


mbl.is Mikil seinkun til Kaupmannahafnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gettu betur

  Ég var afskaplega sáttur međ sigur Kvennaskóla Reykjavíkur í spurningakeppninni Gettu betur.  Tek samt fram ađ ég hef ekkert á móti Menntaskóla Reykjavíkur sem Kvennaskólinn lagđi ađ velli.  Lengst af var Gettu betur leikvöllur drengja.  Nú brá svo viđ ađ sigurliđ Kvennaskólans var skipađ tveimur klárum stelpum og einum dreng. 

  Eitt olli mér undrun í keppninni:  Stuđningsmenn Kvennóliđsins,  samnemendur,  sungu gamlan bandarískan sveitaslagara um sveitavegi og bandaríska ferđamannastađi.  Ég átta mig ekki á tengingunni.  Ég hef ekkert á móti laginu né höfundi ţess,  John heitnum Denver.  En flutningur skólasystkinanna á ţví kom eins og skratti úr sauđalegg.

 

                                                                                                                                                                                                                  


Merkustu plötur sjöunda áratugarins

  Hvergi í heiminum eru gefin út eins mörg rokkmúsíktímarit og í Bretlandi.  Bandarísku rokkmúsíktímaritin Rolling Stone og Spin seljast ađ vísu í hćrra upplagi.  En ţau bresku fylgja ţéttingsfast í kjölfariđ.  

  Ég var ađ glugga í eitt af ţessum bresku,  Classic Rock.  Sá ţar lista yfir merkustu plötur sjöunda áratugarins.  Ekki endilega bestu plötur heldur ţćr sem breyttu landslaginu.  Ađeins ein plata á hvern flytjanda.  

  Merkilegt en samt auđvelt ađ samţykkja ađ ţćr komu allar út 1967 - 1969. Umhugsunarverđara er hvar í röđinni á listanum ţćr eru.  Hann er svona:

1.  The Jimi Hendrix Experience:  Axis: Bold as Love

2.  Bítlarnir:  Hvíta albúmiđ

3.  The Rolling Stones:  Let it Bleed 

4.  Led Zeppelin:  Led Zeppelin II

5.  Free:  Tons of Sobs

6.  Jeff Beck:  Truth

7. Fleetwood Mac:  Then Play On

8.  David Bowie:  David Bowie

9.  Pink Floyd:  Ummagumma

10.  The Doors:  The Doors


Furđulegur matur

  Ég hef nokkrum sinnum sótt Svíţjóđ heim.  Reyndar ađeins Stokkhólm.  Skemmtileg borg.  Góđar plötubúđir.  Góđur matur.  Víkur ţá sögu ađ sćnsku búđinni Ikea í Garđabć.  Henni er stýrt af röggsemi og útjónarsemi af Skagfirđingi.  Fyrir bragđiđ er veitingastađur Ikea í Garđabć sá vinsćlasti í heiminum.  Međal snjallra trompa er ađ bjóđa upp á fjölbreytta rétti mánađarins.  Jafnan eitthvađ gott, ódýrt og spennandi. 

  Í ţessum mánuđi er bođiđ upp á furđulegan sćnskan rétt,  kartöflubollur,  svokallađar kroppkakor.  Mér virtist sem ţćr samanstandi af hveiti og kartöflum.  Kannski smá salti. Inni í hverri bollu er smávegis af svínakjöti.  Ţćr eru löđrandi í brćddu smjöri og rjómaskvettu.  Títuberjasulta bjargar ţví sem bjarga má.  Ţetta er furđulegur matur.  Allir fyrri tilbođsréttir Ikea hafa bragđast betur.  Undarlegt ađ Svíar sćki í ţennan rétt.  Kannski er hann hollur.

  Samt.  Ţađ er alltaf gaman ađ prófa framandi mat.          

 

kroppkakor


Andúđ Lennons á Mick Jagger

  Á sjöunda áratugnum var Bítlunum og The Rolling Stones stillt upp sem harđvítugum keppinautum.  Ađdáendur ţeirra skipuđu sér í fylkingar.  Ţćr tókust á um ţađ hvor hljómsveitin vćri betri.  Ekki ađeins í orđaskaki.  Líka međ hnúum og hnefum.  

  Raunveruleikinn var sá ađ á milli hljómsveitanna ríkti mikill vinskapur.  Bítlarnir redduđu Stóns plötusamningi.  Bítlarnir sömdu lag fyrir ađra smáskífu Stóns - eftir ađ fyrsta smáskífan náđi ekki inn á breska Topp 20 vinsćldalistann.  Bítlalagiđ kom Stóns í 12. sćti vinsćldalistans.  Ţar međ stimplađi Stóns sig inn.  1. janúar 1964 hóf vinsćldalistaţátturinn Top of the Pops göngu sína í BBC  sjónvarpinu.  Opnulag hans var ţetta lag.

  Bítlarnir kenndu Stónsurum ađ semja lög.  Bítlarnir ađstođuđu Stóns međ raddanir.  Stónsarar komu líka viđ sögu í nokkrum lögum Bítlanna. 

  Hljómsveitirnar höfđu samvinnu um útgáfudag laga og platna.  Ţegar önnur ţeirra átti lag eđa plötu í 1. sćti vinsćldalista hinkrađi hin međ útgáfu á sínu efni uns 1. sćtiđ var laust.

  Af og til átti söngvari Stóns,  Mick Jagger,  til ađ skerpa á ímyndinni um ađ hljómsveitirnar vćru harđvítugir keppinautar.  Í fjölmiđlaviđtölum laumađi hann góđlátlegri smá hćđni í garđ Bítlanna.  Kannski olli ţađ ţví ađ í spjalli viđ bandaríska tímaritiđ Rolling Stones opinberađi bítillinn John Lennon óvćnt andúđ sína á Mick Jagger.  Ţetta var 1971.  

  Međal ţess sem Lennon sagđi var ađ Mick Jagger vćri brandari.  Hann hćddist ađ "hommalegri" sviđsframkomu hans.  Gaf lítiđ fyrir leikarahćfileika hans.  Hann hélt ţví fram ađ Jagger hefđi alltaf veriđ afbrýđisamur út í Bítlana.  Hann hafi hermt eftir öllu sem Bítlarnir gerđu.

  Lennon sagđist ţó alltaf hafa boriđ virđingu fyrir Stóns.  Hljómsveitin hafi hinsvegar aldrei veriđ í sama klassa og Bítlarnir.  Nokkrum árum síđar hélt Lennon ţví fram,  líka í spjalli viđ Rolling Stones,  ađ Jagger hafi alltaf veriđ viđkvćmur vegna yfirburđa Bítlanna á öllum sviđum.  Hann hafi aldrei komist yfir ţađ. 

  Rétt er ađ taka fram ađ á ţessum tíma,  í upphafi áttunda áratugarins,  var Lennon pirrađur og hafđi horn í síđu margra.  Hann söng níđvísu um Paul McCartney.  Hann skrifađi opiđ níđbréf til tónlistarmannsins og upptökustjórans Todd Rundgren.  Hann söng gegn breska hernum á Írlandi.  Hann beitti sér gegn forseta Bandaríkjanna,  Nixon.  Á milli ţeirra tveggja varđ hatrammt stríđ.

   Hér fyrir neđan er myndband međ blúshljómsveit Lennons,  Dirty Mac.  Bassaleikarinn er Stónsarinn Keith Richards.  Í upphafi ţess gefur Lennon Mick Jagger leifar af mat.  Sumir túlka ţađ sem dćmi um lúmskt uppátćki hans til ađ niđurlćgja Jagger.  Ég hef efasemdir um ţađ.  Lennon var alltaf opinskár og talađi ekki undir rós.    

  


Haugalygi um Fćreyjar

  Breska dagblađiđ The Guardian sló á dögunum upp frétt af ţví ađ Fćreyjar yrđu lokađar erlendum ferđamönnum síđustu helgina í apríl.  Ţetta er ekki alveg rétt.  Töluvert ýkt.  Hvorki leggst flug niđur né ađ hótel loki.  Hinsvegar verđa helstu ferđamannastađir lokađir túristum ţessa helgi.  Ástćđan er sú ađ tímabćrt er ađ taka ţá í gegn;  bćta merkingar,  laga gönguleiđir,  laga til eftir of mikinn átrođning og hreinsa eyjarnar af rusli,  svo sem plasti sem rekiđ hefur í land. 

  Fjöldi fjölmiđla endurbirti frétt The Guardian.  Ţar á međal Rúv og fjölmiđlar 365.  100 erlendum ferđamönnum er bođiđ ađ taka ţátt í tiltektarátakinu.  Ţeir fá frítt fćđi og húsnćđi en sjá sjálfir um ferđir til og frá eyjunum.  Ţegar hafa 3500 manns sótt um ţátttöku. 

  Í frétt The Guardian segir ađ 60 ţúsund erlendir ferđamenn heimsćki Fćreyjar árlega.  Bćđi íslensku fjölmiđlarnir og ţeir útlensku éta ţetta upp eftir The Guardian.  Fréttin er haugalygi.  Í fyrra, 2018,  sóttu 120.000 erlendir ferđamenn Fćreyjar.  Ţađ er ađ segja tvöfalt fleiri en sagt er frá í fréttum.      

  Fjöldinn skiptir miklu máli fyrir eyţjóđ sem telur 51 ţúsund manns.  Mig grunar ađ The Guardian hafi sótt sína tölu í fjölda erlendra gesta á skemmtiferđaskipum.  Gleymst hafi ađ kanna hvađ margir heimsćkja Fćreyjar í flugi.  

  Íslensku fjölmiđlarnir hefđu gert rétt í ţví ađ hringja í mig til ađ fá réttar upplýsingar.  En klúđruđu ţví.  Fyrir bragđiđ birtu ţeir kolrangar upplýsingar.  

     


Smásaga um bíleiganda

  Jóhann og frú Ţuríđur eiga gamlan fólksbíl.  Ađ ţví kom ađ ýmislegt fór ađ hrjá skrjóđinn.  Um miđjan janúar gafst hann upp.  Ţuríđur fékk kranabíl til ađ drösla honum á verkstćđi.  Ţar var hann til viđgerđar í marga daga.  Bifvélavirkjunum tókst seint og síđar meir ađ koma honum í lag.

  Verkstćđiseigandinn hringdi í frú Ţuríđi.  Tilkynnti henni ađ bíllinn vćri kominn í lag.  Ţetta hefđi veriđ spurning um ađ afskrifa bílinn - henda honum ónýtum - eđa gera hann upp međ miklum kostnađi.  

  Verkstćđiseigandinn útlistađi ţetta fyrir frú Ţuríđi.  Sagđi:  "Öll viđvörunarljós lýstu í mćlaborđinu.  Ţú hlýtur ađ vita ađ rautt ljós í mćlaborđi kallar á tafarlausa viđgerđ á verkstćđi.  Annars skemmist eitthvađ."

  Frú Ţuríđur varđ skömmustuleg.  Hún svarađi međ semingi:  "Fyrstu ljósin kviknuđu í október.  Ţau voru appelsínugul.  Svo fjölgađi ljósunum í nóvember.  Ţar bćttust rauđ viđ.  Hámarki náđu ţau í desember.  Okkur Jóhanni ţótti ţetta vera í anda jólanna, hátíđar ljóss og friđar.  Ţetta var eins og jólasería.  Viđ erum mikil jólabörn.  Viđ ákváđum ađ leyfa ţeim ađ lýsa upp mćlaborđiđ fram á ţrettándann ađ minnsta kosti.  Blessađur bíllinn stóđ sína plikt og rúmlega ţađ.  Ekki kom á óvart ađ hann reyndi sitt besta.  Viđ gáfum honum nefnilega ilmspjald í jólagjöf."

ađvörunarljós   


Plötuumsögn

  - Titill:  Plasteyjan

 - Flytjandi:  PS & Bjóla

 - Einkunn: ****

  PS & Bjóla er dúett Pjeturs Stefánssonar og Sigurđar Bjólu.  Báđir hafa starfađ í fjölda hljómsveita.  Pjetur kannski ţekktastur fyrir ađ leiđa Big Nose Band og PS & co.  Sigurđur eflaust kunnastur fyrir Spilverk ţjóđanna og Stuđmenn.  Samstarf ţeirra nćr vel aftur til síđustu aldar.

  Báđir eru afbragđsgóđir lagahöfundar, skemmtilegir textasmiđir,  ljómandi góđir söngvarar og ágćtir gítarleikarar.  Báđir hafa sent frá sér ódauđlega stórsmelli.  Pjetur međ "Ung og rík" (oftast kallađur "Ung gröđ og rík").  Sigurđur međ "Í bláum skugga". 

  Laglínur Sigurđar bera iđulega sterk höfundareinkenni.  Fyrir bragđiđ kvikna hugrenningar í átt til Stuđmanna - og reyndar Ţursaflokksins líka - af og til ţegar platan er spiluđ.  Ekki síđur vegna ţess ađ Ragnhildur Gísladóttir tekur lagiđ í ţremur söngvum.  Eflaust líka vegna ţess ađ trommuleikari ţessara hljómsveita,  Ásgeir Óskarsson, er ásláttaleikari plötunnar.

  Platan er fjölbreitt en hefur samt ákveđinn heildarsvip.  Blúskeimur hér,  sýra ţar,  gítar spilađur afturábak, smá Pink Floyd og allskonar.  Titillagiđ rammar pakkann inn; epískur 11 mínútna ópus.  Hann hefst á ljúfum söng Sigurđar viđ kassagítarundirleik.  Fleiri hljóđfćri bćtast hćgt og bítandi viđ.  Takturinn harđnar.  Fyrr en varir er hressilegt rokk skolliđ á. Síđan mýkist ţađ og breytist í rólegan sýrđan spuna.  Svo er upphafskaflinn endurtekinn.  Lokahlutinn er mildur einleikur Ástu Kristínar Pjetursdóttur á víólu.

  Mér heyrist sem Pjetur og Sigurđur semji lögin í sameiningu.  Ţeir skipta söngi bróđurlega á milli sín.  Söngstíll ţeirra er áţekkur ef frá er taliđ ađ Pjetur gefur stundum í og afgreiđir ţróttmikinn öskursöngstíl. 

  Textarnir hljóma eins og ţeir séu ortir í sameiningu.  Stíllinn er sá sami út í gegn.  Ađ auki kallast ţeir á.  Til ađ mynda kemur plasteyjan fyrir í nokkrum ţeirra.  Ţeir leika sér lipurlega međ tungumáliđ og tilvísanir.  Ágćtt dćmi er upphaf textans "Mammonshaf" sem snýr snyrtilega út úr upphafsorđum Jóhannesarguđspjalls:  "Í upphafi var plastiđ og plastiđ var hjá guđi."

  Platan er frekar seintekin.  Hún vex ţeim mun meira viđ hverja hlustun.  Vex mjög.  Hún hljómar eins og unnin í afslöppuđum rólegheitum.  Allt yfirvegađ og úthugsađ - án ţess ađ kćfa geislandi spilagleđi.  Ađrir hljóđfćraleikarar en nefndir eru hér fyrir ofan eru í landsliđinu:  Tryggvi Hubner, Bjöggi Gísla og Sigurgeir Sigmundsson (gítar),  Haraldur Ţorsteins (bassi), Hjörleifur Valsson (fiđla),  Jens Hansson (sax), Pétur Hjaltested (hljómborđ), Sigfús Örn Óttarsson (trommur) og Sigurđur Sigurđsson (munnharpa).

  Uppáhaldslög:  "Fléttur" (algjör negla!) og "Nóttin".

  Pjetur er hámenntađur og virtur myndlistamađur.  Umslagiđ ber ţess vitni.

plasteyjanPjétur StefánssonSigurđur Bjóla 


Pallbíll til sölu

  Nánast splunkunýr pallbíll - svo gott sem beint úr kassanum - er til sölu á tíu milljónir króna.  Samkvćmt ökumćli hefur hann veriđ keyrđur miklu minna en ekki neitt;  mínus 150 ţúsund kílómetra.  Góđ framtíđareign;  fasteign á hjólum.  Slegist verđur um hann á bílasöluplani Procar.  Fyrstur kemur, fyrstur fćr.  Ryđblettirnir eru meira til skrauts en til vandrćđa.  

procar

  


Samkvćmt teikningunni

  Hver kannast ekki viđ ađ hafa sett saman skáp - eđa annađ húsgagn - samkvćmt teikningu frá Ikea og uppgötva síđar ađ hún snéri vitlaust?  Ađ sú vćri ástćđan fyrir ţví ađ hurđarhúnn er stađsettur of neđarlega og ađ hillur snúa á hvolf.   Mörg dćmi eru til um abstrakt málverk sem hafa árum saman snúiđ á haus uppi á vegg.  Ef fólk gćtir sín ekki ţeim mun betur er ţetta alltaf ađ gerast:  Ađ hlutirnir snúa á haus.  Glćsilegt hús virđist líta einkennilega út.  En teikningin er samţykkt og vottuđ og "svona er ţetta samkvćmt teikningunni."  Í einhverjum tilfellum hefur ţetta leitt til málaferla.  Svoleiđis er aldrei gaman.

smiđurinn snýr teikningunni vitlaust asmiđurinn snýr teikningunni vitlaust bsmiđurinn snýr teikningunni vitlaust csmiđurinn snýr teikningunni vitlaust dsmiđurinn snýr teikningunni vitlaust e    


Saga the Clash

 

   7. febrúar var alţjóđa CLASH-dagurinn haldinn hátíđlegur um allan heim (sjá síđustu bloggfćrslu).  Ekkert lát er á hróđri ţessarar merku ensku pönksveit.  28. febrúar rekja Spotify og breska sjónvarpiđ BBC í sameiningu sögu Clash. 

  The Clash leiddi og mótađi bresku pönkbylgjuna - ásamt Sex Pistols - 1976/1977.  Fyrsta smáskífulag Clash,  White Riot (útgefiđ snemma árs 1977),  varđ einskonar ţjóđsöngur pönkbylgjunnar.  Fjöldi pönksveita krákađi lagiđ (cover song).  Jómfrúar Lp-plata the Clash (útgefin voriđ 1977) varđ fyrirmynd nýrra pönksveita um allan heim.  Međal annars innleiddi hún reggí í pönksenuna.

 Nćsta plata the Clash,  Give ´Em Enough Rope,  vakti undrun.  Hún var meira hard rokk en pönk.  Eđa pönkkryddađ hard rokk.  

  3ja plata the Clash,  London Calling,  vakti ennţá meiri undrun.  Fátt var um pönk en ţeim mun meira af allskonar:  Allt frá djassi til calypso.  Eftir ţetta hćtti the Clash ađ koma á óvart.  Ţessi hljómsveit spilađi hvađ sem var.  Ţess vegna allt frá pjúra poppi til sýrđasta avant-garde. 

  Eftir ađ hljómsveitin leystist upp í leiđindum 1986 var henni ítrekađ bođiđ gull og grćnir skógar fyrir ađ koma fram á hinum ýmsu rokkhátíđum.  Stjarnfrćđilega háar upphćđir.  Liđsmenn höfđu bein í nefinu til ađ hafna öllum gyllibođum.  Hljómsveitin snérist aldrei um peninga.  Ţađ var hennar gćfa.  Ţađ er ein af stóru ástćđunum fyrir ţví ađ hún er ţetta stöđugt vaxandi stórveldi í rokksögunni.  

  Ég skrifa um Clash í fortíđ vegna ţess ađ fyrirliđinn,  Joe Strummer,  er fallinn frá.  Hann var forsöngvarinn, gítarleikari og söngvahöfundur.  Fráfall hans hefur dregiđ úr líkum á endurkomu Clash.  

 

clash-barn

 


Alţjóđlegi CLASH-dagurinn

  Í dag,  7. febrúar,  er alţjóđlegi CLASH-dagurinn haldinn hátíđlegur um heim allan.  Formlegir ađstandendur hans eru 20 stórborgir (ţar á međal Chicago,  Seattle,  Washington DC,  Los Angeles,  Toronto,  Belgrad,  San José í Costa Rica,  Sao Paulo,  Barcelona...),  101 útvarpsstöđ  (allt frá Tónlistarútvarpi Peking-borgar til króatískrar og argentínskrar stöđva),  43 plötubúđir (allt frá mexíkóskum til eistlenskrar),  svo og 26 rokkhátíđir (međal annars í Perú og Finnlandi).  Sumar borgir hafa gert Clash-daginn ađ opinberum frídegi.  Sumar útvarpsstöđvar teygja á Clash-deginum.  Spila einungis Clash-lög í allt ađ 4 sólarhringa.  Samkvćmt hlustendamćlingum skora ţćr hćst á sínum ferli í ţeirri dagskrá.  Vonbrigđi ađ hvorki X-iđ né Rás 2 taki ţátt í Clash-deginum.

  The Clash var önnur tveggja hljómsveita sem leiddi bresku pönkbylgjuna á síđari hluta áttunda áratugarins (hin var Sex Pistols).  Ólíkt öđrum pönksveitum ţróađist Clash á örskömmum tíma yfir í afar fjölbreytta nýbylgju.  Ólíkt öđrum breskum pönksveitum sló Clash rćkilega í gegn í Bandaríkjunum.  

  Clash-dagurinn var upphaflega bandarískur.  Svo breiddist hann út um heim.

  Hljómsveitin var stofnuđ 1976.  Hún leystist upp í leiđindum og var öll 1986.  Gríđarmikil eiturlyfjaneysla átti hlut ađ máli.  1980 spilađi Clash í Laugardalshöll á vegum Listahátíđar.  Frábćrir hljómleikar.  

  Hróđur Clash jókst bratt eftir ađ hún snéri upp tánum.  Gott dćmi er ađ 1981 náđi lagiđ "Should I Stay or Should I Go" 1. sćti breska vinsćldalistans eftir ađ hafa áđur ítrekađ flökkt hátt á honum.  Í óţökk liđsmanna the Clash gerđi bandaríski herinn lagiđ "Rock the Casbah" ađ einkennislagi sínu í upphafi ţessarar aldar.  Ţađ var sett í síspilun ţegar ráđist var inn í Írak í aldarbyrjun. 

clash_logo


Samanburđur á Kanada og Bandaríkjunum

  Áhugavert og gaman er ađ bera saman Kanada og Bandaríkin.  Margt er ólíkt međ skyldum.  Löndin liggja saman.  Kanada deilir einungis landamćrum međ Bandaríkjunum.  Ţau deila hinsvegar líka landamćrum međ Mexíkó.  Stöđugur vandrćđagangur er viđ ţau.  Kanadísku landamćrin eru vandrćđalaus.  

  Báđar ţjóđirnar eru enskumćlandi.  35 milljónir Bandaríkjamanna eru ţó spćnskumćlandi.  Í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjum kveđa lög á um ađ spćnska og enska séu jafn rétthá.  35% Kanadamanna er frönskumćlandi.  Ţar af tala 21% enga ensku. 

  Kanada er nćst stćrsta land heims ađ flatarmáli (á eftir Rússlandi).  Bandaríkin eru í 3ja sćti.  Kanada er smáţjóđ í samanburđi viđ Bandaríkin ţegar kemur ađ íbúafjölda:  37 milljónir á móti 325 milljónum.

poutine  Ţjóđarréttur Bandaríkjamanna er skyndibiti af öllu tagi:  Pizza, hamborgari, kjúklingabitar og kleinuhringir.  Ţjóđarréttur Kanada kallast poutine.  Uppistađa hans eru franskar kartöflur,  mjúkur skjannahvítur sósulegur ostur (ystingur) og ţykk brún kjötsósa.  Međ má vera smávegis grćnmeti og smá kjöt.

  Svo skemmtilega vill til ađ kanadíski poutine-rétturinn er í bókstaflegri merkingu kenndur viđ Frakka, rétt eins og frönsku kartöflurnar sem hann byggir á. Sumir vilja  meina ađ franskar kartöflur séu upphaflega komnar frá Belgíu.  Rétt eins og belgískar vöfflur.  Ţetta dettur ekki af himni ofan.

  Gjaldmiđill Bandaríkjanna og Kanada er dollar,  táknađur međ $.  Bandaríski dollarinn er alţjóđleg mynt.  Ekki sá kanadíski.

  Í sunnanverđum Bandaríkjunum er veturinn hlýr og notalegur.  Veturinn í Kanada er svalur.

  Allir forsćtisráđherrar Kanada eru og hafa veriđ bleiknefjar.  Bandaríkin hafa átt hvíta forseta, hörundsdökkan forseta og appelsínugulan forseta. 


Ódýr matur

  Matarverđ í Toronto í Kanada er töluvert lćgra en á Íslandi.  Eins og flest annađ.  Ţar ađ auki er skammturinn vel útilátinn.  Í stađ ţess ađ leifa helmingnum komst ég upp á lag međ ađ kaupa matinn "take away".  Ţannig dugđi hann í tvćr máltíđir.  Matarsóun er til skammar.   Á veitingastađ sem heitir Caribbean Taste er - á milli klukkan 11.00 - 15.00 - seldur kjúklingur (BBQ eđa karrý) á 610 ísl. kr.  Hann er borinn fram međ góđri hrúgu af fersku salati og hrísgrjónum međ nýrabaunum. 

  Á Caribbean Taste er maturinn afgreiddur í pappabakka međ loki.  Ég gat ţví snćtt inni á stađnum og tekiđ afganginn međ mér.  Ţađ var ljúft ađ flýta sér hćgt á stađnum.  Notaleg ópoppuđ reggí-músík hljómađi á góđum styrk.  Á vegg blasti viđ stór mynd af Bob Marley.

  Grillađur lax er á 728 kr.  Eftir klukkan 15.00 hćkkar verđiđ um 40% eđa meir.  Kjúklingurinn er ţá kominn í 855 kr. og laxinn í 1080 kall.

  Á nálćgum morgunverđarstađ fékk ég rétt sem heitir "Simple 2 eggs".  Spćld egg, beikon,  ristađar brauđsneiđar (önnur međ hnetusmjöri, hin međ jarđaberjamauki) og stór plastskál međ blönduđum ávaxtabitum.  M.a. ananas, jarđaberjum, appelsínum og bláberjum.  Ávextirnir voru heil máltíđ út af fyrir sig.   Rétturinn kostađi 837 kr.

  Dýrasta máltíđin sem ég keypti var á Eggspectation. 1360 kr. Hún samanstóđ af tveimur lummum (amerískum pönnukökum).  Ofan á ţeim var sitthvor stóra og ţykka pönnusteikta skinkusneiđin.  Ţar ofan á voru spćld egg.  Yfir var heit hollandaise sósa.  Međlćti voru djúpsteiktar ţunnt skornar kartöflusneiđar,  stór melónusneiđ og tvćr ţykkt ţverskornar appelsínusneiđar (önnur blóđappelsína). 

  Nćst dýrasta máltíđin sem ég keypti kostađi 1256 kr.  Hún var á Maja Indian Cuisine, indverskum veitingastađ.  Ţar fćr viđskiptavinurinn ađ velja sér 3 rétti af mörgum úr tveimur hitaborđum.  Međlćti er ferskt salat, hrísgrjón og hlussustórt bragđgott nanbrauđ.  Ég valdi lamb í karrý, kjúkling í karrý og framandi rétt sem leit girnilega út en var eiginlega eins og ágćt hnausţykk súpa.  Indverski pakkinn dugđi mér í 3 máltíđir.      

  Ég fann matvöruverslun sem selur heitan mat úr hitaborđi.  Hćgt er ađ velja úr ţremur-fjórum réttum sem "rútinerast" dag frá degi.  Stundum lax.  Stundum kjúklingabitar.  Borgađ er fyrir réttinn en ekki er rukkađ fyrir međlćti á borđ viđ grćnmeti og steikta kartöflubáta.  Verđiđ er 800 - 900 kr.  

  Algengt verđ á hálfslítra bjórdós er 184 kr. 

caribean tastesimply 2 eggsávaxtaskáleggspectationindverskur matur    

   


Smásaga um ungt fólk

  Hann hafđi aldrei fariđ á dansleik áđur.  Frá 16 ára aldri hafđi hann ţó nokkrum sinnum fariđ á hljómleika.  En nú var hann mćttur á dansleik.  Hann var rétt svo búinn ađ koma sér fyrir viđ barinn er ađ honum vék sér gullfalleg dama.  Hún spurđi hvort ađ hann vćri til í dans.  Hann var til í ţađ.  Tók samt fram ađ hann hefđi aldrei dansađ.  Hún blés á ţađ:  "Ekki máliđ.  Viđ reynum bara ađ samhćfa einhvern takt."  Ţađ gekk áfallalaust fyrir sig.  Hann var nokkuđ sáttur viđ frammistöđu sína.   Hafđi reyndar ekki samanburđ.

  Ađ dansi loknum spurđi hún:  "Ertu til í panta einhverja spennandi kokteila á međan ég skrepp á salerni?"  Hann var til í ţađ.  Hún yrđi ađ velja.  Hann ţekkti enga kokteila.  Hún stakk upp á ţví ađ hann léti barţjóninn velja.  Hann tók vel í ţađ.

  Eftir nokkra framandi og bragđgóđa kokteila lá beinast viđ ađ ţau fćru saman heim til hans.  Ţar fćkkuđu ţau fötum ţegar í stađ.  Er hún skreiđ undir sćngina til hans hvíslađi hún:  "Nú er komiđ ađ fjármálunum.  Semjum um greiđsluna."  Honum dauđbrá.  Varđ afar vandrćđalegur.  Hikstandi og stamandi stundi hann upp međ erfiđismunum:  "Fjármál eru ekki mín sterkasta hliđ.  Púff!  Ég ţekki ekki taxtann.  Ég hef aldrei lent í ţessari stöđu.  Segjum bara ađ ţú borgir mér tíuţúsundkall og máliđ er dautt."

 

par

 


Hljómsveitin Týr orđin fjölţjóđleg

  Voriđ 2002 hljómađi fćreyskt lag á Rás 2.  Nokkuđ óvćnt.  Fćreysk tónlist hafđi ekki heyrst í íslensku útvarpi til margra áratuga.  Lagiđ var "Ormurin langi" međ hljómsveitinni Tý.  Viđbrögđ hlustenda voru kröftug.  Allt ćtlađi um koll ađ keyra.  Símkerfi Útvarpsins logađi.  Hlustendur vildu heyra ţetta "norska lag" aftur.  Já, einhverra hluta vegna héldu ţeir ađ ţetta vćri norskt lag.  Fćreyjar voru ekki inn í myndinni.

  Lagiđ var aftur spilađ daginn eftir.  Enn logađi símkerfiđ.  Ţetta varđ vinsćlasta lag ársins á Íslandi.  Platan međ laginu,  "How Far to Aasgard?",  sat vikum saman í toppsćti sölulistans.  Seldist í 4000 eintökum hérlendis.  Kiddi "kanína" (einnig ţekktur sem Kiddi í Hljómalind) var eldsnöggur sem fyrr ađ skynja ađ nú vćri lag.  Hann bókađi Tý í hljómleikaferđ um Ísland.  Hvarvetna var fullt út úr dyrum.  Víđa komust fćrri ađ en vildu.  Til ađ mynda í Ölfusi.  Ţar voru fleiri utan húss en komust inn. 

  Á skall alvöru Týs-ćđi.  Hljómsveitin mćtti í Smáralind til ađ gefa eiginhandaráritun.  Ţar myndađist biđröđ sem náđi gafla á milli.  Auglýstur klukkutími teygđist yfir ađ ţriđja tíma. 

  Í miđju fárinu uppgötvađi Kiddi ađ Fćreyingar sátu á gullnámu: Ţar blómstađi öflugt og spennandi tónlistarlíf međ ótrúlega hćfileikaríku fólki:  Eivör,  Hanus G.,  Kári Sverris,  hljómsveitir á borđ viđ 200,  Clickhaze,  Makrel,  Arts,  Yggdrasil,  Lena Anderson og ég er ađ gleyma 100 til viđbótar.  Kiddi kynnti ţetta fólk til sögunnar.  Talađ var um fćreysku bylgjuna.  Eivör varđ súperstjarna.  Einstakar plötur hennar hafa selst í 10 ţúsund eintökum hérlendis.  Hún fyllir alla hljómleikasali.  Í dag er hún stórt nafn víđa um heim.  Hefur fengiđ mörg tónlistarverđlaun.  Hún hefur átt plötur í 1. sćti norska vinsćldalistans og lag í 1. sćti danska vinsćldalistans.  Fyrsta sólóplata Eivarar kom út 1999.  Ţar heiđrađi hún nokkur gömul fćreysk kvćđalög.  Ţau urđu Tý kveikja ađ ţví ađ gera slíkt hiđ sama.  Fyrir ţann tíma ţóttu gömlu kvćđalögin hallćrisleg.      

  Ofurvinsćldir Týs - og Eivarar - á Íslandi urđu ţeim hvatning til ađ leita fyrir sér enn frekar utan landsteinanna.  Međ góđum árangri.  Týr er í dag stórt nafn í senu sem kallast víkingametall.  Hljómsveitin er vel bókuđ á helstu ţungarokkshátíđir heims.  Ađ auki túrar hún ótt og títt um Ameríku og Evrópu.  Fyrir nokkrum árum náđi hún toppsćti ameríska CMJ vinsćldalistans.  Hann mćlir spilun framhaldsskólaútvarpsstöđva í Bandaríkjunum og Kanada (iđulega hérlendis kallađar bandarískar háskólaútvarpsstöđvar - sem er villandi ónákvćmni).

  Hljómsveitin er ţétt bókuđ út ţetta ár.  Ţar á međal á ţungarokkshátíđir í Ameríku, Evrópu og Asíu.  Meira ađ segja í Kóreu og Japan.  

  Vegna bakveiki hefur trommarinn Kári Streymoy af og til helst úr lestinni síđustu ár.  Frá 2016 hefur Ungverjinn Tadeusz Rieckmann veriđ fastur trommari Týs.  Fćreyski gítarleikarinn Terji Skibenćs hefur í gegnum tíđina veriđ úr og í hljómsveitinni.  Húđflúr á hug hans og hjarta.  Nú hefur Ţjóđverjinn Attila Vörös veriđ fastráđinn í hans stađ.

  Söngvahöfundurinn, söngvarinn og gítarsnillingurinn Heri Joensen segir ţetta ekki vera vandamál;  ađ liđsmenn búi í mörgum löndum.  Hljómsveitin var á sínum tíma stofnuđ í Danmörku.  Allar götur síđan hafa liđsmenn hennar búiđ í ýmsum löndum.  Vinnusvćđiđ er hljómleikaferđir ţvers og kruss um heiminn.  Ţá skiptir ekki máli hvar liđsmenn eru skrásettir til heimilis. 

týr 


Álit ferđamanns

  Oft er gaman ađ heyra eđa lesa hvernig útlendir ferđamenn upplifa Ísland.  Á netmiđlinum quora.com spyr ung kona frá Singapore í fyrirsögn:  "Hve dýrt er Ísland?"  Hún svarar sér:  "Stutta svariđ er mjög."

  Hún fór í 8 daga hringferđ um Ísland.  Kíkti á Vestfirđi í leiđinni.  Hún var í 5 manna hópi sem tók jeppa á leigu.  Leigan var 134.200 kall.  Hún hvetur ađra túrhesta á Íslandi til ađ ferđast saman í hópi til ađ halda kostnađi niđri.  Jafnframt hvetur hún til ţess ađ keypt sé bílatrygging.  Framrúđan í bílnum sprakk vegna steinkasts.

  Bensínkostnađur var 48.800 kr.  Á veitingastöđum kostar ađalréttur um 3660 kr. Á móti vegur ađ bensínsjoppur selja heitt ruslfćđi á borđ viđ pylsur, hamborgara og franskar.  Kostnađur er á bilinu 976 til 1220 kall.  Mín athugasemd:  Hiđ rétta er ađ pylsa kostar víđast á bilinu 400 - 450 kall. Kannski ţarf 2 pylsur til ađ teljast vera máltíđ?

  Daman bendir á ađ hćgt ađ kaupa samlokur í Bónus-verslunum.  Sumar álíka verslanir selji líka heitan mat.  Sennilega er hún ađ vísa til Krónunnar sem selur heitan kjúkling, sviđakjamma og ţurusteik.

  Gistikostnađur hverja nótt á mann var 9760 kall á mann. Notiđ greiđslukort,  segir hún.  Íslenskar krónur eru verđlausar utan Íslands.    

  Niđurstađa hennar:  Já, Ísland er dýrt.  En hverrar krónu virđi!  

kerry teo        

  

   


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.